Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2021, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2021, Blaðsíða 6
Ég heiti Ragnheiður Víglunds- dóttir og er fædd 1950 í Skálholti Ólafsvík. Systkini mín eru Úlfar f 1942 í Garðarshúsi, Lára Guðrún fædd 1948 í Skálholti. Foreldrar okkar eru Víglundur Jónsson og Kristjana Þórey Tómasdóttir. Í minningunni var alltaf mikil tilhlökkun fyrir jólin hjá okkur syst kinum. Það var allt gert hreint fyrir jólin, mamma bakaði margar sortir af smákökum, lag- tertur, steikti parta, ofl Á Þorláksmessu var jólatréð skreytt og alls konar jólaskraut sett upp. Svo var síðasta hrein- gern ingin að skúra gólfin alveg út fyrir dyr! Eftir skötuveislu á Þor láksmessu var tekið við að sjóða hangi kjötið, þá hvarf lyktin af skötunni. Jólamaturinn var hefðbundinn, hamborgarhryggur, hangikjöt og gott meðlæti. Svo var sveskju- eftir réttur sem var gerður frá grunni og þeyttur rjómi. Svo kom auðvitað síðar ananasfro- mage. Á aðfangadagskvöld var fastur liður að mamma útbjó heitt súkkulaði og bakkelsi. Kom þá öll fjölskyldan heim. Þessi siður hefur haldist og koma allir saman í Skál holtinu á aðfanga- dags kvöld eftir kvöldverðinn. Varðandi gjafir þá fannst okkur allt svo fallegt sem við fengum og pössuðum vel uppá gjafirnar. Mikið var um bókagjafir sem var mjög spennandi. Á jólunum var alltaf mikill friður og ró, farið var í kirkju á jól unum. Þá var útvarpsmessa alltaf hátíðleg líka. Mikið var hlust að á útvarp á þessum árum, barna tíma, framhaldssögur. Fram halds leik ritin voru líka mjög spenn andi. Á heimili okkar bjó í mörg ár Haraldur bróðir pabba okkar. Hann átti við fötlun að stríða en var alltaf tilbúinn að hjálpa til á heimilinu eins og hann hafði getu til. Einnig var hann dug- legur að sendast í búðir fyrir mömmu og nágrannakonurnar. Upphaf búskapar Kristjana og Víglundur giftust árið 1942 og hófu búskap á Ólafsbrautinni hjá Fönnu, síðan fluttu þau í Garðarshús, þar fæddist Úlfar. Í því húsi bjuggu einnig Lárus Sveinsson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Góður vinskapar var hjá fjölskyldunum og byrjuðu Lárus og Víglundur saman í útgerð. Á efstu hæðinni var hótel en húsið brann árið 1947. Ég man að ég heyrði að á neðstu hæð var um tíma aðstaða til beitningar og er ég ekki hissa á því, vinnan var alltaf framarlega hjá fólki á þessum árum. Árið 1946 hófu þau byggingu á húsinu Skálholti en áður höfðu þau keypt gamla Skálholt sem var prestsetur og stóð húsið Ragnheiður Víglundsdóttir Jól bernskunnar Gamla Skálholt sem var rifið þegar nýja húsið var byggt, hægra megin við húsið sést í Brekkuhús. Víglundur Jónsson og Kristjana Þórey Tómasdóttir, á milli þeirra er Úlfar og Guðrún í fangi föður síns. Ragnheiður, Kristjana og Guðrún, myndin er tekin heima hjá Heiðu Stefánsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.