Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2021, Síða 37

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2021, Síða 37
Grunnskóli Snæfellsbæjar tók þátt í Forvarnardeginum þann 6. október síðastliðinn. Hann er haldinn í flestum grunn- og fram halds skólum landsins og var nú haldinn í 16. sinn. Dagskrá dags ins er hugsuð fyrir nem- endur í 9. bekk grunnskóla og nema á fyrsta ári í framhaldsskóla. Að Forvarnardeginum standa em bætti forseta Íslands, Reykja- víkur borg, Íþrótta- og ólympíu- sam band Íslands, Skátarnir, Ung- menna félag Íslands, Rannsóknir og greining, Samband íslenskra sveitar félaga, Samstarf félaga- samtaka í forvörnum, Samfés og Heimili og skóli, auk embættis land læknis sem fer með verk- efnastjórn Forvarnardagsins. Þema dagsins að þessu sinni var andleg líðan ungmenna og var áhersla lögð á mikilvægi þess að auka seiglu til að takast á við áskoranir í lífinu svo sem of lítinn svefn, orkudrykki og nikó- tín vörur. Nemendur ræddu um verndandi þætti gegn áhættu- hegðun og var lögð rík áhersla á samveru með fjölskyldu, þátt- töku í skipulögðu íþrótta- og tóm stunda starfi og að leyfa heilanum að þroskast. Unnu nem endur í hópum og skráðu hug myndir sínar niður. Svör- unum var síðan safnað saman til að finna hvað væri sameiginlegt í þeirra svörum. Nemendur tóku einnig þátt í leik á vefsíðu For- varnar dagsins. Þrír nemendur voru svo dregnir úr pottinum og fengu afhend vegleg verðlaun við hátíð lega athöfn á Bessastöðum. Bryndís Brá, nemendi í 9. bekk Grunn skóla Snæfellsbæjar, var ein af þeim og hér má sjá mynd af henni þar sem hún tekur við viðurkenningunni. þa Forvarnadagurinn haldinn í 16. sinn Anna F. Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali Lista og innanhús Stílisti 892 8778 anna@valholl.is Sturla Pétursson Löggiltur fasteignasali 899 9083 sturla@valholl.is Hrafnhildur B. Baldursdóttir Löggiltur fasteignasali BA í stjórnmálafræði 862 1110 hrafnhildur@valholl.is Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteignasala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna! Snorri Snorrason Löggiltur fasteignasali 895 2115 snorri@valholl.is Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarm. fasteingasala Snæfellsnesi 893 4718 petur@valholl.is Heiðar Friðjónsson Sölustjóri, löggiltur fasteignasali B.Sc 693 3356 heidar@valholl.is Ingólfur Geir Gissurarson Framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali, leigumiðlari 896 5222 ingolfur@valholl.is Hildur Harðardóttir Lögfræðingur, löggiltur fasteignasali, skjalagerð 897 1339 hildur@valholl.is Hólmfríður Björgvinsdóttir Ritari 588 4477 ritari@valholl.is Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali 695 8905 elin@valholl.is Reykjavík | Snæfellsbæ | Höfn Hornafirði Síðumúla 27 | 588 4477 | www.valholl.is Fagleg þjónusta - Vönduð vinnubrögð Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs. Þökkum viðskiptin á árinu. Sigmar Arndal Eyþórsson, 35 ára, Grundarfjörður Hvað kemur þér alltaf í jólaskap? Að fá að sníkja smákökur af móður minni og náttúrulega að borða þær. Hver er þín fyrsta jóla­ minning? Held að það hafi verið á Hellissandi man bara eftir jóla- trénu og hvað það var stórt, væntan lega bara ég lítill þá. Hver er þín uppáhalds jóla­ minning? Það var þegar fjölskyldan var öll saman síðast, en önnur systir mín býr í Noregi núna þannig að það hefur ekki gerst í svolítinn tíma. Besta eða eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Algerlega Airfry vélin frá mömmu og pabba hún er enn mikið notuð. Hver er uppáhalds jóla­ maturinn þinn? Ég verð að segja bara klassíski hamborgarhryggurinn en hangi- kjötið deilir samt í rauninni sæti með honum. Hvað finnst þér vera besta jólalagið? Ég elska glam rokk lagið Christ mas song (don’t let the bells end) það kemur mér í jóla- gírinn. Jólaspurningar

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.