Íþróttablaðið Sport - 16.04.1948, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. apríl 1948
SPORT
Sr
<Hrlenclar \
Knattspyrnufréttir
30. maí n. k. fer fram í
iVín landskappleikur milli
Tyrklands og Austurríki. —
ítalska knattspyrnuliðið F.C.
Milano, sem er efst í Itölsku
meistarakeppninni fer til Ist-
ambul og keppir þar þrjá
leiki um miðjan maí. Tyrkir
eru sagðir all góðir nú, en
yitanlega kemur geta þeirra
í ljós í þessum leikum.
Elzti knattspyrnuþjálfari í
heimi heitir Amos Alonzo
Stagg og er portugali. Hann
liefur nýlega gert 10 ára
samning við háskóla einn þar
í landi, þó hann sé nú þegar
85 ára gamall. Kaldur kall
J>a,ð.
Benelux-löndin, Holland,
Belgía og Luxemburg eru að
hugsa um sameiginlegt lands
lið í kappleikjum við Eng-
land og Frakkland.
I tilefni af 383 ára af-
mæli Rio de Janero-borgar
í Brasilíu var lagður horn-
steinn að nýjum knattspyrnu
velli (Stadion). Gert er ráð
fyrir að 155 þús. áhorfendur
geti horft á kappleiki. 30
þús. sæti verða númeruð, 90
þús. ónúmeruð og 30 þús.
pallar. Á velinum verða 20
útvarpsklefar, 32 barar og 5
veitingastofur. 1 þús. manns
■vinna við byggingu þessa.
Nýlega var ungverski
knattspyrnumaöurinn Ku-
bala seldur til Italska félags-
íns Bologna fyrir ,,aðeins“
100 þús. dollara.
Tékkneska félagið Bo-
hemia hefur síðan stríðinu
lauk háð 45 leiki erlendis.
Heimsótt Svíþjóð, Noreg,
Frakkland, Algier, Marakko,
Belgíu og Sviss. Það stendur
til nú að félagið fari til
Tyrklands.
I ensku knattspyrnunni er
Arsenal enn efst í I. deild.
Nú fyrir skömmu tapaði
Arsenal fyrir Blackpool með
3:0 og einnig fyrir Chelsea
með 2:0.
Vinningurinn ósóttur.
Ungversku dagblöðin hafa
undanfarið verið að auglýsa
eftir þeim, sem unnið hefur
hæsta vinninginn í ung-
versku knattspyrnuveðmál-
unum (tip) samtals 350.000
gyllin. Maðurinn, sem „tipp-
aði“ rétt hafði lagt inn seðil
sinn, án þess að skrifa á
hann nafn sitt eða heimilis-
fang. Veðmálin hafa aldrei
verið meiri í Ungverjalandi
en nú. Á hverri viku veðja
minnst 500.000 menn.
Það er líkt á komið með
þeim ungverska og þeim sem
eiga vinningsmiðana í bíla-
happdrættunum hérna.
—o—
Danski Ólympíu-
búningurinn.
Danir hafa ákveðið föt
þan er þátttakendur þeirra
eiga að klæðast á Ólympíu-
leikunum.
Er það rauður jakki, hvít-
ar buxur og rauður bátur á
höfði með hvítri rönd. Á
jakkabrjóstvasanum eru
hvítir stafir með nafni lands-
íng. ,.
Búningur þessi er mjög
smekklegur og áberandi.
[*]
Neitað um viður-
kenningu.
Jany neitað um viðurkenn-
ingu á metum sínum.
Alþjóða sundsambandið
hefur neitað að viðurkenna
sem heimsmet tíma Janys í
100 m. sundi frjáls aðferð
55,8 og 400 m. frjáls aðferð
4,35,2, hvort tveggja sett á
síðastliðnu sumri. Ókunnugt
er um ástæðuna fyrir þess-
ari neitun.
----O----
4.49 í stöng.
Á frjálsíþróttamóti, sem
nýlega fór fram í Bandaríkj-
unum vann Marcom stanga-
stökkkeppnina með 4.49 m.
stökki.
Eins og menn muna úr
greinaflokkinum „Beztu
frjálsíþróttaafrekin 1947“
hafði Marcom bezta árang-
GOLF
Myndin er af
handknattleiksfl.
Týs frá Vestm.-
eyjum, sem i
I golfkeppni, er fram fór fyrsta skipti k(jn
í Caiiforníu fyrst á þessu ári J« landsmótiö m.
vann M. iíarrison keppnina í vétur oy stóc
Ben Barek hin „Svarta ur arsins.
stjarna“ Frakklands í knatt-
sþyrnu, mun koma til Sví-
þjóðar'í sumar með frönsku
knattspyrnuliði.
----O-----
Holland—England 5:2
-o-
Ólympískt hænsnabú?
Mexíkanar eru hræddir um
að íþróttamenn þeirra verði
ekki eins góðir og þeir eiga
að vera, vegna þess að þeir
fái ekki nægan mat í Eng-
landi.
Mexíkanska Ólympíunefnd-
in hefur því beðið um leyfi
Enska áhugamannaliðið,
sem valið hefur verið til æf-
inga undir Ólympíuleikina
keppti um pásloana bæði íUil að setja upp hænsnabú á
Luxemburg og Hollandi. hinu mexíkanska Ólympíu-
I Luxemburg varð jafn- svæði. Þeir vilja koma með
tefli 1:1, en Hollenzka liðið fimm hundruð hænsni og
yann með 5:2. hundrað kalkuna.
og náði bezta árangri, sem
atvinnumaður hefur hingað
til náð í heiminum.
72 holur í 273 höggum var
árangurinn, eða að meðal-
tali hver hola í tæpum 4
höggum. Verðlaunin voru 2
þúsund dalir. 2. maður í
keppninni var með 275 högg
og þriðji 277, svo að segja
má, að líkir hafi þeir verið.
Blöðin spá Harrison sigur
í einni aðalkeppni Californíu,
þar sem 1. verðlaun eru 10
þúsund dalir.
Blaðið hefur því miður eigi
getað fengið upplýsingar um
bezta árangur hér, en t. d.
1946 á landsmótinu í golfi
á Akureyri vann Sigtrygg-
ur Júlíusson og lék 72 holur
í 343 höggum. Vitanlega er
ekki hægt að bera saman
árangur hér og erlendis, þar
sem aðstæður eru svq ólíkar
Bæði betri vellir og veðrátta
erlendis, og auk þess atvinnu
leikarar, sem hér um ræðir,
en hér eru aðeins áhuga-
menn.
íslandsmeistarar í golfi
síðan fyrst var farið að
keppa um þann titil, 1942,
hafa verið þessir:
1942: Gísli Ólafsson
1943: Gísli Ólafsson
1944: Gísli Ólafsson
1945: Þorvaldur Ásgeirss.
1946: Sigtr. Júlíusson
1947: Ewald Berndsen
Árið 1935 hófust kapp-
leikir á vegum Golfklubbs Is-
lands og hafa farið fram
árlega síðan. Meistarar í
þeirri keppni hafa verið
þessir:
1935 Magnús Andrésson
1936 Friðþjófur Johnson
1937 Helgi Eiríksson
1938 sami
1939 Hallgr. F. Hallgr.ss.
1940 Gísli Ólafsson
1941 sami
1942 sami
1943 sami
1944 sami
1945 Jakob Hafstein
1946 Helgi Eiríksson
1947 Ewald Berndsen
----O----
- BOWLING -
I bowling-keppni í Detroit
31. marz s.l. vann Nick Mill-
er nokkur frá Ohio einmenn-
ingskeppnina og lilaut 709
stig.
Annar maður var með 697
stig og þriðji 693 stig.
Tveggja manna keppnin
vannst á 1328 stigum. Fimm
manna keppnina unnu félag-
ar af veitingahúsi einu í
Cleveland og höfðu 3002 st.
----O----
'sig með ágætum.
— Siúlkurnar ern
frá vinstri GnÓni,
GuSlaugsd. Sigur-
leif Björnsdóttir,
Sirrý Ólafsddótt-
ir, Jöna Óskarsd.
Sigrí'öur Bjarnad.
Jóna Krisljáns.,
Eygló Einarsdótt-
ir og Fjóla Jensd.
Valur og Haukar unnu.
Eins og skýrt var frá í
síðasta blaði er liandknatt-
Ieiksmóti Islands lokið nema
í meistarafl. karla.
Að vísu vantaði eina línu
í fréttina af mótinu þar,
sem nafn sigurvegara 3. fl.
átti að vera, en þeir urðu
Haukar.
Sannleikurinn er sá, að ég
sem skrifaði fréttina var svo
handviss um að K.R. myndi
vinna, og setti því nafn K.R.
sem sigurvegara. Urslitaleik-
urinn fór nefnilega fram
sama kvöldið og blaðið fór
í prentun, svo að ég þurfti
að setja einhvern sem sigur-
vegara 3. fl., ætlaði að vera
afar „smart“ eins og það er
orðað. Á síðustu stundu
stundu komst ég að vélinni
og lamdi á línuna, svo að
Ifún varð auð.
Jæja, þetta eru nú útúr-
dúrar, sem koma e. t. v. ekki
ekki málinu við, en sem sagt
sigur Hauka kom m_j»g ó-
vænt. Kom hann áreiðanlega
til af því, að fyrir leikinn og
hann allan voru Haukarnir
vissir um að þeir gætu ekki
unnið — en K.R.-ingar aft-
ur allt of vissir um að vinna.
Þarna kemur það í Ijós
enn einu sinni, hyernig góð
lið tapa fyrir verri liðum. —
Þó ekki þar með sagt, að
Haukar hafi verið lélegir.
Það eru margir góðir leik-
menn í liðinu eins og mark-
vörðurinn ÓIi Ingimundar-
son, lék einnig liðlega á öðr-
um stöðum. Hann er mjög
skemmtilegur leikmaður. —
Vinstri handar skotmaður,
hægri framvörður, er skot-
harður og gerði hann flest
mörkin á móti K.R. Hann
verður áreiðanlega góður
með tímanum.
K.R.-liðið er skipað
skemmtilegum piltum og
góðum leikmönnum, yfirleitt
mjög jafnir. Miðframherji K-
R. skar sig þó dálítið úr með
léttari og betri leik en hinir,
svo og Hörður.
Ármann var með skemmti-
legt lið og vel samstillt. —
Snorri miðframherji og v.
framherji voru beztu menn
liðsins. Fram og Víkingur
sendu í fyrsta skipti 3. fl.
Landskeppni í borðtennis nú og voru báðir flokkar
milli Svíþjóðar og Tekkó-‘ skipaðir frískum drengjum.
slovakíu fór fram fyrir Dóri bar af í liði Fram.
skömmu og lauk með sigri Í.R.-liðið var vel samstillt
Tékkóslóvakíu 5:0. og skemmtilegir leikmenn.
Liðið var samt óheppið, þar
sem það tapaði öllum leíkj—
um sínum með aðeins 1
marka mun. F.H.-liðið var
eitt bezta liðið en samt tals-
vert misjafnt.
2. flokk vann Valur og
voru þeir vel að sigri sínum
komnir, þar sem þeir léku
bezt liðanna í flokknum. —
Halldór og Sólmundur í
markinu eru beztu mennirnir
en hinir allir yfirleitt mjög'
líkir, sem er mikill kostur
fyrir hvert lið. Þetta lið
kemst áreiðanlega langt
haldi það æfingum saman á-
fram.
K.R. var í lirslitunum á.
móti Val og tapaði 2:6. Ey-
þór í markinu hefur skemmti
legan stíl og ver vel og auð-
veldlega.
I I.R.-Iiðinu er hver góður.
sem einstaklingur eins og
Ingi, Atli og Jón, en vantar
tilfinnanlega samleik og
auga fyrir spili. Ingi er þó
beztur.
Fram og K.R. gerðu jafn-
tefli, K.R. vann Víking en.
Víkingur vann aftur Fram.
Þannig að leikarnir vígsluð-
ust afar mikið í mótinu.
Pálmi, er góður hjá Vík-
ing, Orri og Hannes í Fram
leika báðir með meistarafl.
og eru ágætir. F.H. hefur
góðan markmann og Grétar,
sem er einhver bezti skot-
maður 2. flokks.
Haukaliðið vantar meiri
æfingu — en í liðinu eru
margir efnilegir piltar.
[*}
Ferracin vann Kane.
Eins og skýrt var frá í
2. tbl. Sports var keppnin í
batamvigt um Eivrópumeist-
aratitilinn milli Peter Kane
og Guido Ferracin. Sá síðai-
nefndi vann eftir 15 lotur á.
stigum. Ferrancin er ítali.
Nú er ákveðið að þeir mæt-
ast aftur 16 apríl í Man-
chester.
VERZLUNIN
VARMÁ
Hverfisgötu 84
Sími 4503
NÝLENÐUVÖRUR
Sendum heim.