Íþróttablaðið Sport - 16.04.1948, Qupperneq 6

Íþróttablaðið Sport - 16.04.1948, Qupperneq 6
6 S P O R T Föstudagmn 16. apríl 1948 «5 Gunnar Pétursson Skíðamót íslands 1948 Framh. af 1. síðu. sérstaklega braut C-flokks, sem var harla kynleg efst. B-flokks brautin var nokkuð góð. Göngub/autin. Göngubrautin var þannig fyrir komið, að áhorfendur gátu fylgzt með mestum hluta göngunnar. Fyrir- bragðið var hún næstum alit af á fótinn, þ. e. var upp í móti og mikið á sléttlendi. Ein brekka var farin niður, Gangan var því nokkuð erfið en hún var líka stutt. Óvíst er, að úrslit hefðu orðið þau sömu, ef gangan hefði verið 18 km., én hún mun hafa verið ca. 11—12 km. Enn- fremui' ættu kepþendur ekki að fá að koma nærri lagn- ingu brauta þótt þeirn sé heimilt að ganga þær, áður en keppni fer fram. Stökkbrautin. Um stökkbrautina er það að segja, að hún var góð fyrir allt að 40 m. stökk. Brautin er í Snæhólum og er með uppbygðum trépalli. Miklum snjó þurfti að moka í hana á einum stað og úr henni á öðrum, svo mikinn vinnukraft þurfti til. Niður- koma stökkmanna var mjög létt en fyrir neðan brautina var erfitt að stöðva sig sök- um þess tið snjó hafði tekið og urðu keppendur ýmist að kasta sér flötum eða freysta þess að geta stöðvað sig með því að beygja til vinstri og heppnaðist mörgum það. Það vakti ekki litla athygli hve vel Reykjavíkurstúlk- urnar stóðu sig. Mest bar þó á Ingibjörgu Árnadóttur, sem sigraði bæði í svigi og bruni og varð þar með ís- landsmeistari í þeim grein- um. Má geta þess að í fyrri umferð var hún með 10,2 sek. betri tíma en sú næsta og í bruni með 9,5 sek. betri tíma. Hún sigraði því í báð- um greinum með yfirburð- um og dáðust áhorfendur mjög að leikni hennar. — Inga Ólafsdóttir, sem sigraði bæði í svigi og bruni B- flokks, er í mjög mikilli framför. Aðalheiður Rögn- yaldsdóttir frá Siglufirði og Guðríður Guðmundsd. frá ísafirði sýndu mikla leikni. Magaús Brynjóifsson. 1 bruni karla bar mest á Magnúsi Brynjólfssyni frá Akureyri, sem fór fram fyrir tvo keppendur á leiðinni, en eins og kunnugt er, eru kepp endur ræstir méð hálfrar mínúdu millibili. Magnús sigraði örugglega. — Hann var einn af keppendunum á Ólympíuleikunum í St. Mor- itz og stóð sig þar mjög sæmilega. Fyrir áhorfendur var hér- aðakeppnin í svigi einhver skemmtilegasta keppnin á mótinu. Akureyringar og Siglufirði sigraði örugglega í svigi í A-flokki. Hann var með beztan! tírna 1 báðúm ferðum. Magnús Brynjólfs- son náði þó betri tíma, en fékk 10 sek. í „víti“ og varð samt 7. í röðinni. Hér áttu Reykvíkingar 2—6 mann og sýndu aftur að þeir eiga þeztu svigmenn- ina. Þeir unnu sveitakeppni þessa flokks og áttu tvær fyrstu sveitirnar. Keppf var um bikar gefnum af Bifreiða stöð Akureyrar. 1 syeitinni voru: Guðni Sigfússon, Haf- steinn Þorgeirsson og Gísli Kristjánsson. Sérstaka athygli vakti Þórir Jónsson úr Reykjavík fyrir stíl sinn og öryggi í þessari keppni. Hann varð fimmti í úrslitum. I svigi B-flokks sigraði Gunnar Pétursson frá ísa- firði með yfirburðum og var með 13,1 sek betri tíma en næsti maður. Gunnar er mjög efnilegur skíðamaður. Gunnar Pétursson ÍBÍ Sveil ÍRR er vann svigið í B- flokki: Lárus GuSmundsson, Ragnar Thorvaldsen og Magnús Björnsson. Reykvíkingar háðu þar harða orustu um titilinn: „Bezta svigsveit íslands 1948“. Reykvíkingar létu muna um sigurinn, því að þeir sigruðu með 18 sek. mun og þótt Akureyringar hefðu ekkert „víti“ fengið (fengu 15 sek.) hefðu Reykvíkingar samt sigrað örugglega. Beztum tíma í þessari keppni náði Magnús Brynj- ólfsson og jafnframt lang- beztum. Hann var með 4,2 sek. betri tíma en næsti maður, sem var Haraldur Pálsson frá Siglufirði. Þriðji varð Magnús Guðmundsson, Reykjavík og fjórði Gunnar Pétursson frá ísafirði. Haraldur Pálsson . frá Sveit ÍBR er vann svigiö í A- flokki: GuSni. Sigfússon, Haf- 'steinn Þorgeirsson og fíísii B. Kristjánss., eru þeir allir úr Í.R. Sveitakeppni þess flokks sigruðu Reykvíkingarnir. Ólafsfirðingar og ■stökkin. Islandsmeistari í stökkum varð Sigurður Þórðarson, Akureyri. Hann sigraði naumlega, en þess ber þó að gæta, að fimm keppendur stukku lengra en hann og vann Sigurður því á stílnum. Hann fékk að meðaltali 18 í stíl fyrir fyrsta' stökkið. Bezti stökkmaðurinn í keppninni var „drengur", Guðmundur Árnason, Siglu- firði.- Hann stekkur með gíf- urlegum krafti og náði i lengztu stökkunum, 40 m. og 38,5 m. — Stíll hans er einn- ig mjög góður og væri á- gætur ef hann gæti lagað skíðin, sem vilja í sundur að framan og krossleggjast að aftan. Hann hlaut að meðal- tali 18 í stíl fyrir stökkin. Guðmundur Ólafsson frá Ólafsfirði sigraði í stökk- keppni í B-flokki. Það voru því eiginlega allt Ólafsfirð- ingar sem sigruðu í stökk- um, þ. e. bæði Sig. Þórðar- son og Guðmundur Árnason eru fæddir Ólafsfirðingar. — Sigurður keppti fyrir Ölafs- f jörð á landsmóti 1940. Hann sigraði þá í sínum flokki á líkan hátt og nú. Var með fimmtu stökklengd en vann á stílnum. Lengztu stökkum í A-flokki náði Gunnlaugur Magnússon frá Ölafsfirði. Annars var það áberandi, hve stökkmennirnir voru illa æfðir og vitað er að sumir hverjir höfðu aldrei stokkið fyrr í vetur. Fyrir utan keppni stökk Ari Guðmundsson, Siglufirði og mældist eitt stökk , hans 39 m. Stíll hans er frábæri- lega góður og var leiðinlegt að hann skyldi ekMy geta verið með í keppninniv ; Ari var efalaust bezti stekkvar- inn. Guðmundur Guðmundbsmi skíðakappi íslands 1948. Það kom flesturn á óvart, að Guðmundur Guðmunds- son, Akui’eyri, skyldi sigra í göngu. Vitað var að hann var lítið æfður fyrir þá keppni og þar að auki lagði hann fyrstur af stað. ■— En Guðmundur sýndi enn einu sinni hve góður göngumaður hann er og sigraði með 2 mín. betri tíma enn næsti maður, sem var Haraldur Pálsson. Jóhann Jónsson, Ströndum var svo óheppinn að vera ræstur næstur á undan Haraldi, sem var í góðri þjálfun, en hann náði Jóhanni fljótlega og kom góðri stundu á undan honum í mark. Beztum tíma í braut- inni náði Þingeyingur, Jón Kristjánsson, sem er B- flokks maður og varð hann \ þarf af leiðandi ekki Islands- meistari. Þingeyingarnir voru allir mjög vel þjálfaðir og skipuðu þeir sex fyrstu sætin í B-flokki. Þeir unnu sveitakeppnina og áttu tvær fyrstu sveitirnar. Sveitina skipuðu þeir: Jón “Kristjáns- son, Reynir Tómásson og Arinbjörn Hjálmarsson. Siglfirðmgar fáliðaðir. Siglfirðingar virðast vera að missa áhugann fyrir skíðaíþróttinni, enda þótt þeir eigi enn mjog góða skíðamenn. I heild eru þeir ekki eins góðir og áður fyrr, þegar þeir voru alsstaðar fremstir. Siglfirðingum ætti það að vera metnaðarmál, að senda marga og góða skíða- menn á landsmót, sem kæmu heim ósigraðir. Hjá þeim vaknar áhuginn einna fyrst fyrir þessari fögru og heilsu- samlegu íþrótt og hjá þeim eru tækifærin bezt að iðka hana. ' Haraldur Pálsson er gott dæmi um Siglfirskan skíða- kappa. Á þessu landsmóti |var hann fjölhæfasti kepp- [andinn, fyrstur í svigi, ann- ar í bruni, annar í göngu, þriðji í stökkum og annar í tvíkeppiji um skíðakappatit- ilinn- Vissulega voru á þessu móti nokkrir ungir menn, sem í framtíðinni eiga eftir að færa Siglfirðingum marga sigra heim, en til þess að á- huginn ekki dofni hjá þeim, þurfa langtum fleiri að keppa við þá heima fyrir. Vonandi fjölmenna þeir á næsta landsmót. Akureyringar áþugasamir. Enginn keppenda 11. skíða- móts íslands mun gleyma þessum fáu dögum á Akur- Siglfirzkir stökkmenn: Jón Sveinsson og GuSm. Árnason. eyri. Það var ekki einungis veðrið sem gerði- þá ánægju- lega, heldur og hve fram- kvæmd mótsins var vel und- irbúin undir stjórn Her- manns Stefánssonar, sem er til fyrirmyndar þeim, sem annast næstu mót. Mikill fjöldi Akureyringa starfaði við landsmótið, bæði við keppnina sjálfa og syo greiðasölu í Ásgarði og Út- garði, sem vart verður minnst á öðruvísi en með hlýhug. En ekki má skilja svo við þetta mót að ekki sé minnst á yfirsjónirnar, sem eru ef til vill ekki, til þess að gera veður út af, en þó verður að minna á það, að íslands- meistararnir verða allir að fá silfurbikar til minningar um afrek sitt og ekki sízt blessaðar ,,dömurnar“. Ekki tekur því að ávíta fyrir slíka gleymzku, sem mundi hverfa fljótt í skugga þess, sem vel var gert. Tvö slys. I brunkeppninni féll Jónas Ásgeirsson, frá Siglufirði, svo illa, að flytja varð hann á sjúkrahús. Hann meiddist töluvert á baki. — I stökk- keppninni féll annar Sigfirð- ingur-, Steinn Símonarson, það illa, að hann missti með- vitund um tíma, en meiddist þó ekki alvarlega. Brun kvenna: íslandsmeistari: Ingibjörg Árnadóttir (Á) ÍBR. A-flokkur. Mín. 1. Ingibjörg Árnad. (Á) IBR 1:32 2. Jónína Njeljohníusd. (K.R.) ÍBR 1:41,5 3. Sigrún Eyjólfsd. (A) IBR 1:41,5 Aðalh. Rögnvd. ÍBS 1:50 Alfa Sigurjónsd ÍBS 2:00,5 Björg Finnbd. ÍBA 2:02 Helga Júníusd. IBA 2:14,5 B-flokkur. Mín. 1. Inga Ólafsd. ÍBR 1:17 2. Sólv. Jónsd. ÍBR 1:23 3. Emma Árnad. Sein. 1:23,5 Sesselja Guðmd. ÍBR 1:47 C-flokkur. Mín. 1. Brynh. Pálsd. ÍBR 1:03,5 2. Guðr. Guðmd. ÍBl 1:04,5 3. Jóh. Friðriksd. ÍBR 1:10,5 Rósa Helgad. Samein. 1:28 Sigr. Sveinbjd. IBÍ 1:28,5 Unnur B. Árnad. ÍBA 1:30 Guðrún Álfonsd. ÍBS 1:52,5 Brun karla: Islandsmeistari: Magnús Brynjólfsson (KA) ÍBA. A-flokkur. Mín. 1. Magnús Brynjólfss. (KA) ÍBA 2:29,5

x

Íþróttablaðið Sport

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið Sport
https://timarit.is/publication/1898

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.