Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Page 3
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT
3
(jfóí)uri ánxmqun á »cJ óelsvnóíinu
Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins,
hið svonefnda Jóelsmót, fór fram. á
íþróttavellinum í Rvík 20. maí sl. Enda
þótt veður væri með afbrigðum kalt
og óhagstætt, náðist mjög athyglisverð-
ur árangur í flestum greinum. Er auð-
séð að frjálsíþróttamennirnir hafa æft
af kappi, enda eru stór verkefni fram-
undan svo sem þátttakan í EM, lands-
keppnin við Dani o. fl.
Það var ÍR, sem efndi til þessa vor-
móts í heiðursskyni við Jóel Sigurðs-
son, íslandsmethafann í spjótkasti, en
hann hefur keppt manna lengst í frjáls-
um íþróttum eða samfleytt í 20 ár.
Hófst mótið með því að form. ÍR,
Jakob Hafstein, flutti stutta ræðu þar
sem hann rakti hinn langa og fjölþætta
íþróttaferil Jóels Sigurðssonar og
færði honum fagran minjagrip frá fé-
laginu, en síðan var Jóel ákaft hylltur
af áhorfendum.
Eins og flestum er kunnugt, hefur
Jóel verið bezti spjótkastari landsins
sl. 14 ár. Á þeim tíma hefur hann unnið
meistaratitilinn 11 sinnum í röð og
jafnan kastað yfir 60 metra á hverju
einasta ári frá því 1947. Að þessu sinni
hóf hann sitt 21. keppnisár með því að
kasta tæpa 56 metra, sem verður að
teljast gott afrek, miðað við árstíma og
hin óhagstæðu veðurskilyrði.
Enda þótt Jóel væri að sjálfsögðu
maður mótsins, vildi nú svo skemmti-
lega til, að meðal keppenda var annar
maður, sem átti einnig samtals 20
keppnisár að baki sér. Er hér átt við
hinn vinsæla keppnismann, Gunnar
Huseby, sem gerði sér lítið fyrir og
varpaði kúlunni tæpa 16 metra eða
lengra en hann hefur nokkru sinni
gert á þessum tíma árs. Er engu líkara
en að hann sé þegar kominn 1 sinn
gamla EM ham frá 1950, en þá varpaði
hann 15,65 m í lok maí, en bætti sig
stöðugt fram að EM (í lok ágúst), er
hann náði 16,74 m.
Um frammistöðu annara keppenda
er þetta að segja í stuttu máli:
Hilmar hljóp 100 m á ágætum tíma
án þess að taka nærri sér, en Valbjörn
kom nokkuð á óvart með því að hlaupa
á 11,0. í stangarstökkinu flaug hann
yfir 4,20 og átti góða tilraun við met-
hæðina 4,42 m, sem hann ætti hæglega
að ráða við á næstu mótum. Annars er
það táknrænt um framfarir þeirra
beggja, Valbjörns og Heiðars, að þeir
skuli stökkva jafnhátt á hrollköldum
maí degi og þeir gerðu á meistaramót-
inu í fyrra.
Eftir árangrinum í langstökki að
dæma, virðist Vilhjálmur vera í prýði-
legri þjálfun og líklegur til afreka á
Jóel Sigurðsson, ÍR.
þessu sumri. Einar kom á óvart með
því að sigra Helga Björnsson, en gæti
þó hæglega stokkið yfir 7 metra ef
hann lærði að hitta plankann. Björgvin
Hólm gaf Pétri lítið eftir í grindahlaup-
inu og verður gaman að fylgjast með
keppni þeirra í sumar. Friðrik vann
kringlukastið með nokkrum yfirburð-
um, en í spjótkasti og 4x100 m boð-
hlaupi varð keppnin allhörð um fyrsta
sætið.
Að þessu sinni var óvenju dauft yfir
hringhlaupunum, enda voru skemmti-
legustu vegalengdirnar (400, 800 og
1500) alls ekki á dagskrá, en í þeirra
stað látið nægja að keppa í 300 m og
3000 m. Var þátttaka og keppni næsta
lítil í báðum þessum hlaupum, en á-
rangur sæmilegur, einkum í 3000 m.
Loks var keppt í 80 og 600 m hlaupi
fyrir drengi og sigraði Grétar Þor-
steinsson, Á, örugglega á báðum vega-
lengdum. Helztu úrslit:
100 m hlaup:
1. Hilmar Þorbjörnsson, Á .... 10,7
2. Valbjörn Þorláksson, ÍR.... 11,0
3. Höskuldur Karlsson, ÍBK . . 11,4
300 m hlaup:
1. Sigurður Gíslason, KR ........ 38,0
2. Karl Hólm, ÍR ............... 39,7
3. Kristleifur Guðbjörnsson, KR 40,7
3000 m hlaup:
1. Kristján Jóhannsson, ÍR .... 9:01,8
2. Sigurður Guðnason, ÍR...... 9:21,6
3. Hafsteinn Sveinsson, Self. .. 9:26,8
110 m grindahlaup:
1. Pétur Rögnvaldsson, KR .... 15,7
2. Björgvin Hólm, ÍR ......... 15,8
3. Sigurður Björnsson, KR .... 16,2
Spjótkast:
1. Björgvin Hólm, ÍR ........... 56,10
2. Jóel Sigurðsson, ÍR......... 55,91
3. Valbjörn Þorláksson, ÍR .... 53,75
Kúluvarp:
1. Gunnar Huseby, KR .......... 15,95
2. Friðrik Guðmundsson, KR .... 14,14
3. Vilhjálmur Einarsson, ÍR .... 13,73
Kringlukast:
1. Friðrik Guðmundsson, KR . . 48,23
2. Þorsteinn Löve, ÍR ........ 47,05
3. Gunnar Huseby, KR ......... 43,45
Langstökk:
1. Vilhjálmur Einarsson, ÍR .... 7,09
2. Einar Frímannsson, KR...... 6,72
3. Helgi Björnsson, ÍR ......... 6,66
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson, ÍR .... 4,20
2. Heiðar Georgsson, ÍR......... 4,10
3. Valgarður Sigurðsson, ÍR .... 3,70
4x100 m boðhlaup:
1. Sveit KR...................... 45,4
2. Sveit ÍR .................... 45,5
80 m hlaup drengja:
1. Grétar Þorsteinsson, Á ..... 9,7
2. Steindór Guðjónsson, ÍR .... 10,1
3. Sigurður Þórðarson, KR .... 10,1
600 m hlaup drengja:
1. Grétar Þorsteinsson, Á .... 1:28,4
2. Helgi Hólm, ÍR ............ 1:31,4
3. Sigurður Þórðarson, KR .... 1:34,2