Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Page 4

Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Page 4
4 IÞRÖTTABLAÐIÐ SPORT Vorhlaupin í Reykjavík: Víðavangshlaup IR hið 43. í röðinni, fór fram á sum- ardaginn fyrsta í blíðskaparveðri. Keppendur voru aðeins 10, þar af 6 úr ÍR, sem var eina félagið sem sendi fullskipaðar 3ja og 5-manna sveitir. Var leitt að sveitakeppnin skyldi falla niður þar sem hún hef- ur jafnan sett sinn skemmtilega svip á þetta hlaup. Fyrir hlaupið munu flestir hafa búizt við því að aðalkeppnin yrði milli þeirra Kristleifs Guðbjörns- sonar og Kristjáns Jóhannssonar, sem sigraði 1 fyrra. Það kom því á óvart, að ungur og efnilegur Borgfirðingur, Haukur Engilberts- son frá Umf. Reykdæla, skyldi koma langfyrstur í mark og það án sýnilegra þreytumerkja. Færði hann félagi sínu þar með mjög svo kærkomna afmælisgjöf, en það varð 50 ára sama dag. Þeir Krist- leifur og Kristján urðu fyrir því óhappi að villast og leggja krók á leið sína og urðu því lengra á eftir Hauki en annars hefði orðið. Fyrstu 6 menn hlaupsins urðu: 1. Haukur Engilbertsson, Reykd. 9:22,0 2. Kristl. Guðbjörnsson, KR .. 9:33,0 3. Kristján Jóhannsson, ÍR .... 9:38,2 4. Sigurður Guðnason, ÍR .... 10:27,0 5. Helgi Hólm, ÍR ............ 11:21,0 6. Baldvin Jónsson, Self......11:26,0 Enda þótt flest dagblöðin hafi talið Hauk lítt þekktan hlaupara a. m. k. hér í Reykjavík, þá er ekki þar með sagt að hann sé neinn ný- liði á hlaupabrautinni. Árið 1954, þá 16 ára gamall, hljóp hann t. d. 1000 m á 2:50,0 mín. og 3000 m á 9:32,0 mín., en bæði þessi afrek voru þá ný isl. sveinamet og standa enn óhögguð sem slík. Árið eftir vakti Haukur mikla athygli á landsmóti UMFl á Akureyri, en þar varð hann 2. í 5000 m hlaupi á nýju drengja- og unglingameti, 15:49,4 mín., sem er frábært afrek hjá 17 ára dreng. Fyrir þetta afrek var hann valinn varamaður í landslið Islendinga gegn Hollendingum 1955. Sl. 2 ár mun Haukur lítið hafa keppt, en þó sýna tímar hans á héraðsmóti UMSB í fyrra, að hann var enn í framför. Setti hann þá ný Borgarfjarðarmet í 1500 m (4:28,2) og 3000 m (9:22,8), en býr auðsjáanlega yfir meiru svo sem hér hefur komið fram. Drengjahlaup Ármanns hið 36. í röðinni, fór fram fyrsta sunnu- dag í sumri. Þátttaka var mjög góð, alls mættu 28 drengir til leiks og luku þeir allir hlaupinu. Nú mættust þeir aftur aðalkeppinautarnir úr Víðavangs- hlaupinu, Haukur og Kristleifur, og háðu skemmtilegt einvígi um fyrsta sætið. Sigraði Haukur á ágætum enda- spretti og sannaði þar með að sigur- inn í Víðavangshlaupinu hefði ekki verið nein tilviljun. Bíða menn þess nú með óþreyju að fá að sjá Hauk hér á vallarmótum í sumar, enda veitir sann- arlega ekki af því að hleypa einhverju fjöri í lengri hlaupin. Þessir urðu fyrstir að marki: 1. Haukur Engilbertss., Reykd. 5:30,0 2. Kristl. Guðbjörnsson, KR, .. 5:32,6 3. Jón Gíslason, UMSE ......... 5:45,6 4. Reynir Þorsteinsson, KR .... 6:09,6 5. Birgir Marinósson, UMSE .. 6:21,0 6. Sigurgeir Ingvason, ÍR .... 6:21,6 7. Helgi Hólm, ÍR ............. 6:22,0 8. Gunnl. Hjálmarsson, ÍR .... 6:22,2 9. Agnar Sigurvinsson, ÍBK .. 6:23,0 10. Grétar Þorsteinsson, Á .... 6:24,0 Úrslit í sveitakeppninni urðu þessi: 3ja mannasveitir: 1. ÍR, a-sveit 18 stig. 2. UMSE.22 stig. 3. KR a-sveit 22 stig. 4. ÍBK, a-sveit 29 stig. 5. Ármann 34 stig. 5 manna sveitir: 1. ÍR 37 stig. 2. ÍBK 41 stig og 3. KR 45 stig. Sveinamef í frjálsum íþróffum ■J. Þ. spyrst fyrir um það hvort nokk- ur möguleiki sé á því að birta skrá yfir sveinamet í frjálsum íþróttum þareð slík skrá hafi hvergi birzt á prenti. Hér fara á eftir drög að umræddri skrá, yfir beztu af-rek sveina til þess árs og að því meðtöldu, er þeir verða 16 ára. í köstum er miðað við sveina- áhöld (kúla 4 kg, kringla 1 kg, spjót 600 gr.) og í grindahlaupi við eftirfar- andi hæðir: 80 m 76,2 cm, 110 og 400 m 91,4 cm. Æskilegt væri að menn sendu blað- inu hugsanlega-r athugasemdir eða leiðréttingar því að jafnan ber að hafa það, sem sannara reynist. 60 m hl. 7,1 Alex. Sigurðss., KR . . ’50 80 - 9,2 Alex. Sigurðss., KR .. ’50 100 - 11,3 Alex. Sigurðss., KR . . ’50 200 - 24,3 Unnar Jónsson, ÍR . . ’54 300 - 39,2 Viðar Óskarsson, ÍBV '53 400 - 54,4 Svavar Markússon, KR ’51 800 - 2:06,4 Svavar Markússon, KR '51 1000 - 2:50,0 Hauk. Engilb.s., UMSB ’54 1500 - 4:20,2 Svavar Markússon, KR ’51 3000 - 9:32,0 Hauk. Engilb.s., UMSB ’54 80 m gr. 11,5 Baldur Alfreðsson, KR ’51 110 - 16,9 Baldur Altreðsson, KR ’52 400 - 64,9 Björn Jóhannss., ÍBK ’52 Hástökk: 1,70 Magnús Bjarnason, ÍBV ’5I — án atr.: 1,32 Jafet Sigurðsson, KR . . ’50 Langst.: 6,35 Gísli Blöndal, Skag. .. ’51 — án atr.: 2,84 Jón Ólafsson, ÍR .... ’57 Þrístökk: 12,80 Unnar Jónsson, ÍR . . ’54 — án atr.: 8,44 Bragi Þorbergsson, 1F ’51 Stang.st.: 3,20 Brynjar Jensson, ÍR .. ’54 Kúluv.: 17,10 Vilhj. Vilmundar., KR ’45 Kringluk.: 56,77 Gunnar Huseby, KR . . ’39 Spjótkast: 45,80 Gunnar Huseby, KR .. ’39 Meisfaramótin í frjálsíþrótfum Meistaramótin í frjálsum íþróttum 1958, munu fara fram sem hér segir: Víðavangshlaup Meistaramóts ísl. fer fram 26. maí á vegum íþróttabanda- lags Akureyrar. Drengjameistaramótið 7.—8. júní á vegum Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur. Unglingameistaramótið og Kvenna- meistaramótið 28.—30. júní, bæði á veg- um íþróttabandalags Akureyrar. Tugþraut, 10 km hlaup og 4x800 m boðhlaup og aðalhluti Meistaramóts ís- lands 26.—28. júlí á vegum Frjáls- íþróttasambands íslands (FRÍ) í Rvík. Sveinameistaramótið 31. ágúst á veg- um Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur.

x

Íþróttablaðið Sport

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið Sport
https://timarit.is/publication/1898

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.