Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Qupperneq 8

Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Qupperneq 8
8 ÍÞRÖTTABLAÐIÐ SPORT Knalfspyrnan í sumar: Þegar pað var sjálfsmorð að „skalla” í 2000 ár hafa ýmsir gárungar haldið því fram að knattspyrnan væri búin að lifa sitt fegursta og myndi brátt falla í gleymsku og dá. En því er nú ekki svo farið, því að í dag nýtur hún meiri vin- sælda en nokkru sinni áður. Við meg- um ekki gleyma því að knattspyrnan er einn af elztu leikjum, sem til eru. Allt að 300 árum áður en tímatal okk- ar hefst, spörkuðu kínverjar skinn- knetti fylltum hári. Þetta er 1. knött- urinn, sem veraldarsagan greinir frá. Það er því tilgangslaust að halda því fram að knattspyrnan eigi sér ekki langa og ,,harða“ sögu að baki. Við getum fylgzt með þróun leiksins um 900 ára skeið í kinverskum bók- menntum, hvernig kínverjarnir eltu og spörkuðu þessum háraknetti sínum. Þeir höfðu félög, þeir höfðu deildaskipt- ingu alveg eins og nú tíðkast — og þeir höfðu meira að segja bikarkeppnir. Það liðu mörg ár áður en knattspyrn- an hélt innreið sína í Evrópu, og það voru auðvitað ítalir, sem voru þar að verki. Þeir höfðu ekki neina ákveðna stærð á knattspyrnuvellinum og þeir kærðu sig heldur ekki um neina af- skiptasemi í sambandi við leikinn, eins og það að hafa dómara! Þeim var það nóg að knötturinn væri á vellinum og þeir fundu það líka út að knötturinn var mýkri ef hann var fylltur með lofti í stað hára. Frá Ítalíu „rúllaði" knötturinn til Frakklands. Og nú voru það munkarn- ir, sem fluttu leikinn inn. Þeir notuðu leikinn sem skemmtiatriði á trúarhá- tíðum sínum. Þeir voru annars mjög djarfir leikmenn þessir munkar. Þeir fundu það út að það væri mikið ódýr- ara og endingarbetra að hafa knöttinn úr tré! Og reglurnar sýna að þeir hafa ekki verið neitt hræddir við að sjá stjörnur. Það var nefnilega bannað að snerta knöttinn með höndunum en leyfilegt að skalla! Því miður höfum við ekki skrá yfir hve margir munkar týndu lífinu í þessum knattspyrnu- kaþpleikjum, en hinsvegar skulum við ekki gleyma því þegar við tölum um harða knattspyrnuleiki, að eitt sinn var leikin ennþá ruddalegri knattspyrna. Og ef þessir munkar væru uppi nú, myndu þeir kalla knattspyrnuna okkar aðeins fyrir kvenfólk. Það var fyrst í byrjun 18. aldar að knattspyrnan barst til Englands, svo það er hrein og bein fjarstæða að halda því fram að England sé heimaland knattspyrnunnar. Hinsvegar er það al- veg rétt að Englendingar mótuðu knatt- spyrnuna eins og hún er leikin í dag. Þeir fundu upp leðurknöttinn, bjuggu til knattspyrnureglur og byrjuðu að nota dómara, í einu o.rði sagt, gerðu knattspyrnuna eins „leiðinlega“ og við sjáum hana leikna á íþróttavellinum hvern einasta sunnudag. En að hún hafi einu sinni verið fyrir karlmenn, sannar eftirfarandi, er franskur munkur skrifaði eftir kapp- leik einn: „Hvað knattspyrnu viðvíkur vil ég fullyrða að hún getur ekki kallast frið- samleg íþrótt eða skemmtun. Hún er frekar blóðug slagsmál en félagslegur kappleikur. Hver og einn leikmaður bíður færis að þrífa mótherja sinn og kasta honum til jarðar án þess að taka tillit til þess hvað er undir. Það var ekkert spurt hvar skyldi kasta mann- inum, það átti bara að fleygja honum. Og afleiðingin er sú að öðru hverju brjóta þeir hálsinn, öðru hverju hrygg- inn, öðru hverju hendur og fætur og öðru hverju rennur bióðið úr nefinu Það er heldur ekki neitt undarlegt því að þeir nota allskonar óþokkabrögð til að lama mótherjann, högg á hjarta- stað reka olnbogann í magann eða slá með krepptum hnefa upp undir rif- in ....“ Hve margir áhorfendur myndu koma á Laugardalsvöllinn ef 22 miðalda- munkar, klæddir í svarta kufla, léku þar hver á móti öðrum, sparkandi knetti. Það yrði leikur leikjanna. En sem betur fer er það útilokað. Landsmótin Yfirleitt munu landsmótin í knatt- spyrnu hefjast í júní mánuði. Keppni í 1. deild hinn 18. júní n. k. og II. deild- ar keppnin hér á suðursvæðinu 2. júní. Knattspyrnuráð Reykjavíkur sér um framkvæmd mótsins í I. deild, svo og um II. deildar keppnina á suð-vestur- svæðinu, að undanskildum nokkrum leikjum, sem fara fram á vegum í- þróttabandalags Vestmannaeyja og íþróttabandalags Suðurnesja. Knatt- spyrnuráð Akureyrar mun sjá um framkvæmd I. deildar keppninnar á norður svæðinu. Landsmót í öðrum flokkum mun K.R.R. sjá um, að undanskildum ein- um riðli í 4. flokksmótinu, sem fram fer á vegum íþróttabandalags Keflavík- ur. Að þessu sinni verður bætt við einum aldursflokki í landsmóti, en það er 5. flokkur. Landsleikir. Tveir landsleikir verða háðir á árinu; verður annar við íra, en sá leikur fer fram í Reykjavík 11. ágúst n. k. Leika þeir einnig tvo aukaleiki, 13. og 15. ágúst. Hinn landsleikurinn verður háður við Breta og fer sá leikur fram í London 13. sept. Tveir aukaleikir verða leiknir. Heimsóknir og utanferðir Auk milliríkjaleikja þeirra, sem áður eru taldir, munu þessar heimsóknir og utanferðir eiga sér stað: Enska at- vinnuliðið Bury F. C. kemur hingað í boði KR og lið frá S.B.U. í Danmörku verður hér um miðjan júlí í boði Fram. Mun Fram síðan fara utan í boði SBU. Um mánaðamótin júní—júlí koma hing- að tvö dönsk unglingalið. Annað er frá Roskilde í boði Fram og hitt frá Bags- wærd í boði KR. Er hér um gagnkvæmt boð að ræða og munu flokkar frá þess- um félögum fara utan síðar. Þá er á- kveðið að II. flokkur Í.A., Akranesi, fari til Svíþjóðar og Finnlands í sumar, 2. flokkur KR til Þýzkalands og 3. fl. Þróttar til Danmerkur. Loks má geta þess að Í.A., Akranesi, hefur fengið leyfi til að bjóða þýzku I. deildar liði hingað til lands, en sú heimsókn mun ekki vera ákveðin enn. Skautamót Akureyrar (5000 m hlaup): 2. Sigfús Erlingsson .......... 10:53,2 3. Kristján Árnason ........... 10:54,6 Línur þessar féllu niður á bls. 7.

x

Íþróttablaðið Sport

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið Sport
https://timarit.is/publication/1898

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.