Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Page 12
12
IÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT
Heimsmeisfarakeppnin í
knaffspyrnu
fer fram í Svíþjóð í júnímánuði n. k.
og keppa þar 16 beztu knattspyrnulið
heimsins. Eins og kunnugt er hófust
undankeppnir s.l. ár og lauk ekki fyrr
en í byrjun febrúar s.l. Voru Norður-
Írland og Wales síðustu löndin, sem
tryggðu sér þátttökurétt í aðalkeppn-
inni í Svíþjóð.
8. febrúar var dregið í riðla og eru
þeir þannig skipaðir:
1. riðill: Þýzkaland, Argentína, Tékkó-
slóvakía og Norður-írland.
2. riðill: Frakkland, Paraguay, Júgó-
slavía og Skotland.
3. riðill: Svíþjóð, Mexico, Ungverja-
land og Wales.
4. riðill: Austurríki, Brazilía, Rússland
og England.
Af þessu sézt, að í 4. riðli eru 3 af
þeim þjóðum, sem eru taldar einna
sterkastar, en fjórða þjóðin, Austur-
ríki, er heldur ekkert lamb að leika
sér við. 3. riðillinn virðist léttastur,
en þar mun Ungverjar vera nokkuð
öruggir um sigur.
Heimsmeistarakeppnin fór síðast
fram árið 1954, en þá sigruðu Þjóð-
verjar, mörgum á óvart. Unnu þeir
Ungverja í úrslitaleik með 3:2.
Nýff heimsmef í tugþrauf!
í lok apríl bætti Rússinn Vassili
Kusnetsov heimsmet sitt í fimmtar-
þraut (úr 3736 í 3901 stig) og nú berast
þær fréttir, að hann hafi einnig sett
nýtt heimsmet í tugþraut — 8013 stig
—, en þar átti Rafer Johnson, USA
eldra metið, 7985 stig, sett 1955. Einstök
afrek Rússans voru þessi: 100 m 11,0 —
langst. 7,30 — kúla 14,49 — hást. 1,75
— 400 m 49,1 — 110 m gr. 14,5 —
kringla 47,50 — stöng 4,00 — spjót 66,16
— 1500 m 4:50,0.
Fái Johnson bót á hnémeiðsli sínu,
er lítill vafi á því að hann getur end-
urheimt met sitt, enda hefur hann tek-
ið stórstígum framförum á þessu vori
t. d. kastað spjóti 76,73, kringlu 51,83
og kúlu 16,61 m.
Enska bikarkeppnin
Úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppn-
inni fór fram 3. maí á Wembleyleik-
vanginum í London. Til úrslita léku
Bolton og Manehester United liðið, sem
missti átta leikmenn í flugslysinu í vet-
ur. Leikar fóru þannig að Bolton sigr-
aði með 2:0 eftir jafnan og harðan
leik. Manchester United komst einnig
í úrslit í fyrra, en tapaði þá fyrir Aston
Villa með 2:1.
6 isfendingar á heimsafreka-
skrá 1957
Að þessu sinni hafa eftirtaldir 6
frjálsíþróttamenn komizt á hina árlegu
heimsafrekaskrá stórblaðsins „Track
andi Field News“ fyrir s.l. ár:
1) Hilmar Þorbjörnsson nr. 4—12 í 100
m (10,3) og nr. 28—45 í 200 m (21,3)
2) Vilhjálmur Einarsson nr. 6—7 í þrí-
stökki (15,95) og 49 í langstökki
(7.46)
3) Valbjörn Þorláksson nr. 21—25 í
stangarstökki (4,40)
4) Hallgrímur Jónsson nr. 30 í kringu-
kasti (52,56)
5) Þorsteinn Löve nr. 48 í kringlukasti
(51,37)
6) Svavar Markússon nr. 48—50 í mílu-
hlaupi (4:07,1).
Arffaki John Landy
19 ára gamall Ástralíubúi hefur vak-
ið heimsathygli fyrir afrek sín á míl-
unni, er hann hljóp nýlega á 3:57,8 mín.
Er það 2/10 sek betra en hið staðfesta
heimsmet landa hans, John Landy. Að
vísu hljóp Englendingurinn Derek
Ibbotson á 3:57,2 s.l. sumar, en sá tími
hefur ekki enn verið staðfestur.
IsL sundfólk á Evrópumæli-
kvarða
Til fróðleiks fyrir þá, sem vilja gera
samanburð á sundafrekum íslendinga
og annara þjóða, birtist hér skrá frá sl.
ári, yfir 10 beztu Evrópubúa í þeim
3 sundgreinum, sem nú gnæfa hæst hér
á íslandi.
100 m. skriðsund kvenna:
1. C. Gastelaars, Hollandi .... 1:05,4
2. U. Brunner, Þýzkal..... 1:05,5
3 G. Kraan, Hollandi..... 1:05,5
4. D. Wilkinson, Engl..... 1:05,7
5. Woogova, Rússl............ 1:06,0
6. B. Klomp, Þýzkal....... 1:06,3
7. K. Jobson, Svíþj....... 1:06,3
8 Takacs, Ungverjalandi .. 1:06,5
9. C. Steffin, Þýzkal..... 1:06,7
10 K. Boros, Ungverjal... 1:06,8
100 m skriðsund karla:
1. V. Sorokin, Rússlandi ........ 56,6
2. P. Pucci, Ítalíu.............. 57,0
3. B. Nikolajev, Rússl........... 57,3
4. Polevoj, Rússl................ 57,4
5 W. Baumann, Þýzkal............ 57,4
6. T. Hoogveld, Hollandi ........ 57,7
7. N. Mc Kechnie, Englandi .... 57,8
8. Ljukovskij, Rússlandi ........ 57,9
9. K. Káyhkö, Finnlandi ......... 57,9
10. H. Zierold, Þýzkalandi............ 58,0
100 m baksund karla:
1. R. Christophe, Frakklandi 1:04,4
2. L. Magyar, Ungverjal...... 1:04,4
3 L. Barbier, Rússlandi .... 1:05,0
4. G. Elsa, Ítalíu ............ 1:05,6
5. M. Kovacs, Ungverjalandi 1:05,9
6 Kuvaldin, Rússlandi ........ 1:06,1
7. G. Sykes, Englandi..... 1:06,6
8. D. Pfeifer, Þýzkalandi .... 1:07,2
9 E. Miersch, Þýzkalandi .. 1:07,2
10. L. Bacik, Tékkóslovakíu .. 1:07,4
Að vísu var það áður vitað, að okkar
bezta sundfólk er komið í fremstu röð
á Norðurlöndum, en af þessu sézt að
það þolir einnig samanburð við aðra
Evrópubúa. Eftir afrekaskránni að
dæma er Ágústa þegar komin í hóp
þeirra 10 beztu í skriðsundi (1:06,4).
Guðmundur er aðeins 2/10 úr sek lak-
ari en 10. maður í skriðsundi (58,2) og
1,2 sek. lakari í baksundinu (1:08,6).
Loks má ekki gleyma Pétri Kristjáns-
syni, sem hefur auðsjáanlega ekki sagt
sitt síðasta orð í 100 m skriðsundi
(58,9).