Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Síða 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT
13
Handknatíleiksmót Islands
hófst 25. janúar, en lauk ekki fyrr en
20. apríl — og varð því sannkallað
maraþonmót. Sem heild var mótið
hvorttveggja í senn leiðinlegt og
skemmtilegt, enda getur margt skeð
á þriggja mánaða löngu móti..
Það sem gaf því einkum gildi var hin
geysiharða keppni í meistaraflokki
karla, en þar sigraði KR á „Photofin-
ish“ ef svo mætti segja, eftir tvísýna
keppni við FH og ÍR. Á hinn bóginn
dró það verulega úr gildi mótsins
hversu fram úr hófi langdregið það var
og tilþrifalítið tvo fyrstu mánuðina.
Virðist nauðsynlegt, að þegar í stað
verði gerðar einhverjar raunhæfar
breytingar á skipulagi mótsins, ef í-
þróttin á að halda þeim miklu vinsæld-
um, sem hún hefur þegar aflað sér.
Meistaraflokkur karla:
L. U. J. T. Mörk Stig
KR 8 7 1 0 173:126 15
ÍR 8 7 0 1 219:144 14
FH 8 6 1 1 192:123 13
Fram 8 4 1 3 171:139 9
Ármann .... 8 4 1 3 156:170 9
Valur 8 3 0 5 173:207 6
Afturelding 8 1 1 6 172:210 3
Þróttur .... 8 1 0 7 117:184 2
Víkingur 8 0 1 7 124:184 1
Meistaraflokkur kvenna:
Ármann .... 3 2 1 0 35:24 5
KR 3 2 0 1 40:36 4
Fram 3 0 2 1 23:28 2
Þróttur .... 3 0 1 2 26:36 1
Íslandsmeisfarar frá byrjun
Ár: Konur: Karlar:
1940 Ármann Valur
1941 Ármann Valur
1942 Ármann Valur
1943 Ármann Haukar
1944 Ármann Valur
1945 Haukar Ármann
1946 Haukar Í.R.
1947 Ármann Valur
1948 Ármann Valur
1949 Ármann Ármann
1950 Fram Fram
1951 Fram Valur
1952 Fram Ármann
1953 Fram Ármann
1954 Fram Ármann
1955 K.R. Valur
1956 Ármann F.H.
1957 Þróttur F.H.
1958 Ármann K.R.
íslandsmeistarar Ármanns: Frá vinstri, fremri röð: Sigríður Kjart-
ansdóttir, Rut Guðmundsdóttir og Ása Jörgensdóttir. Aftari röð:
Þórunn Erlendsdóttir, Liselotte Oddsdóttir, Sigríður Lúthersdóttir,
Erna Sigurðardóttir og Ragnhildur Þórðardóttir. Á myndina vantar
Svönu Jörgensdóttur.
íslandsmeistarar KR. Frá vinstri, fremri röð: Hörður Felixson, Þórir
Þorsteinsson, Gísli Þorkellsson, Guðjón Ólafsson, Reynir Ólafsson og
Heinz Steinmann. Aftari röð: Frímann Gunnlaugsson (þjálfari),
Bergur Adolphsson, Magnús Jónsson, Stefán Stephensen, Þorbjörn
Friðriksson, Sigurður Óskarsson, Karl Jóhannsson, Pétur Stefáns-
son og Magnús Georgsson (form. handknattleiksdeildar).