Bókablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 1
LANDSBÓKASAFN
,Xi 1.57057
~ "Í S L.'VX'lS
Desember 1944
UM GILDI BÓKA
Norska skáldið Árni Garborg sagði
eitt sinn, þegar rætt var um Davíð
skyggna (Den Fremsynte), hina ágætu
skáldsögu, eftir skáldbróður hans og
samlanda, Jónas Lie: „Slíka eldraun
standast fáar bækur. Maður les þær á
ungum aldri og þær hrífa og heilla. Svo
les maður þær eítir 20 ár og verður jafn
heillaður og hrifinn. Þær virðast jafn
glænýjar og við fyrsta lestur.“
Til er önnur eldraun, sem bækur
standast mjög sjaldan: Vér lesum bók og
verðum hrifnir. Vér lesum hana nokkr-
um árum seinna og oss finnst hún vera
allt önnur bók. Nýr heimur opnast þá
fyrir oss og oss verður ljóst, að við fyrsta
lestur sáum vér aðeins útjaðra hans. Auk-
in lífsreynsla áranna, sem liðu á milli
þess, að lesið var, hafa veitt oss skilyrði
til aukinnar tileinkunnar á efninu og
fullkomnari skilnings á gildi bókarinnar.
Þannig áhrif hefur lífið sjálft og hið
hærra veldi lífsins: hin mikla list.
Ef vér lesum með athygli dóma um
bækur hér á landi nii á tímum, dylst
ekki, að alla jafna er öllu hælt, sem út
er gefið. Um sumar bækur er hafinn
samstilltur lofsöngur, svo að ætla mætti
að „almannarómurinn“ lygi ekki. En
slíku ber þó að treysta með mikilli varúð.
Oft er engu líkara en blöð og tímarit
taki ritdóma úr öllum áttum, birti þá
sem eins konar auglýsingar, án þess
nokkru máli virðist skipta um vörugæði,
frekar en auglýst væri smjörlíki eða til-
búin (fölsk) blóm. Með þessum hætti
bregðast blöðin mikilvægu menningar-
hlutverki, úr því að þau á annað borð
telja sig þess umkomin að vera sannir og
ósviknir ráðgjafar almennings um bóka-
val. Þess vegna ber sérhverju blaði, sem
færist slíkt í fang, að hafa dómbæran
mann og alveg óvilhallan til þess að leið-
beina mönnum um bókakaup, og það
því fremur, þar sem bókaiitgáfa hér á
landi er rekin sem fjárgróðafyrirtæki,
ekki undantekningarlaust, en áberandi
almennt. En þegar svo er komið, er
gróðavonin, hagnaðarvissan, látin sitja í
rúmi fyrir bókmenntagildinu. Virðast út-
gefendur stundum vera komnir út á svo
hálan ís urn þetta, að í kringum blöðin
sé gerð skjaldborg, sem gylli kramið svo
mjög, að það verði í hugum kaupend-
anna dýrasti glitvefnaður.
Það er rétt, að tiltölulega fá snildar-
verk standast þá raun, að lesöndunum
virðist þau glæný, með nýjan heim og
ný útsýni við annan lestur, eftir nokkur
ár. En hina raunina standast margar
bækur, að heilla og hrífa við fyrsta lest-
ur og vera jafn hrífandi og heillandi
ætíð síðan. Og af því að slíkt efnis- og
lista-gildi bóka er nokkuð almennt, eru
til þeir bókaunnendur, er safna þess-
háttar bókum, eignast sín eigin bókasöfn.
Á kyrrlátum stundum rifja þeir upp
gamlan kunningsskap, glæða fornar ást-
ir, við þessá aldavini sína og elskendur.
Og hafi þannig verið valið, finna menn,
að þessir góðvinir hafa ekki brugðizt,
þeir eru jafn skemmtilegir og fræðandi,
heillandi og ástúðlega innilegir og við
fyrstu kynni. Og þessi kynni gera það
að ljúfri nauðsyn að kaupa við og við
Einar H. Kvaran:
RSTSAFN l-VI
Einar H. Kvaran er fæddur 6. des. 1859.
Áttatíu og fimrn ár eru því nú frá fæðingar-
degi hans. Á þessu afmælisári hans hefir kom-
ið úr sögur hans, leikrit og ijóð, allt það, er
hann sjálfur óskaði að frarn kæmi. Von mun
vera síðar á úrvali úr blaðagreinum hans. Um
mörg ár gaf hann sig að blaðamennsku og leik-
ur varla á tveim tungum, að á þeim vettvangi
var hann afburðasnjall höfundur. Mun þá og
koma ítarleg æfisaga og rithöfundarsaga þessa
ágæta og vinsæla skálds.
Þau munu ekki fá bókasöfnin íslenzku, sem
hefðu þá sögu að segja, að rit Einars Kvaran
séu mest lesin allra íslenzkra bóka. Öruggari
dóm alþjóðar er naumast unnt að fá um vin-
sældir skáldsins og að hann muni skipa sinn
skáldasess með virðingu, ekki aðeins með
tveim kynslóðum, heldur mörgum.
Stórgáfaður og snjall bókmenntafræðingur
íslenzkur'deildi fyrir mörgum árum nokkuð
á ýms viðhorf í skáldskap og list Einars H.
Kvaran. Einar svaraði, og varð úr þeim rit-
góða bók handa sjálfum sér og þeim,
sem menn vilja gleðja.
Vert er því að geta þess, þegar bóka-
útgefendur skilja hið einfalda, en alveg
óhagganlega lögmál um gildi bóka og
fullnægja því í verki. Fyrir því er það
ekki aðeins bókmenntaviðburður, þegar
bækur með alveg ótvíræðu efnis- og lista-
gildi koma á bókamarkaðinn, heldur
einnig hitt, þegar endurprentuð eru
gömul og sígild listaverk, sem orðin eru
ófáanleg, eða safnað er saman í vandaðri
heildarútgáfu ritverkum innlendra eða
erlendra snildarhöfunda og merkismanna
í heimi bókmenntanna. Einkum ætti oss,
íslendingum, að vera slík heildarritverk
innlendra góðskálda miklir aufúsugestir,
sjálfum hinum þjóðræknu lýðveldis-
mönnum.
Hér skal því getið nokkurra ritverka
og bóka, sem fullnægja þessum kröfum
og ættu því allar að vera kærkomnar
sannvitandi bókavinum. Sumar þeirra
eru gamlir vinir, jafn ástúðlegir og heill-
andi og við fyrstu kynni; aðrar eru nýjar,
en með því yfirbragði og innræti, að allir
bóka- og mennta-vinir ættu að hafa þær
handa milli.
Einar H. Kvaran um tvítugt.
deilum einhver þau skemmtilegustu vopnavið-
skipti á málaþingi, sem birzt hafa í íslenzkum
tímaritum: Báðir afburða gáfumenn, báðir af-