Bókablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 2

Bókablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 2
2 BÓKABLAÐIÐ HALLGRÍ MSLJÓÐ Sálmar og kvæði eftir séra Hallgrím Pétursson. Bók þessi er ekki heildarútgáfa sálma og kvæða séra Hallgríms Péturssonar og því síð- ur ritverka hans. Til eru eftir hann smárit, er gefa ágæta hugmynd um hvílíkan kennimann Hvalfirðingar hafa átt meðan hans naut við þar á Ströndinni. Prédikun hans hefur verið þróttmikil og hispurslaus, ástúðleg og barns- lega bljúg. Hitt er annað mál, að hann bregð- ur sér þar stundum á líkingarfullan leik, að hætti sinnar aldar, er þætti nú lítils vert. En þá hefur sú prédikun alveg vafalaust glatt og hrest. Og fróðir menn telja, að þessar hug- leiðingar hans standi framar flestu öðru af því tagi á hans öld; undiraldan sé íslenzk og skáld- legt flug og svipmiklar lýsingar séu þar ekki sjaldgæfar. Heiti bókarinnar ber með sér, að þennan þátt vanti. En margt fleira er ekki tekið með. Séra Hallgrímur Pétursson var rímnaskáld, orti veraldlegar rímur, sem voru yndi og eftir- læti þjóðarinnar á hans dögum og að vísu miklu lengur. En hann orti einnig „heilagar rímur“ í anda Guðbrands biskups. í þessum biblíuljóðum svipar honum mjög til samtíðar- manna þeirra, er um slík efni ortu, enda höfðu þess háttar skáld frá fyrri tíð markað veginn. Þó lyfti dirfska hans og hetjulund og afburða skáldgáfa hans biblíuljóðum hans í hærra veldi. En hins vegar ber að gæta þess, að í þessum kveðskap var liann bundinn í báða skó. Annars vegar af orðalagi ritningarinnar, en hins vegar af því, að með þessu var hann að vinna kirkjulegt fræðslu- og uppeldisstarf. Hann minnist og á þetta sjálfur 1656 í for- mála að beztu biblíuljóðum sínum, Samúels- sálmunum, sem hann yrkir út af fyrri Samúels- bók og aftur í 3. kapitula seinni bókar. Og ekki bregst það, að alls staðar þar, sem til- þrif eru í biblíutextanum og frábærar frá- burða ritsnillingar og báðir rituðu af eld- móði lífsviðhorfa sinna og lífsskoðana. Bók- menntafræðingurinn hélt því fram í upphafi, að ágreiningur sá, sem um væri að ræða, væri fyrst og fremst ágreiningur tveggja kynslóða. Það var ekki rétt. Sú kynslóð, sem bókmennta- fræðingurinn gerðist málsvari fyrir, metur Einar H. Kvaran jafn mikils og sú kynslóð, sem mótað hafði skáldið. Vitanlega skal sá varnagli sleginn, að vel má vera, að álitlegur hópur nútímakynslóðarinnar hirði ekki um fagrar bókmenntir. En sá hópur kemur þá ekki málinu við. — Sannleikurinn er sá, að hugur Einars H. Kvaran „stóð opinn fyrir nýj- um straumum, nýjum sönnunum, nýjum ráð- gátum. Hann var þrunginn af framsóknarhug og sannleiksþrá“. Slíkur rithöfundur verður langlífur með þjóð sinni, ekki einni eða tveim kynslóðum, heldur meðan íslenzk þjóð met- ur mikla og göfuga hugsuði og viðfeldið, lát- laust og fagurt mál. Og Einar H. Kvaran er ekki sínkur í skáldverkum sínum. Hann gef- sagnir, færist séra Hallgrímur í aukana. Lýs- ing hans á einvígi Davíðs og Goliats er hnit- miðuð við hæfi þeirrar þjóðar, sem unni svo Islendingasögum hugástum og styrr þeirra, að jafnvel friðsamar kerlingar kváðu svo að orði: „Ekki er gaman að guðspjöllunum, engir eru í þeim bardagarnir.“ Samúelssálmarnir eru og að því leyti mikils- verðir, að með samning þeirra temur hann sér þau tök, sem verða að snillingstökum í Passíu- sálmunum, er skipa honum í öndvegi trúar- skálda þjóðar vorrar. Þessi nýútkomnu Hallgrímsljóð skiptast í þrjá kafla eða þætti. Fyrsti þátturinn er: Passíusálmarnir. Annar þáttur: Aðrir sálmar. Þriðji þáttur: Kvæði. Þó að ekkert annað væri í ljóðasafni þessu en Passíusálmarnir, væri það bezta bók ársins. Með Passíusálmunum þarf ekki að mæla. Hljómurinn í þeim dýra óði er: sancta sim- plicitas. Fyrir því segir séra Matthías í minn- ingarljóðum sínum um höfund Passíusálm- anna: Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síðstu stund svala ljóð þau hverri hjartans und. í öðrum þættinum eru tíu úrvals sálmar. Þar er að sjálfsögðu sálmurinn frægi, sem ásamt Passíusálmunum hefur tryggt séra Hallgrími ódauðlega skáldfrægð: Um dauð- ans óvissan tíma. Vér heyrum gný hins vold- uga og miskunnarlausa úthafs dauðans, hol- skeflurnar hvelfast inn yfir lönd lífsins og valda ógn og sárum trega, sársauka og sorg. En séra Hallgrímur var kraftaskáld. Holskefl- urnar hjaðna og verða að lygnum og skyggðum fleti eilífðarinnar, og í djúpum þess mikla hafs hafa sorgir og sársauki orðið að blíðlátri undiröldu. Eftir verður aðeins vissan um „dauðans tíma“: Memento mori. Og kraft Krists. í þriðja þætti bókarinnar eru veraldleg ljóð skáldsins. Við þau hefur þjóðin ekki tekið öðru eins ástfóstri og hin andlegu ljóð hans. Þó er þessi kveðskapur lians hreinasta afbragð. ur höfðinglega úr ríkum sjóði hjarta síns. Til þess að gleðja þjóð sína gefur hann henni alla sína „hörpudiska", öll djásn sín, eins og drengurinn í einni sögu hans gerði, þegar mikið lá við. Og Einar H. Kvaran var svo hámenntaður og göfugur maður og sannur íslendingur, að hann mat þjóð sína svo mikils, að ætíð vildi hann gefa henni þannig, þegar hann sanidi skáldverk sín, að mikið lægi við. Þess vegna gaf hann öll fegurstu djásn anda síns, þess vegna er list hans svo hug- þekk og göfug. Og þess vegna verður hann langlífur í landinu. Fyrir þvx er það hinn mesti bókmenntaviðburður, að sögur hans og ljóð skuli nú vera fáanleg í einni heild í hinni vönduðustu útgáfu. Þetta ritsafn Einars verð- ur keypt af öllum bókmenntavinum. Þessi út- gáfa mun stuðla mjög að því, að ritverk hans verði lengi framvegis mikið lesin af íslend- ingum, ekki aðeins í bókasöfnum, heldur einnig á heimilum, þegar þessi ágæta útgáfa er orðin einkaeign þeirra. Menn telja Aldaráhtt höfuðkvæði hans á þessum vettvangi. En mörg önnur eru sam- bærileg. Kvæði Hallgríms Péturssonar eru eins konar Hávamál, spakleg og hagleg. Hann skál- ar að vísu við veröldina, en hann rís úr sæti um leið og segir henni til syndanna: „Vond ertu, veröld, með vélabrögðin margföld". Og um fordildina og hennar þénara segir hann: „Hold er mold, hverju sem það klæðist.“ Hann yrkir því heimsádeilukvæði. En hann yrkir og gleðibragi. Þar nýtur sín hófsöm kát- ína hans og kímni, fögnuður hans vegna gæða lífsins, dirfska hins frjálsa bónda á góðri bú- jörð, er líka gat þegið með hispursleysi gjafir Guðs úr skauti jarðar eins og náðina og kraft- inn að ofan. í veraldlegum kveðskap séra Hallgfíms leik- ur hánorrænn svali og höfundarmörkin eru mjög skýr. Og ef hann er ekki í þessum kveð- skap skáldið af guðs náð, er hann þar vissu- lega skáldið, sem skáldguðirnir Apollo og Óð- inn og jaínvel Dionysos Lyaios og öll sú fríða fylking hefur valið sér að kjörskáldi og krafta- skáldi. Hallgrímsljóð er falleg og góð bók. Hún er íegursta jólagjöíin á árinu 1944, og engum er ofvaxið að eignast hana. En hversu lengi verða íslendingar að bíða þess að eiga þess kost að eignast ritsafn Hallgríms Péturssonar? Sú út- gáfa yrði til þess, að allir dáendur skáldsins, íslenzk þjóð, kynntust til lilítar þessum hjarta- hreina en stórbrotna manni, alvörumannin- um og trúmanninum, sem gekk með lausnara sínum alla leið til Golgata og sat þar undir krossi hans, og sló hörpu sína þannig, að kross- inn vai*ð að veldisstóli dýrðarinnar. Þann veg varð hanxt íorystumaður þjóðar sinnar á dimmri og dapri öld, þjóðmæringur og Ijóss- ins hetja, er vann konunglegan sigur fyrir þjóð sína, sem hún enn þá nýtur og mun njóta „meðan Guðs náð lætur vort láð lýði og byggðum halda.“ Jónas Hallgrímsson: LJÓÐMÆLI Bók þessi er lýðveldisútgáfa, þótt ekki sé þess getið á titilblaði né í formála. Á þessu ári gerðust íslendingar lýðveldisþjóð að nýju. Stofnun lýðveldisins fór fram á Þingvöllum eins og vera bar. í sambandi við þessi stórmerku tímamót í sögu þjóðar vorrar var Jóns Sigurðssonar minnst að maklegleikum. Hann er hin mikla stjórnmálahetja vor. En annars manns, sem jafn merkur er Jóni Sigurðssyni í frelsisbar- áttu íslendinga á 19. öld, var varla getið. Sá maður er Jónas Hallgrímsson. En samt komst þjóðin ekki fram hjá honum. Hann hafði markað svo óafmáanleg spor í frelsis- baráttunni, að þjóðin gat ekki sniðgengið hann. Stofnun eða endurreisn lýðveldisins gat að réttum lögum hvergi farið fram annars staðar en á hinum forna þingstað við Öxará. Þar varð Alþing að setja og heyja í því sam- bandi, þótt ekki væri nema stutta stund. í því var fólginn sigur frelsishetjunnar, sem gleymdist, Jónasar Hallgrímssonar. Hann var foringi þeirra manna á öldinni sem leið, sem

x

Bókablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókablaðið
https://timarit.is/publication/1900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.