Bókablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 4

Bókablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 4
4 BÓKABLAÐIÐ verða til .... við skulum allir verða guðir.“ En þetta er sama og að lýsa yfir fánýti og til- veruleysi guðanna, kveða upp yfir þeim dauðadóm. í þessu sambandi kemur í hugann gömul sögn. Hún greinir frá því, að þegar Markús Aurelius, fyrirmynd Júlians, dó, hafi hinir heiðnu guðir á Ólympstindi slegið upp stór- veizlu honum til heiðurs, hinum lieiðna heim- spekingii, en illa kristna keisara. Rómverskir keisarar sátu honum þar á báðar hendur. Tif hægri handar: Ágústus, Tiberius og Ves- pasian. Tii vinstri handar: Nerva, Trajan, Hadrian og Antoninus Pius. — Nero og Kali- gúla þóttu ekki veizluhæfir. — Júpiter, foringi guðanna, vildi fá úr því skorið, hver keisar- anna hefði verið mestur og tignastur Rómverji. Keisararnir ristu úr sætum hver af öðum og fluttu stutta ræðu sér til framdráttar. Flestir þeirra gumuðu af sigrum sínum. En þegar röðin kom að Markúsi Aurelíusi mælti hann aðeins þetta: „Ég, lítillátur heimspekingur, hef alið í brjósti ríka þrá til þess að valda engum sársauka." Sagan segir, að guðirnir hafi þá bundið sigursveig að höfði honum, því að hann væri mestur allra Rómverja, en ekki allra manna, og þess vegna ekki tækur í guðatölu. Heim- spekingurinn Markús Aurelius var óheill. Annars vegar var mildi heimspekingsins, hins vegar grimmd keisarans. En seinna stigu Ólympsguðir niður af sín- um háa tindi og lögðu völdin í hendur hans, sem var hógvær og af hjarta lítilátur. Þótt Júlian keisari hneigði helzt hug sinn til guðanna á Ólympstindi, er auðséð af þessu mikla skáldriti hins rússneska höfundar, að hann hefur ekki vænzt þess, að þeir byðu sér til veizlufagnaðar, þegar hann dó. Hann átti að vísu hina fornu visku Hellena og varð vel og karlmannlega við dauða sínum. Andlát hans minnir mjög á endadægur Þorkels Mána, er bað þess, að hann yrði borinn út í sólskinið, svo að hann gæti falið önd sína þeim guði, er sólina hefði skapað. Á banadægri gerir höfundur Júlian að sól- dýrkanda. Sólin vermir hann, þótt guðirnir bregðist. Og síðustu orð hans eru: „Gleðjist. Sól, taktu mig til þín.“ Bók þessi er mikilúðlegt og fagurt skáld- verk, er lýsir afburðavel miklum átökum í hugarlieimum manna. Höfundurinn er líka oft leiddur til sætis við hlið hinna stórfrægu samlanda sinna og snillinga: Dostojevski, Turgeniev og Tolstoi. Þá frægð sína á hann fyrst og fremst að þakka skáldsagnasafni, er hann nefnir: Kristur og Antikristur. í því safni eru þrjár skáldsögur. Er sú, sem hér um ræðir, fyrsta sagan í því safni, og þó alveg sjálfstætt skáldverk. Þýðing Björgúlfs Ólafssonar er snildarleg. Sjálfur er hann, eins og kunnugt er, góður rit- höfundur. Og svo hugfanginn hefur hann ver- ið af skáldsögu þessari, að íslenzkan leikur í höndum honum, svo að varla nokkurs staðar fellur skuggi á. ÚTGEFANDI: H.F. LEIFTUR PRENTSMIÐJAN ODDI H.F. Dæmisögur Esóps. Á 4. öld f. Kr. var uppi heimspekingur í Aþenu á Grikklandi. Hann hét Sókrates. Hann var ekki fríður sýnum og mjög blátt áfram. Hann gekk út á stræti borgarinnar og bar fram einfalda spurningu: to ti, þ. e. hvað felst í þessu. Hvað er guðrækni? Hvað er lýðveldi? I-Ivað er dyggð? Hvað er hugrekki? Hvað er ráðvendni? Hvað er réttlæti? Hvað er sann- leikur? Og hvaða starf stundar þú, og hvaða þekkingu og leikni hefur þú til brunns að bera, til þess að ieysa það af höndum? Ert þú stjórnmálamaður? Hvað hefur þú þá lært í stjórnvísi? Ert þú lögfræðingur? Hvaða rækt hefur þú þá lagt við að kynnast hvötum þeim, sem atþafnir manna eru sprottnar af? Ert þú kennari? Hvað hefur þú þá gert til þess að sigrast á vanþekkingu þinni, áður en þú tekst á hendur að ráðast á fáfræði annarra? To ti, segið mér, mínir elskanlegu samborgarar. Dæmisagnahöfundurinn, Esóp, er ekki tal- inn í hópi heimspekinga, eins og Sókrates. En gáfur þeirra virðast vera líkar, markmið þeirra áþekk og lífsviðhorf þeirra svipað. Báðir eru þeir afburða gáfaðir, báðir lýsa skoðunum sínum á alþýðlegan hátt og þekking þeirra á högum manna og íhygli er frábær. Og örlög þeirra eru harla lík. Til þess að sýna snilli Esóps er hér tiífærð ein allra styzta dæmisaga hans: Ljónsmóðirin: Einu sinni kom upp þræta meðal villidýr- anna um það, hvert þeirra væri frjósamast. Þegar ljónsmóðirin var spurð, hvað hún eign- aðist marga unga í einu, svaraði hún stuttlega: „Einn, en sá eini verður að ljóni.“ Dæmisögur Esóps eru úrvalsbók. Flún er þroskandi og göfgandi lestur handa börnum og unglingum, skemmti- og fræðilestur hverj- um hugsandi manni og óþrotleg náma snilli- yrða og spakmæla til handa ræðumönnum og rithöfundum. Einkum ættu stjórnmála- menn að lesa þær vandlega og sækja þangað göfuga fyndni og algild tilsvör, svo að þeir þyrftu síður að grípa til lélegrar fyndni og smekklausra stóryrða í orðasennum stjórn- málabaráttunnar. Alþingisháiíðin 1930. Þetta er falleg bók. Bók margra mynda, bók margra stórmenna og — bók lítillar þjóðar í hátíðahug, er sér vita brenna, en heyrir líka útsogið við svarta sanda, þar sem særótið þyl- ur dauðra manna nöfn. En hún er líka bók mikilla framtíðarvona þeirrar þjóðar, sem þekkir mátt sinn og mörk, þótt fámenn sé. Þetta er bók um þúsund ára minningu löggjafarþings á íslandi, og því bók fyrirheita um lögríki og menningarríki í þessu landi. Þessa bók hefði átt að rita meðan hrifning alþjóðar um Alþingishátíðina 1930 var sterk og litauðug. Þetta er aðalgalli bókarinnar. Vér heyrum of sjaldan hjartaslög þjóðarinnar sjálfrar. — Að öðrú leyti er bókin góðra gjalda verð. Hún er sagnfræðirit, sem höfundur á skildar þakkir fyrir. Slík rit á söguþjóðin að virða vel og lesa, til þess að festa í minríi merkisdaga úr þjóðlífinu, sem annars mundi fenna yfir. Grimms æfintýri. Sérhvað á sína forsögu. Svo er um þessa bók. Hún er afsprengur áhrifamikillar og glæsi- legrar menningarstefnu í álfu vorri: Róman- tísku stefnunnar. Rómantíska stefnan er í ætt við ólgandi vorleysingu, sem kemur eftir kaldan vetur ísa- laga og fanna. Hún er í ætt við grænar grund- ir og fossanið, álfhóla og æfintýrahallir, báru- gjálfur og fjarlæga klukknahringingu. Hún laðar hugi manna til drauma og dáða i senn. Hún kom hoppandi eins og vatnadís inn í líf mannkynsins, setti þar allt á annan endann með ærslagangi og fögrum fyrirheitum. Og hún steypti sér aftur í hinar bláu bylgjur, en skildi eftir minninguna um sig. En jafnvel vatnadísir hverfa ekki með öllu, hafi þær dvalist í mannheimum og lagt þokka á þá. Á undan rómantíkinni var ráðandi hér í álfu önnur hugarstefna. Ef litið er á eðli henn- ar og eigindi er rétt að nefna hana skynsemis- stefnuna, en fræðslustefnuna, ef þess er gætt, hvernig hún starfaði. Stefna þessi var afkasta- mikil. Allt það, sem iðni og dugnaður fá áorkað hafði hún leyst af höndum. En fylgj- endur hennar trúðu fast á það, að iðni og dugnaður gæti allt. Sú stefna var því ekki líkleg til þess að skapa æfintýri. — Frakkar og Þjóðverjar eru forvígismenn andófsins gegn þessari stefnu. Þessir forvígis- menn voru sterktrúaðir á snilligáfu mannsins. Þó eru það Þjóðverjar, sem verða forvígis- menn og brautryðjendur rómantísku stefn- unnar. Og frá þeim berst hún til Danmerkur og Skandinavíu. Til íslands berst hún frá Danmörku. í Kaupmannahöfn stundaði Bjarni Thorarensen nám, þegar Steffens, post- uli rómantísku stefnunnar á Norðurlöndum, flytur þar fagnaðarerindi sitt. Þá gekk Bjarni á hönd fagnaðarerindi Steffens og sjálfri skáld- gyðjunni. Flér er ekki rúm til þess að ræða þetta mál, né rekja hin mikilvægu og margþættu áhrif rómantísku stefnunnar. En í sambandi við það, að Grimms æfintýr- anna er getið, skal á það drepið, að þýzku skáldin rómantísku grafa fram úr gleymsku og hirðuleysi: þjóðvísurnar; gömlu æfintýrin og hughrif og kjarna þjóðsagnanna. Og jafn- framt þessu verður sú hlið tilfinningalífsins, sem veit að hinu hulda og dulda, hinu yfir- heimslega, þróttmeiri, auðugri og dýpri. Rómantíska stefnan er leit og þrá manns- hjartans, þessarar einkennilegu veraldar, sem líkja má við úthaf með undursamlegum neð- ansjávargróðri og hræðilegum íbúum; eða við reginfjöll með fönnum og frosti, þar sem búa forynjur og tröll. En þó að allt það fólk væri fólk rómantísku stefnunnar, var fjarri því, að það væri heppilegir borgarar í lög- bundnu þjóðfélagi. „Öxin og jörðin geymir þá bezt“ var eitt sinn talið þjóðráð. Róman- tíska stefnan fór öðruvísi að. Hún vísaði þessu fólki til landa og óðals í skáldskapnum, þjóð- sögunum og æfintýrunum. Grimms æfintýrin er eitt þessara landa. Áhættulaust er að skyggnast þar um; og þeir, sem skreppa þangað, þótt ekki sé nema skyndi- för, koma þaðan þroskaðri og vitrari.

x

Bókablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókablaðið
https://timarit.is/publication/1900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.