Norðanfari - 14.02.1942, Qupperneq 4
4
NORÐANFARI
Lítilþægir menn
Akureytarspí tali.
(Framhald af 1. síðu).
margir mæla, að hégómamál eitt
væri það hjá byggingu spítala. Að
endurnýjun flotans einni undan-
skildri, mundi eg telja spítala og
bryggj ubyggingu mest aðkallancii
stórmál bæjarins, enda kostnaðar-
söm. íþróttaiðkun er hér komin út
í mestu öfgar, eins og oft vill
verða; menn hafa alveg gleymt
kjörorði Grikkja í þessum eínum,
en þeir þóttu þar engin smámenni.
Þeir sögðu: „Ekkert um of“.
(Meden agav). Hér er því haldið
fram í alvöru, að með íþróttahús-
inu (íslendingur) hverfi spítala-
þörfin. Þetta er hin mesta fjar-
stæða. Því er þvert á móti haldið
fram, að íþróttir, sízt innanhúss,
bæti heilsuna ekkert, nema síður
sé. Hinn heimsfrægi læknir Alexis
Carrel segir til d. í riti sínu: „Man
the unknown“ (1936), og er ekki
alveg einn um þessa skoðun:
„íþróttir lengja eigi h'f mannsins
um einn dag, að því er séð verður
(þessu má eigi rugla saman við
lenging meðalaldursins, sem er
allt annars eðlis). Vér erum eigi
langlífari en forfeður vorir. Menn
þola nú strit og áhyggjur miklu
verr en áður. Almennir verkamenn,
vanir harðræði og vosbúð eins og
feður vorir voru, eru miklu harð-
fengari og þolnari en íþróttakapp-
ar vorir (amerískir), sem þykja þó
góðir“. Forfeður vorir skriðu eigi
inn í upphituð hús til þess að iðka
íþróttir, en urðu margir sæmilega
vel að manni samt. Nei, — íþrótta-
hús er „luxus“, sem vél stætt bæj-
árfélag vel má veita sér. Hitt er
annað mál, að kyrrsetufólki, svo
sem skóla- og skrifstofufólki o. s.
frv., er það tilbreyting, hvíld og
skemmtun, að lyfta sér upp og
liðka eftir daginn. Og þegar það nú
þolir illa útiloftið, þá verður auð-
vitað að byggja íþróttahús. En
fulllangt þykir mér gengið að taka
það fram yfir spítala. Spítalabygg-
ing er aðkallandi nauðsynjamál.
Skal eg í örstuttu máli færa sönn-
ur fyrir þessu,
Oss nægir það eitt að líta til
frændþjóða vorra til' þess að sjá,
hvers virði þær telja góða spítala.
Hver bær á góðan spítala, stöðugt
rísa upp nýir, með svo góðum út-
búnaði, sem hægt er. Þetta væri
eigi svo, ef þessar þjóðir hefðu eigi
fyrir löngu séð það, að það er einn
stærsti liður í afkomu þjóða, að
heilbrigði fólksins sé í góðu lagi.
En þetta verður á tvennan hátt: 1.
Með fyrirbygging sjúkdóma. 2.
Með lækningu. Hvernig hefði far-
ið 1871, þegar bólusóttin kom til
Reykjavíkur, ef Laugarnesstofan
hefði eigi af tilviljun staðið tóm og
Hjaltalín landlæknir í snarræði
tekið hana og einangrað sjúkling-
ana? Hvernig hefði farið á Akur-
eeyri 1918, eins og hér var í pott-
inn búið, ef eigi heíði tekizt að
verja bæinn alveg?
Bæjarstjórnir Akureyrar og
Reykjavíkur hafa fram að þessu
verið óvenju glámskyggnar á öll
heilbrigðismál og gildi þeirra. (Eg
gleymi seint þeirri ofanígjöf er eg
fékk 1910, einmitt frá stjórnendum
bæjarins, er eg hóf máls á því, að
hreinlæti utanhúss yrði bætt. Svo
er nú þó komið, að Akureyri er
með hreinlátustu bæjum lands-
ins). Aðbúðin að spítalanum hefir
ávallt verið slæm*, frá því er eg
kom hingað, byggð á algjörðu
skilningsleysi og smáskítlegri
hreppapólitík, og nú er svo komið,
að eigi verður með vissu sagt. hver
spítalann á. Eftir því sem eg hefi
komizt næst, eftir langa leit, er
þetta svo: Spítalinn er sjálfstættt
fyrirtæki í bænum, sem nýtur
stuðnings bæjar, ef í nauðir rekur,
en á að bera sig styrklaust. Hann
er m. ö. o. verzlun, en eigi líknar-
stofnun af bæjarins hálfu. Legu-
kostnaður hér er því dýr (ca. 10—
12 kr.). Til samanburðar má geta
þess, að legukostnaður í bæjarspí-
tölum í Kaupmannahöfn var, —
ári fyrir stríð — 2,50—3,00 kr. á
bæjarmann, en bæinn sjálfan kost-
aði hvert rúm 10,00 kr.; m. ö. o.
bærinn tekur á sig ca. % af legu-
kostnaði. Spítalinn- var styrktur
með ca. 20,000 kr. á þessu ári til
byggingar, en íþróttahúsið ca.
100,000 kr. Svo hátt er menning-
unni komið á Akureyri 1942, að
spítali fær 20 þús. kr.; íþróttahús
100 þús.; og heilbrigt, atvinnulaust
fólk (viljandi og óviljandi), sem
þyrpist í bæinn fyrir afglöp óvit-
urra löggjafa, til eyðingar sveitun-
um, en að lokum íslenzkum kyn-
stofni til hruns, er stutt með ca.
500,000 kr. s.l. ár.
Svo má eigi til ganga; spítalann
verður að byggja svo fljótt og vel
sem auðið er, fyrr verður hvorki
fyrirbygging á útbreiðslu sótta, né
lyf og handlækningar í því lagi,
sem heimta verður. Dánartala hér
á landi er með þeim lægstu í heimi,
en hún gæti orðið mun lægri, ef
svo væri að læknum búið sem
skyldi. Af hverju er spítali aðkall-
andi nauðsyn? Því skal nú svarað.
1. Spítalinn gamli svo úr sér
genginn, að eigi verður lengur við
unað, og allt of lítill.
2. Nokkur fólksfjölgun í bæ og
umhverfi.
3. Á þessari framfara- og fram-
færsluöld er svo komið, að það er
miklum erfiðleikum bundið fyrir
lækna, að stunda verulega veikt
fólk í heimahúsum, oft alls ókleift
vegna þess, að hjúkrunarfólk eða
* Þess verður að geta, að bærinn hefir
eigi ávallt haft úr miklu að moða.
Þeir Indriði og Ólafur gengu,
ásamt K. E. A.-mönnum, mjög á
eftir Erlingi Friðjónssyni að kjósa
með sér í nefndir o. fl. í bæjar-
stjórninni. Erlingur varð við því,
en seldi sig dýrt, eins og nefndar-
kosningarnar sýna.
Þó urðu sambandsmenn að lofa
Erlingi meiru en sézt á nefndar-
kosningunum. K.E.A.-menn, ásamt
Ólafi og Indriða, hétu honum, að
þeir Sjálfstæðis- og Framsókn-
menn, sem sæti eiga í vinnumiðl-
unarnefnd, skyldu ráða Halldór
Friðjónsson áfram, sem forstöðu-
mann Vinnumiðlunarskrifstofunn-
ar.
Það undrar engan, þótt lítill
Sj álfstæðiskeimur sé af störfum
konur yfirleitt eru ófáanlegar til
þess starfa, og raunar allra hús-
verka. Rauði Krossinn alls ónógur.
4. Sjúkrasamlagið mun auka
mjög aðsókn að spítalanum, miklu
meir en fram komið er enn. Því
veldur fyrirkomulagið. Samlagið
hér er með sama fyrirkomulagi og
Kaupmannahöín og aðrir stærstu
bæir í Danmörku, þar sem Sóciál-
istar ráða. Reynslan þar er þessi:
Sjúkrahúsútgjöld í Kaupmanna-
höfn eru 3 kr. 90 aur. árl. á hvern
meðlim, en í minni bæjum, þar
sem venj ulegt borgaraf yrirkomulag
er, ekki nema 30 aurar. Allt stafar
þetta af mannlegum frumeiginleik-
um, og skal eigi frekar rætt hér.
(Má vel vera, að eg ræði þessi mál
í fyrirlestri seinna í vetur, ef heilsa
leyfir). Þetta eitt, sem nú var sagt,
sýnir, að bygging er óumflýjanleg.
5. Akureyrarspítali á að verða
miðstöð (Centrum) fyrir spítala á
Norðurlandi. Eins og nú er komið
samgöngum á landi, sjó og í lo-ti,
þá liggur enginn staður betur við
en Akureyri. Það er alröng stefna
að byggja nema 2—3ja rúma skýli
á læknasetrum og í smáþorpum.
Það er of kostnaðarsamt. Þar verð-
ur sjaldnast hægt að gera full-
komnar rannsóknir, og læknar í
smáhéruðum fá eigi nægilega
tækni (nema þeir sem læknar eru
af guðs náð, en það eru fæstir).
ísland er nú eigi fólksmeira en það,
að tæplega má búast við, að lækn-
ar nái fullkominni tækni nema í
3—4 stærstu bæjunum. Þess vegna
er það bráðnauðsynlegt, að spítalar
þar séu búnir sem beztum rann-
sóknar- og lækningartækjum til
þess að árangur verði sem beztur.
Minni spítalar og læknar í sveitum
og bæjum eiga að senda þá sjúkl-
inga, sem þess þurfa, til rannsókn-
þeirra Indriða og Ólafs, og þótt
þeir liggi hundflatir fyrir höfuð-
andstæðingum Sjálfstæðisflokks-
ins.
Hitt undrar margan, að menn-
irnir skuli treysta sér til að selja
sál og sannfæringu þeirra manna,
sem sæti eiga í vinnumiðlunar-
nefnd, því að vel gæti þeim virst
rétt, að gera einhverjar breytingar
á um forstöðu vinnumiðlunar-
innar.
Hvílík lítilsvirðing fyrir skoðun-
um og sannfæringu manna!
Hins vegar tekur enginn til þess,
þótt K. E. A.-menn meðhöndli
þannig sína undirgefnu. Hand-
járnin og kúgunin eru þekkt.
ar og Isékninga á þessa miðstöð.
Þetta eykur aðsókn að spítalanum
enn. En það hefir annað í för með
sér; sérlæknar spítalans verða að
vera 2. Hér er dugandi skurðlækn-
ir, en svo vantar dugandi lyflækni
(sérfræðing). Þessi tilhögun er
sjálfsögð, en eg hygg, að þá yrði
aðstoðarlæknisstöðunni sleppt, en
yfirlæknarnir ynnu saman og
fengju aðstoðarmenn frá háskólan-
um. Svo er mál með vexti, sökum
fjölda, að vandkvæði munu nokk-
ur á að afla nemendum nægrar,
verklegrar æfingar. Þarna fengist
ódýr hjálp, en fullnægjandi, en há-
skólanum stór greiði gjörður, því
góð spítalaþjónusta á eigi lítinn
þátt í að gjöra menn að dugandi
læknum, en þess nýtur þá aftur
þjóðin.
Spítalinn má eigi vera of lítill;
vér megum eigi gleyma Laxár-
virkjuninni og kirkjunni, sem er
of lítil. Eg hefði hugsað að ca. 130
rúm (þar í talin farsóttardeild)
mundu nægja, en þori ekki neitt
um þetta að fullyrða.
Af því, sem á undan er sagt, má
hverjum manni það vera Ijóst, að
spítalabygging er aðkallandi stór-
mál, og ætti hver góður borgari að
vinna að framgangi þess, en annað
hvort verður bœrinn einn að eiga
spítalann eða bær og land í sam-
einingu. Það aflar málinu eigi fylg-
is, að spítalinn sé annað hvort rek-
inn sem sjálfstætt verzlunarfyrir-
tæki eða deild úr K. E. A., krói,
sem þó enginn vill eiginlega kann-
ast við.
V. St.
Ábyrgðarmaður:
JÓN SVEINSSON.
Prentverk Odds Bjömssonor,