Vestfirðingur - 27.06.1952, Qupperneq 2
2
VESTFIRÐINGUR
glæsileik sínum, mannkostum,
langri þjálfun í stjórnmálum og
margvíslegri vandasamri þjónustu
fyrir landið út á við unnið trúnað
þúsunda manna, sem töldu hann
manna bezt til þess fallinn að
skipa mesta virðingarsæti þjóðar-
innar. Enda stendur nú að fram-
boði hans fylking frjálsra kjós-
enda, sem neita öllum flokkslegum
afskiptum af vali þeirra.
En flokksræðið lætur ekki að
sér hæða. Foringjar stjórnarflokk-
anna tveggja fá með vafasömum
meirihluta innan flokksstjórnanna
samþykktan frambjóðanda, sem
aldrei hefur nálægt stjómmálum
eða þingræðislegum vandamálum
komið, svo að öllum kom fundvísi
foringjanna á óvart.
Flokksforingjamir skipa svo
fyrir, að um þennan frambjóðanda
þeirra verði að vera þjóðareining
og túlka með öllum framferði sínu
og orðræðum að þeirra vilji eigi að
vera þjóðarvilji. — Ojá, hann virð-
ist ekki eiga að vera rismikill
þjóðarviljinn. — Ég er ríkið —
sagði einvaldskonungurinn forð-
um, en sú fullyrðing var gerð að
litlu innan skamms tíma.
Áróður stjórnarherranna fyrir
framboði þeirra er skefjalítill og
hefur hér aldrei verið betur opin-
beraður óhugnaður flokksræðis-
ins. Ráðherrar stjórnarflokkanna
og gæðingar þeirra fara gandreið-
um hémð landsins og betla
um fylgi flokksmanna sinna við
gerðar samþykktir. í blöðum
þeirra hefur áróðurinn ýmist verið
broslega barnalegur eða ósvífinn.
Margs konar raka- og hugtakaföls-
unum hefur verið beitt. Maður,
sem aldrei hefur nálægt stjórn-
málum komið, er sagður þekkja
bezt völundarhús stjómmálanna.
Þegar kjósendur skipast af frjáls-
um vilja um framboð til forseta-
kjörs, er það kallað einræðisbrölt.
— Vegleg röksemdafærsla!! Þá er
það vitaskuld gert að þyngstu sök,
ef einhver gengur gegn flokksfor-
ystunni og kýs annan frambjóð-
anda en þann, sem foringjarnir
hafa ákveðið.
Svo er fyrir að þakka, að enn
er ekki svo illa farið, að íslending-
ar hlýði í blindni kalli flokksfor-
ingjanna. Mikill fjöldi kjósenda í
stjórnarflokkunum virðast ætla að
hafa að engu fyrirskipanir flokks-
forystunnar heldur ganga frjálsir
til kosninga og kjósa þann mann
til forseta, er þeir treysta bezt til
þess að skipa æðsta virðingarsæti
þjóðarinnar. — Og heiður sé þeim,
er svo gera.
Forsetakosningin mun sýna,
hvort má sín meira þjóðarvilji eða
foringjavald flokkanna. Og ég ef-
ast ekki um, að ennþá eiga íslend-
ingar þann manndóm, að þeir of-
urselja ekki þjóðarviljann fámenn-
um flokksráðum.
Þórleifur Bjarnason.
Forsetakjör.
Forsetakjör íslendinga er fram-
undan.
Undirbúningur þess hefir ekki
reynzt óaðfinnanlegur, sízt af rík-
isstjómarinnar hálfu. Dagblöð og
stjómmálarit hafa komizt í þann
ham, sem fylgir svæsnasta þing-
mannakjöri.
Á þessu tvennu er þó, eða ætti
að vera, reginmismunur.
Við þingmannakjör fær þjóðin í
hendur fulltrúum sínum umboð á
Alþingi til að setja sér lög og lífs-
reglur, en við forsetakjör velur
hún sér sjálf þjóðhöfðingja, til
þess að fara með forsetavald. Af
þessu leiðir, að hvorki ríkisstjórn,
þinglokkar né þingmenn, hafa,
hver í sínu lagi, neitt íhlutunar-
vald, fram yfir einstaklinginn, um
forsetaval. Húsbóndavaldið er hjá
þjóðinni, kjósendunum, óháð vald-
boði og fyrirmælum hinna.
Þingmannaval fer fyrst og
fremst eftir stefnum í þjóðfélags-
málum; forsetavalið eftir verð-
leikum og virðuleika forsetaefnis-
ins. — Forsetakjör það, sem nú
fer í hönd, er val milli þriggja
manna.
Að öllum ólöstuðum, beinist ó-
hlutdræg dómgreind mest að Ás-
geiri Ásgeirssyni. Hann hefir alla
þá eiginleika til að bera, er þjóð
höfðingja mega prýða: ytri glæsi-
mennsku, háttvísi og höfðings-
brag. Auk þess er hann víðfeðma
gáfumaður og göfugmenni. Hann
hefir vaxið við vanda hvem. Á Al-
þingishátíðinni 1930 var hann
kjörinn forseti sameinaðs Alþing-
is, þá aðeins 36 ára að aldri, og
leysti það virðulega vandaverk svo
vel af hendi, að alþjóð og erlend-
um höfðingjum er minnisstætt æ
síðan. Vart hafa meiriháttar
nefndir í sendiferðir til útlanda,
stjórnarfars- eða fjármálalegs eðl-
is verið kosnar svo, að Ásgeir Ás-
geirsson hafi ekki verið til kvadd-
ur, auk fjölmargra embættis- og
trúnaðarstarfa inn á við. Hann er
því þrautreyndur og margþjálfað-
ur stjómmálamaður, sem treyst-
andi er til að leysa úr og ger-
þekkja flækjur stjómmálanna.
Eigi verður svo skilizt við þetta
mál, að eigi sé minnzt á manninn,
Ásgeir Ásgeirsson. Meðfæddir og
áunnir eiginleikar hans eru svo
margþættir, að virðing fyrir hon-
um og almennar vinsældir hans
verða ekki skýrðar, nema út frá
þeim. Nokkrir hafa verið dregnir
fram í dagsbirtuna í blaðinu „For-
setakjör“, en ég vil nefna tvo til
viðbótar: geðsmunajafnvægi og
virðing hans fyrir manngildinu.
Við, í kjördæmi hans, þar sem
hann aldrei hefir tapað kosningu
í 29 ár, þekkjum mæta vel bar-
dagaaðferðir hans. í orustugnýn-
um, þegar allir venjulegir menn
hafa tapað geðsmunajafnvægi og
em komnir í uppnám, kveður hann
aðeins skýrara að orði, en rök-
hyggjan helzt óbreytt og fyllri.
Þetta er ómetanlegur kostur
stjómmálamanns. Minnir hann þar
á Jón Sigurðsson.
Aldrei er eitur í örvum hans, til
andstæðinganna. Við náin kynni
get ég um það borið, að við hann
á það, sem í Njálu stendur:
„Aldrei ámælti hann óvinum sín-
um, ok aldri heitaðist hann við
þá“.
Á okkar orðháksöld eiga slíkir
drengskaparmenn að komast í
öndvegi þjóða, verða frægir af
verðleikum sín sjálfs, svo fágætir
sem þeir em á öllum tímum. Kjör
þeirra til forsetastóls lýsir þroska
þjóðarinnar.
ólafur ölafsson.
■■■■■o ■ —
Frelsi — flokksræði.
Það væri ætlandi, svo mikið sem
nú er talað og ritað í landi hér —
sem og um víða veröld — um
frelsi bæði þjóða og einstaklinga,
að mönnum væri ekki einasta
frjálst heldur og skylt að hafa og
halda fram sínum eigin skoðunum.
Þó mun nú mörgum finnast að á-
hrif og afskipti stjómmálaflokk-
anna, flokksstjóma eða flokks-
ráða, séu nú í seinni tíð, tekin að
ganga fullnærri skoðanafrelsi ein-
staklinganna. Á þetta þó sérstak-
lega við, þegar um kosningar til
Alþingis og bæjarstjóma er að
ræða, en einnig í ýmsum vafasöm-
um og ómerkum deiluatriðum.
Einar em þó þær kosningar, sem
allur þorri manna mun hafa álitið
að undanskildar væm að mestu
öllum flokksafskiptum og „póli-
tískum“ deilum, þ.e. þjóðarkjör
forsetans.
— En hvað er að ske í þessum
efnum. —
Það hefði að vísu ekki verið ó-
eðlilegt, að þeir sem hyggðust
standa að framboði forsetaefnis,
hvort sem verið hefðu einstakir
menn, „óháðir kjósendur“, eða
jafnvel einhver flokksráðin, hefðu
leitað eftir skoðunum sem flestra
manna, áður en framboðin vom á-
kveðin. Slíkt hefði getað orðið
einkar gagnleg „prófkosning",
sem vert hefði verið að byggja
framboð á. En þegar flokksstjóm-
ir eða fulltrúaráð í Reykjavík á-
kvarða, jafnvel með óveralegum
meirihlutum, — að því er sagt er
— að ákveðinn maður skuli
vera í framboði, að vísu þjóðkunn-
ur af sínu æfistarfi, en sem
vart hefir að stjómmálum komið,
þá mun ekki öllum lítast á einn
veg. Og síðan gera þessir flokka-
forráðendur svo gagngerðar á-
skoranir til sinna flokksmanna, að
margir taka þær sem óbeinar
skipanir. Að ég nú ekki tali um,
að málgögn beggja flokkanna eru
fyllt látlausum óhróðri um þann
frambjóðandann ,sem fjöldi manna
úr öllum stjómmálaflokkum hefir
hópað sig um. Mörgum veit ég að
muni því vera líkt farið og mér, í
þessum efnum, að verða hugsað
eitthvað líkt og felst í orðum Jóns
Loftssonar í Odda forðum daga:
„Heyra má ek erkibiskups boð-
skap, en ráðinn er ek í at halda
hann at engu“.
Það sé fjarri mér að lasta nokk-
um þessara heiðursmanna sem í
framboðum eru, en að maður sem
veljast á í forsetaembættið sé sem
gerkunnastur þjóðmálum og öll-
um högum lands og þjóðar, veit ég
að flestir munu telja óhjákvæmi-
legt.
Það vill nú svo til að ég hefi
þekkt Ásgeir Ásgeirsson all náið
allt frá því á námsárum hans, er
ég naut þess að vera heimagangur
á ágætu heimili foreldra hans.
Hefi ég haft mikil kynni af honum
og margvíslegum störfum hans
jafnan síðan.
Blandast mér ekki hugur um að
vegna mannkosta sinna og þekk-
ingar sé Ásgeir manna bezt til
þessarar virðulegu stöðu valinn.
Guðmundur Jónsson frá Mosdal.
-------------o--------
HVERSVEGNA ER
HOLLARA, AÐ FORSET-
INN SÉ ÞJÓÐKJÖRINN
EN ÞINGKJÖRINN?
Undir það hníga mörg og veiga-
mikil rök.
Rúmsins vegna verða fæst þeirra
talin hér.
Væri forsetinn þingkjörinn,
hlyti kjörið að byggjast á fylgi
einstakra flokka, ef ekki næðist
allsherjar samkomulag, en það er
ekki sennilegt að slíkt samkomu-
lag næðist. Gæti auðveldlega svo
farið, að hann væri kosinn af ör-
litlum meiri hluta eða jafnvel
minni hluta þingsins, ef hver
flokkur byði fram sitt forsetaefni.
Þetta myndi gera forsetann háð-
ari einstökum flokkum eða jafnvel
einstökum mönnum, en hollt væri.
Sé forsetinn kosinn af þjóðinni
allri, af mönnum úr öllum flokk-
um og mönnum, sem standa utan
við alla flokka, er allt öðm máli
að gegna. Þá er hann engum háð-
ur nema meirihluta þjóðarinnar.
Verði Ásgeir Ásgeirsson kosinn
að þessu sinni, verður það vegna
þess, að hann á slíkt fylgi á bak
við sig.
Verði. séra Bjarni kosinn, bygg-
ist það fyrst og fremst á hand-
járnun og blindri flokkshlýðni.
Upphefð sína á hann þá um fram
allt að þakka Hermanni Jónassyni.
Hann yrði ekki öfundsverður af
aðstöðu sinni, þegar leiðir þeirra
skilja aftur, Hermanns og Ólafs
Thors.