Sólargeislinn - 01.01.1942, Síða 2
2
Sólargeislinn
LESKAFLAR SUNNUDAGASKÖLANS 1.
Innreið Jesö í Jerusalem.
Minningarorð: Blessaðor sé sá sem kemur i nafni
Drottins.
Bæði fyrr og síðar hafa konungar og sigurveg-
arar haldið innreið sína í hina sögufrægu Jerúsal-
emsborg. En enginn þeirra nefir komið á sama hátt
og Jesús. Ríki hans var ekki af þessum heimi, þess
vegna kom hann ekki með fyiktu herliði, eins og
aðrir sigurvegarar, sem stríða með jarðneskum vopn-
um og skilja eftir á leið sinni eymd og dauða, sár
og kveinstafi, ekkjur og föðurlaus börn. Á þeirra
kosínað vinna herforingjar heimsins sigra sína. Jes-
ús sigraði í krafti kærleika. Hans ríki var æðra öll-
um heimsins ríkjum. 1 fylgd með honum var fjöldi
manna, kvenna og barna, sem hann hafði læknað
og frelsað frá valdi illra anda. Allt þetta fólk söng
nú fagnaðarsöngva, sem minntu á jólasöng englanna
á Betlehemsvöllum, er Jesús kom í heiminn: »Bless-
aður sé ltonungurinn, sem kemur í nafni Drottins!
Dýrð sé Guði! Friður á jörðu og dýrð í upphæðum!«
Og svo stráði mannfjöldinn blómum og trjágrein-
um á veginn fyrir Jesúm, sumir breiddu jafnvel
klæði sín á götuna, þar sem hann kom. En það voru
ekki allir, sem fögnuðu Jesú, eða viðurkenndu kon-
ungstign hans. Margir öfunduðu hann og leituðust
ívið að ráða hann af dögum. Jesús þekkti líka hugs-
anir þeirra, og er hann nálgaðist borgina, grét hann
vegna þessara vondu manna, sem hann vissi, að