Sólargeislinn - 01.01.1942, Síða 3
Sólargeislinn
3
myndu, með hörku sinni og vantrú, leiða dóm Guðs
yfir þjóð sína. Lesið Lúkas 19, 29—44.
»Kóng minn, Jesús, ég kalla þig,
kalla þú þræl þinn aftur mig.
Herratign enga að heimsins sið,
held ég, þar mega jafnast við«.
Kr. Sæm.
Gréta.
Hún er svo inndæl hún Gréta litla, þar sem hún
situr í sunnudagaskóíanum, sunnudag eftir sunnu-
dag. Enginn tekur betur eftir en hún.
Pegar ég er að segja frá Jesú, er hún ekkert nema
eftirtekt. Stóru skæru augun hennar, og allt and-
litið, endurspeglar einlægan áhuga. Það er því lík-
ast, sem hún megi ekki missa eitt einasta orð. Hún
svarar einnig spurningum betur en nokkur annar,
enda þótt að hún sé svona lítil.
Dag einn var eldri systir hennar ekki með henni.
Þær fylgjast annars alltaf að, því að það er löng
leið að fara til sunnudagaskólans. Eldri systir hafði
svo mikinn hlustarverk, að hún gat ekkí sofið nótt-
ina áður, svo að hún varð að vera kyrr heima^ Gréta
litla var áhyggjufull.
»Hvað eigum við að gera fyrir Maju okkar, sent
er veik?« spurði ég.
»Við skulum biðja«, svaraði hún.
Gréta veit að bænin hjálpar. Alltaf hefir hún eitt-
hvert bænaefni að leggja fram, eitthvað, sem hún
þráir að Jesús hjálpi sér með. Ef til vill, er ekki
æfinlega hætta á ferðum, en hún þráir svo heitt, að