Sólargeislinn - 01.12.1942, Qupperneq 2
46
Sólargeislina
LESKAFLAR SUNNUDAGASKÖLANS 12.
Texti: »Minnst þu Jesií Krists«.
2. Tím. 2, 8. Post. 1, 9—11.
Mirvmngarorð: »Minnst þú Jesú Krists, 2.
Tím. 2, 8.
Textinn í þessu blaði er stuttur, aðeins eitt vers,
en þó svo lærdómsríkur. Pað talar svo alverlega til
okkar þetta orð: Minnst þú Jesú Krists. Við eigum
öll mínningar ge/mdar í hjörtum okkar, minning*
ar um það, sem hefir mætt okkur í llfiun. Þær g'eta
verið bjartar og hlýjar, en þær geta líka verið dimm-
ar og sárar. En það, sem er þýðingarmest, er að við
minnumst Jesú Krists. Pað er ekki aðeins að hug'sa
endrum og eins um hann, heldur að minnast þess
af hjarta, sem hann hefir gert fyrir okkur. Hann
kom til þess að frelsa okkur, en til þess þurfti hann
að líða og deyja kvalafullan dauða á krossi. En
eftir það reis hann upp og fór til himins. Nú. vill
hann búa í hjörtum okkar, en til þess, að hann gæti
það, þurfum við að biðja hann að hreinsa þau af
öllu því, sem ljótt er, því að Jesús getur ekki buið
nema í hreínu hjarta. Biðjum hann nú í einlægni
að hreinsa hjörtu okkar, og taka sér bústað þar, svo
að við getum ávallt tilheyrt honum í lífi og dauða.
Tá, gerum það, því að liann þráir að mega frelsa
litlu börnin, og vera Guð þeirra.
Konráð.