Sólargeislinn - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Sólargeislinn - 01.12.1942, Blaðsíða 3
Sólargeislinn 47 Bragi litli. Brag'i var duglegur drengur. En hann átti það ti! að vera stundum nokkuð óhlýðinn við mömmu sína. Meðal annars kom það fram í því, hve hann sótt- ist eftir að vera niðri við ána, sem rann í gegnum kauptúnið. En mamma hans hafði stranglega bann- að honum að vera þar, því það gæti orðið að slysi. Lítill drengur, sem einu sinni var að leika sér við ána, hafði drukknað í henni. En Bragi litli skeytti í engu áminningu mömmu sinnar. Einu sinni þeg- ar hann svo var niðri við ána að leika sér, sá hann lítinn bát, sem bundinn var með ]angri taug við stóran stein í flæðarmálinu. Báturinn var á floti og hug'saði Bragi litli nú með sér, að þarna gæti hann skcmmt sér ágætlega, með því að draga til sín bátinn, fara upp í hann og láta strauni- inn svo bera hann aftur frá landi. Báturinn var vel bundinn við stóra steininn, svo þetta hlaut að vera óhætt. Auk þess sá enginn maður til hans. Hann dró þvínæst bátinn til sín og ætlaði að hoppa upp í hann. En þá skeði nokkuð óvænt. Hann rasaði til, og í stað þess að lenda uppi í bátnum, lenti hann ut- an í honum, en náði þó taki á borðstokknum uin leið. 1 sömu svifum bar straumurinn bátinn út á byldýpið. En Bragi litli neytti allrar orku sinnar til að halda sér föstum við bátinn. 1 þessu ástandi var nú Bragi litli, þegar mann nokkurn bar þarna að, sem gat bjargað honum til lands, og fært hann iennandi blautan heim til mömmu sinnar. Svona fór fyrir Braga litla, af því að hann óhlýðnaðisí

x

Sólargeislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólargeislinn
https://timarit.is/publication/1908

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.