Tíminn - 01.04.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1977, Blaðsíða 4
er blað allrar fjölskyldunnar e Með stækkun Tímans hefur föstum efnisþáttum blaðsins verið fjölgað verulega. • Lesendahóparnir eru margir og áhugamálin mörg og ólík. • Ritstjórnin leggur sig fram um að gera blaðið þannig úr garði, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem gamlir. • Þetta rit er ekki sízt gefið út til að kynna þá nýju höfunda, sem bætzt hafa við þá sveit kvenna og karla, sem að staðaldri flytja lesendum Tímans lesefni. • Þetta blað er sent í hvert hús, svo þeir, sem ekki eru fastir lesendur blaðsins eigi þess kost að kynna sér nokkuð, hve fjölbreytt og mikið lesefni Tíminn flytur nú daglega fyrir aðeins 165 krónur á mánuði — ef menn gerast fastir áskrifendur. í lausasölu kostar blaðið 10 krónur. • Hér á eftir fer kynning á föstum höfundum blaðsins. Ef menn lesa það mál allt og kynna sér um hvað hver og einn skrifar í blaðið, sjá menn bezt hve fjölbreytt efni blaðsins er. En auk þeirra, sem hér eru kynntir, leggja fjöldamargir aðrir hönd á plóginn í efnisaðdráttum blaðsins og skal þar fyrst nefna fréttaritara blaðsins um land allt, sem skipta mörgum tugum, en að auki skrifa fjölmargir mætir menn hvaðanæfa að af landinu greinar í blaðið. • Þetta blað er gefið út í þeirri von, að þessi kynning á Tímanum og höfundum hans, muni sann- færa þig, lesandi góður, um það, að það er fengur fyrir þig og þína fjölskyldu að gerast fastur áskrifandi að Tímanum, því að auk þess efnis, sem hér er kynnt, og margt af því á áreiðan- lega erindi til þín, ef þú vilt fylgjast með tímanum, er rétt að hafa þá staðreynd í huga, að Tím- Inn flytur beztu innlendu fréttirnar. 4 T IM I N N - Þau, sem skrifa Tímann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.