Tíminn - 01.04.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.04.1977, Blaðsíða 21
Umferðartrygging Tímans er algjör nýjung hér á landi. Með sérstökum samningi við Samvinnutryggingar eru fastir áskrifendur á aldrinum 16—75 ára tryggðir fyrir óhöppum í umfeðinni þeim að kostnaðarlausu. Skilmálar umferðartryggingarinnar eru þessir: 1. Áskrifendur Tímans eru tryggðir fyrir slys- um í umferðinni og á ferðalögum innan- lands samkvæmt nánari ákvæðum, sem til- greind eru hér á eftir. 2. Tryggingin er áskrifendum að kostnaðar- lausu og bundin við þann einstakling, sem áskriftin er stíluð á. 3. Gildistími tryggingarinnar er hinn sami og áskriftar. 4. Fyrir nýja áskrifendur gildir tryggingin frá kl. 12 á hádegi daginn eftir að þeir gerast áskrifendur. Tryggingunni lýkur kl. 12 á hádegi þann dag, sem áskrift rennur út. Þótt áskrift verki aftur í tímann, gerir tryggingin það ekki. 5. Tryggingarupphæð er sem hér segir: Örorkubætur allt að kr. 60 þúsund. Ðánarbætur kr. 30 þúsund. Bætur eru þó takmarkaðar við kr. 1.000. 000,44 samanlagt vegna eins og sama slyss eða tjónsatburðar. 6. Siys ber að tilkynna skriflega til skrifstofu Tímans, Bankastræti 7 eða Samvinnutrygg- T f M I N N - Þau, sem skrifa Timann inga, eins fljótt og unnt er, þó eigi síðar en innan 14 daga frá því slysið varð- 7. Bótaskyld eru þau slys, sem áskrifendur verða fyrir af völdum samgöngutækja á götum eða vegum úti, þ. m. t. slys, sem áskrifendur verða fyrir við stjórn sam- göngutækjanna (sbr. þó 9. tölulið). Trygg- ingin bætir slys hvort sem áskrifendur eru fótgangandi, á reiðhjóli, vélhjóli, mótor- hjóli, dráttarvél, í bifreið (þ. m. t. strætis- vagnar og áætlunarbifreiðir), svo og á hest- baki. Ennfremur eru bætt slys, sem vegfar- endur verða fyrir og stafa af hrapi flugvél- ar, svo og slys, sem áskrifandinn verður fyrir sem farþegi í venjulegu farþegaflugi, og farþegi með skipum eða bátum milli hafna. 8. Tryggingin gildir fyrir áskrifendur frá 16 —75 ára aldurs- 9. Tryggingin tekur ekki til slysa sem áskrif- endur verða fyrir við störf 1 samgöngu- tækjum eða í sambandi við rekstur þeirra. 10. Að öðru leyti en að framan greinir gilda hinir almennu slysaskiimáiar Sambands slysatryggjenda fyrir tryggingu þessa, að svo miklu leyti sem við getur átt. tl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.