Tíminn - 01.04.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1977, Blaðsíða 3
TÍMINN stækkar • í byrjun febrúar var ákveðið að stækka Tímann úr 16 síðum daglega í 24 síður a.m.k. þrisvar í viku, og hefur blaðið verið 120 síður á viku, undanfarnar vik- ur. • Jafnframt stækkuninni hefur efni blaðsins verið gert fjöl- breyttara, svo allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. • Áskriftargjald Tímans er 165 krónur á mánuði, en auk aðal- blaðsins fá fastir kaupendur Tímans sunnudagslesbók, sem er 24 síður um hverja helgi, Islendingaþætti Tímans, 32 síð- ur í lesbókarbroti, einu sinni til þrisvar í mánuði. • Þá er ótalið þriðja fylgiritið, sem kemur reglulega út, en það er sérprentuð útvarps- og sjón- varpsdagskrá fyrir eina viku í einu, með umsögn og gagn- rýni um sjónvarpsefni. Fylgir hún blaðinu á föstudögum. • í hverjum mánuði fá því fast- ir kaupendur blaðsins 500 síður af Tímanum, og til viðbótar sunnudagslesbókina samtals 96 síður, íslendingaþætti 32—64 síður og fjórar til fimm sjón- varps- og útvarpsdagskrá fyrir 165 krónur. Það verður ekki annað sagt, en þetta sé mikið lesefni fyrir aðeins 165 krónur, og að það sé sanngjarnt verð fyrir þetta. • Tíminn hefur á undanförn- um árum, gefið út aukablöð, af sérstöku tilefni, og mun áfram haldið á þeirri braut til viðbót- ar annarri stækkun blaðsins. • Þetta rit, „Þau, sem skrifa Tímann“ á að kynna þá, sem skrifa blaðið á degi hverjum, en allt efni blaðsins, jafnt forustu- greinar, fréttir, greinar og þætt- ir er merkt höfundarnöfnum, og í þessu riti fá lesendur ofurlitl- ar upplýsingar um þá sem skrifa Tímann. Gerist áskrifendur Áskriftarsíminn er 12323 T f M I N N - Þau, sem skrifa Tímann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.