Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.05.2023, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið Jökull - 04.05.2023, Blaðsíða 5
Dagana 24. til 30 apríl var landað í höfnum Snæfellsbæjar alls 1152 tonnum í 104 löndunum. Þar af var landað í Rifshöfn alls 530 tonn- um í 28 löndunum í Ólafsvíkur- höfn 477 tonnum í 42 löndunum og á Arnarstapa 145 tonnum í 34 löndunum. Hjá dragnóta bátunum landaði Egill SH 81 tonni í 3, Ólafur Bjarnason SH 50 tonnum í 3, Sax- hamar SH 49 tonnum í 1, Esjar SH 41 tonni í 3, Gunnar Bjarnason SH 39 tonnum í 2, Sveinbjörn Jakobs- son SH 37 tonnum í 1, Patrekur BA 29 tonnum í 2, Guðmundur Jens- son SH 25 tonnum í 2 og Matthí- as SH 20 tonnum í 1 löndun. Hjá litlu línu bátunum landaði Tryggvi Eðvarðs SH 89 tonnum í 5, Krist- inn HU 74 tonnum í 4, Bíldsey SH 51 tonni í 1, Lilja SH 43 tonn- um í 4, Gullhólmi SH 35 tonnum í 3, Stakkhamar SH 28 tonnum í 3, Brynja SH 22 tonnum í 4 og Sverrir SH 10 tonnum í 2 löndun- um. Hjá stóru línu bátunum land- aði Tjaldur SH 117 tonnum í 2, Örvar SH 76 tonnum í 1 og Rifsnes SH 46 tonnum í 1 löndun. Bárð- ur SH er á netaveiðum og land- aði hann 108 tonnum í 7 löndun- um. Smábátarnir eru einn af vor- boðunum og hefur löndunum hjá þeim fjölgað undanfarið. Tve- ir grásleppu bátar lönduðu þessa daga Rán SH landaði 6 tonnum í 5 löndunum og Hjördís SH landaði 4 tonnum í 2 löndunum. Þegar þetta er skrifað er 1. dagur strandveiða þetta árið og hafa þær vonandi far- ið vel af stað. Hjá handfæra bátun- um á Arnarstapa landaði Gestur SH 10 tonnum í 4, Lea RE 9 tonn- um í 3, Stormur SH 8 tonnum í 4, Þytur MB 5 tonnum í 3, Hringur ÍS 4 tonnum í 2, Valdís ÍS 4 tonn- um í 3 löndunum. Í Ólafsvíkur- höfn landaði Siggi á Bakka SH7 tonnum í 3 og Naustavík, Katrín II og Herdís lönduðu allir 2 tonn- um í 1 löndun. Í Rifshöfn landaði Kári III 9 tonnum í 3, Svampur KÓ 2 tonnum í 1 og Króni SH 2 tonn- um í 1 löndun. Aðrir handfæra bát- ar lönduðu minna. Alls komu á land í Grundarfirði þessa sömu daga 277 tonn í 10 löndunum. Hjá handfæra bátun- um landaði Vinur 9 tonnum í 4, og Birta SH og Birtir SH 1 tonni í 1 löndun hvor bátur. Hjá botn- vörpubátunum landaði Hringur SH 100 tonnum í 2, Sigurborg SH 85 tonnum í 1 og Farsæll SH 82 tonnum í 1 löndun. ÞA Forstöðumaður Ásbyrgis í Sveitarfélaginu Stykkishólmi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns í „Ásbyrgi“, vinnu- og hæfingarstöð fólks með skerta starfsgetu • Háskólanám, þroskaþjálfa-, iðjuþjálfanám og eða annað sambærilegt nám og reynsla er nýtist í starfi • Umsækjandi búi að skapandi og frjórri hugsun; kostur ef viðkomandi kann að prjóna og sauma • Ásbyrgi er reyklaus vinnustaður. • Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og viðkomandi stéttarfélags. • Stundvísi auk samvinnu,- samskipta- og forystuhæfni eru meðal mikilvægra viðmiða starfa í Ásbyrgi. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sólrún Ösp Jóhannsdóttir, forstöðumaður Ábyrgis í síma 430 7810 og 787 9195; netfangið solrun@fssf.is Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði og nöfnum 2ja umsagnaraðila berist Sveini Þór Elinbergssyni forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er veitir frekari upplýsingar í síma 430 7800; sveinn@fssf.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðunni www.fssf.is Umsóknarfrestur er til 20. maí 2023 Aflafréttir

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.