Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.05.2023, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 04.05.2023, Blaðsíða 2
Fyrstu rafmagnsvörubílarnir eru komnir til Íslands og eru Ragnar og Ásgeir meðal þeirra fyrirtækja sem fengu slíkan bíl afhentan. Bílarn- ir voru til sýnis hjá Velti, atvinnu- stækjasviði Volvo hjá Brimborg laugardaginn 29. apríl. Bílarnir eru allir frá vörubílaframleiðand- anum Volvo Trucks en 14 rafvöru- bílar komu til landsins, þeir verða svo afhentir til 9 stórra fyrirtækja á landinu, þar á meðal Ragnars og Ásgeirs. Í tilkynningu frá Brimborg seg- ir að rafmagnsvörubílarnir marki tímamót í orkuskiptum sem ryðja braut fyrir sjálfbæra þungaflutn- inga á Íslandi með það að mark- miði að allir þungaflutningar verði á íslensku rafmagni. Í raforkuspá Orkustofnunar sem gefin var út í mánuðinum er gert ráð fyrir að öll nýskráð ökutæki, þar á meðal vörubílar og rútur, verði rafknúin fyrir árið 2040. SJ Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Í síðasta tölublaði Jökuls var viðtal við þau Ólínu og Þórð en þau hafa rekið Söluskála ÓK í 27 ár. Sunnudaginn 30. apríl stóðu þau sína síðustu vakt á bak við afgreiðsluborðið. Þegar greinin var birt var ekki vitað hver fram- tíð Söluskálans yrði en nú hafa nýir eigendur tekið við keflinu. Þau Júníana Björg Óttarsdótt- ir og Jóhann Pétursson hafa fest kaup á rekstrinum. Söluskálinn mun opna aftur 4. maí klukkan 9:00 og verða engar breytingar á starfseminni til að byrja með enda óþarfi að breyta því sem vel hefur verið gert. Með tímanum vonast þau til að innleiða nýjungar og setja sitt mark á reksturinn. Sam- kvæmt Júnu og Jóa var ákvörðun- in um að kaupa reksturinn óvænt og hafði stuttan aðdraganda. Júna rak verslunina Blómsturvelli með fjölskyldu sinni um árabil við góðan orðstír og því greini- lega ekki svo auðvelt að losna við verslunargenin. Segjast þau taka við góðu búi og að fyrri eigend- ur hafi sinnt samfélaginu mjög vel undanfarin ár. Markmiðið er að viðhalda þeirri þjónustu eft- ir bestu getu. Vonast þau til að bæjarbúar taki vel í breytinguna og haldi tryggð við söluskálann enda byggist reksturinn aðallega á heimamönnum. JJ Nýir eigendur Söluskála ÓK Ragnar og Ásgeir fá rafmagnsvörubíl

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.