Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Blaðsíða 5
Minningarmót Taflfélags Snæ- fellsbæjar var haldið 6. maí síð- astliðinn í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Mótið var haldið til minningar um Hrafn Jökuls- son og Ottó Árnason, það sem áður var þekkt sem Ottómótið. Ottómótið var fyrst haldið í Klifi árið 2001 og var haldið árlega fram til ársins 2008. Mótið verð- ur nú tekið upp að nýju við mikla kátínu skákáhugafólks sem kom alls staðar af til að taka þátt. 78 keppendur tóku þátt í mótinu, þar á meðal sjö stórmeistarar. Tefldar voru átta umferðir, fjórar hraðskákir og fjórar atskákir. Að endingu hafði Hannes Hlífar Stef- ánsson, Íslandsmeistari í skák ár- ið 1993, sigur úr býtum og vann með 7 ½ vinningi af átta möguleg- um. Vignir Vatnar Stefánsson, nýj- asti stórmeistari Íslands hreppti annað sætið og Helgi Ólafsson, Íslandsmeistari árið 1985, var í því þriðja. Einnig voru veitt auka- verðlaun fyrir aðra flokka, Lenka Ptácníková hlaut verðlaun í U2200 og kvenna flokki, Helgi Ólafsson í Öldungaflokki, Ingvar Wu Skarp- héðinsson í Unglinaflokki undir 16 ára og Sigurður Scheving hlaut verðlaun heimamanna svo dæmi séu tekin. Nánari útlistun á úrslit- um mótsins verður bráðlega að- gengilega á Facebooksíðu Taflfé- lags Snæfellsbæjar. Í salnum á efri hæðinni í Klifi fór fram sérstakt mót fyrir yngri kynslóðina, tugir ungra skáká- hugamanna komu þar saman og kepptu í grunnskóla flokki. Það voru tveir félagsmenn Taflfélags Snæfellsbæjar sem voru efstir í drengjaflokki en svo að úrslitin yrðu ljós þurfti þriggja skáka einvígi, að lokum sigraði Gunn- ar Smári Ragnarsson en Stefán Jó- hannesson átti annað sætið. Sig- urvegari í stúlknaflokki var Elma Lísa Scheving, sem er einnig í Tafl- félagi Snæfellsbæjar. Það er því mikið að efnilegum og flottum krökkum í taflfélaginu og fram- tíðin björt. SJ Minningarmót Ottós og Hrafns Þessi vaski hópur sem er á meðfylgjandi mynd mætti kát- ur í síðasta tíma vetrarins í EldraFit. EldraFit er námskeið sem fer fram í CF SNB þar sem gerðar eru styrktar-, úthalds- og liðleikaæfingar undir leiðsögn þjálfara, en þær Anna Þóra og Gestheiður Guðrún hafa séð um að þjálfa námskeiðið. Það hafa verið allt að 10-15 manns að æfa og er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl.10:30-11:20. Næsta námskeið hefst í ágúst/ september eftir sumarfrí. Veitt var viðurkenning í síð- asta tímanum og hana hlaut Jens Sigurbjörnsson fyrir frábæra mætingu en hann hefur mætt í hvern og einn einasta tíma, geri aðrir betur. Þjálfararnir vilja þakka öllum kærlega sem hafið mætt í vetur fyrir samveruna og vonast til að hitta alla hress í haust! Vaskur hópur í EldraFit

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.