Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Blaðsíða 4
Ársreikningur Snæfellsbæjar var samþykktur samhljóða á bæj- arstjórnarfundi þann 4. maí eftir síðari umræðu. Rekstur Snæfellsbæjar kom mun betur út en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir og var jákvæð- ur um 377,4 m.kr.. Útgjöld voru nánast á pari við fjárhagsáætlun og það er eftirtektarvert að for- stöðumenn stofnana Snæfells- bæjar eru að skila rekstri sinna stofnana enn eitt árið undir áætl- un. Þetta er mjög ánægjulegt og eiga forstöðumenn hrós skilið fyrir hversu vel þeir reka sínar stofnanir og hversu vel þeir eru að fylgjast með fjárhag sinna eininga. Helstu lykiltölur ársreiknings eru taldar hér: Rekstrartekjur sveitarfélags- ins á árinu námu um 3.417 millj. króna samkvæmt samantekn- um rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.918 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 2.644 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.319 millj. króna. Rekstrarniðurstaða sveitarfé- lagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 377,4 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 36,5 millj. króna. Rekstrarafkom- an varð því töluvert betri en áætl- un gerði ráð fyrir, eða sem nem- ur 340,9 millj. króna. Rekstrar- niðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 206,4 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir af- komu upp á 155 þús. króna. Af- koma A-hluta varð því betri sem nemur 206,2 millj. króna. Þessu fjármagni hefur þegar verið varið til fjárfestinga í innviðum, niður- greiðslu skulda og þjónustu við bæjarbúa. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.723,6 milljónum króna en starfsmanna- fjöldi sveitarfélagsins nam 147 stöðugildum í árslok. Veltufé frá rekstri var 443,1 millj. króna og veltufjárhlutfall er 0,91 hjá A-hluta og hefur farið hækkandi undanfarin ár. Veltufé frá rekstri í samanteknum rekstr- arreikningi A- og B-hluta var 696,7 í árslok 2022 og veltufjárhlutfall samstæðunnar er 1,48. Handbært frá rekstri var 395,7 millj. króna hjá A-hluta en 644,9 millj. hjá samanteknum rekstr- arreikningi A- og B-hluta. Þessi tala gefur vísbendingar um hæfni Snæfellsbæjar til að greiða skuld- ir og standa undir nauðsynlegum fjárfestingum á árinu. Heildareignir bæjarsjóðs námu um 5.369,8 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 6.861,5 millj. króna í árslok 2022. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.956,6 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 2.096,6 millj. króna, og hækk- uðu þar með milli ára um 20 millj. á nafnvirði, en lækkuðu að raun- virði. Þar spilar verðbólga ársins 2022 inn í. Snæfellsbær hefur verið að greiða niður lán og minnka skuld- ir undanfarin ár, og á árinu 2022 voru engin ný lán tekin, þrátt fyr- ir töluverðar fjárfestingar. Hins vegar var verðbólga töluverð, eins og áður segir, og jukust því skuld- ir Snæfellsbæjar að nafnvirði ör- lítið sem því nam á árinu 2022. Þó lækkuðu skuldirnar að raunvirði milli ára. Skuldir Snæfellsbæjar við lánastofnanir lækkuðu milli ára, eða um 41,9 millj. hjá sam- anteknum reikningi A- og B-hluta. Skuldahlutfall Snæfellsbæjar er lágt, eða 74% hjá A-hluta og 61,36% hjá samanteknum reikn- ingi A- og B-hluta. Ef notað er skuldaviðmið skv. reglum um fjár- hagsleg viðmið sveitarfélaga, þá fer prósentan niður í 49,55% fyr- ir A-hluta og 37,4% fyrir samstæð- una. Snæfellsbær hefur því tölu- vert svigrúm til lántöku ef kem- ur til einhverra stærri tekjufalla í framtíðinni. Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Eigið fé bæjarsjóðs nam um 3.413,2 millj. króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 4.764,9 millj. króna í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall er 63,56% á árinu 2022 hjá A-hluta en var 62,01% árið áður. Eiginfjár- hlutfall A- og B-hluta er 69,44% í lok árs 2022 en var 67,56% árið áður. Almennt er talið að 50% eiginfjárhlutfall hjá sveitarfélagi sé ásættanlegt. Miklar fjárfestingar voru á ár- inu og fjárfesti Snæfellsbær fyr- ir 424,9 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum. Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð. Afkoma Snæfellsbæjar jákvæð um 377 milljónir Eygló Kristjánsdóttir frá Stóra- -Kambi gengur þessa dagana Jak- obsveginn til styrktar Krabba- meinsfélagi Snæfellsness. Hún hóf göngu sína í Sain Jean Pied de Port í Frakklandi og mun ganga til Santiago de Compostela á Spáni en þessi ganga tekur iðu- lega um 35 daga. Í upphafi vik- unnar hafði Eygló lokið við um það bil þriðjung leiðarinnar sem er í heildina um 800 km. Hefur hún lengi átt sér þann draum að ganga Jakobsveginn og ákvað nú að slá tvær flugur í einu höggi, láta drauminn rætast og styrkja gott málefni í leiðinni eftir að hafa sjálf sigrast á krabbameini sem hún greindist með árið 2019. Hægt er að fylgjast með styrktarsíðu Eyglóar á Facebook undir nafninu Jakobsvegur- inn, styrktarganga Eyglóar fyrir Krabbameinsfélag Snæfellsness, þar sem hún birtir ferðasögur, uppfærslur og myndir. Fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja: Krabbameinsfélag Snæfellsness Kt.650107-0200 Rkn. 0133-15-004116 Eygló gengur Jakobsveginn

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.