Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Blaðsíða 7
VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Snæfellsbæjar 2023 verða haldnir sem hér segir: Mánudaginn 15. maí í Kli kl.17:00 Þriðjudaginn 16. maí í Kli kl.17:00 Miðvikudaginn 24. maí á Lýsuhóli kl.13.00 Vortónleikar fullorðinna nemenda Tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða miðvikudaginn 10. maí kl. 20:00 í Frystiklefanum í Ri Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir er á tónleikana. Foreldra- og styrktafélag Tónlistarskóla Snæfellsbæjar sér um sölu á kaveitingum eftir tónleikana 15. og 16. maí. Miði kostar 700 kr. fyrir 12 ára og eldri. Tónlistarskólakennarar og skólastjóri þakka samstarð í vetur og óska íbúum gleðilegs sumars. Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dekkjaskipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111 Fimmtudaginn 4. maí opnaði Sjoppan í Ólafsvík, sem áður hét Söluskáli ÓK. Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Jökuls tóku Júníana Björg Óttarsdóttir og Jó- hann Pétursson við rekstrinum á söluskálanum nýlega og lok- að var um stuttan tíma á meðan smávægilegar breytingar á upp- setningu staðarins voru gerðar. Þegar Sjoppan var svo klár fögn- uðu þau áfanganum með því að bjóða gestum og gangandi í ís og kaffibolla á milli 16 og 18 þennan sama dag. Það var fjölmenni sem kíkti við, gæddi sér á ís og kaffi- bolla og tóku út nýju Sjoppuna. SJ Það er greinilegt að tími hand- færa bátanna er hafinn en 126 hand- færa bátar lönduðu í höfnum Snæ- fellsbæjar dagana 1. til 7. maí og lönduðu þeir alls 301 tonni í hvorki meira né minna en 303 löndun- um þannig að nóg hefur verið að gera hjá hafnarvörðum og strákun- um sem sjá um landanir. Í Ólafs- víkurhöfn lönduðu 42 handfæra bátar 99 tonnum í 104 löndunum. Í Rifshöfn lönduðu 35 handfæra bátar 79 tonnum í 76 löndunum. Á Arnarstapa lönduðu 49 handfæra bátar 123 tonnum í 123 löndun- um. Hjá dragnóta bátunum land- aði Bárður SH 96 tonnum í 3, Sax- hamar SH 68 tonnum í 2, Magnús SH 52 tonnum í 3, Rifsari SH 38 tonnum í 3, Egill SH 33 tonnum í 2, Matthías SH 29 tonnum í 1, Gunnar Bjarnason SH 28 tonnum í 2, Ólafur Bjarnason SH 23 tonnum í 3, Esj- ar SH 22 tonnum í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 21 tonni í 3 og Guð- mundur Jensson SH 15 tonnum í 2 löndunum. Hjá litlu línu bátunum landaði Gullhólmi SH 89 tonnum í 4, Tryggvi Eðvarðs SH 74 tonnum í 3, Bíldsey SH 68 tonnum í 3, Krist- inn HU 56 tonnum í 4, Lilja SH 38 tonnum í 4, Brynja SH 36 tonnum í 6, Stakkhamar SH 35 tonnum í 4, Sverrir SH 14 tonnum í 3, Þerna SH 3 tonnum í 1 og Geysir SH 2 tonn- um í 1 löndun. Hjá stóru línu bát- unum lönduðu t bátar einu sinni hvor Rifsnes SH landaði 80 tonn- um og Örvar SH 69 tonnum. Tveir grásleppu bátar lönduðu Hjördís SH landaði 13 tonnum í 5 og Rán SH 6 tonnum í 5 löndunum. Bárður SH er á netum og landaði hann 82 tonnum í 7 löndunum þessa daga. Alls var því landað 1389 tonnum í 382 tonnum í höfnum Snæfellsbæj- ar. Í Rifshöfn var landað 765 tonn- um í 109 löndunum, í Ólafsvíkur- höfn 420 tonnum í 143 löndunum og á Arnarstapa 204 tonnum í 230 löndunum. Þessa sömu daga var landað í Grundarfjarðarhöfn 289 tonnum í 56 löndunum. Hjá botnvörpu bát- unum landaði Hringur Sh 120 tonn- um í 2, Farsæll Sh 62 tonnum í 1 og Sigurborg SH 54 tonnum í 1 löndun. Einn dragnóta bátur Ólaf- ur Bjarnason SH landaði 11 tonn- um í 1 löndun. Nú er árstími hand- færa bátanna hafinn og lönduðu 19 handfæra bátar þessa daga og lönduðu þeir 37 tonnum í 46 löndunum. ÞA Margir fengu ís þegar Sjoppan opnaði Aflafréttir

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.