Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Blaðsíða 4
Hlýtt og þurrt var í veðri þegar 176 hressir þátttakendur tóku þátt í Snæfellsjökulshlaupinu um liðna helgi. Brautar met karla var slegið þegar Þorbergur Ingi Jóns- son hljóp á tímanum 1:24:27 en ólympíufarinn Kári Steinn Karls- son hefur átt metið í 10 ár eða síð- an 2013 þegar hann hljóp á tíman- um 1:24:31. Þorbergi tókst því að bæta brautar metið um 4 sekúnd- ur. Þorsteinn Roy Jóhannsson var annar í mark á tímanum 1:24:42 og Þórólfur Ingi Þórsson sá þriðji á tímanum 1:32:28. Brautar met kvenna var einnig slegið en Hall- dóra Huld Ingvarsdóttir hljóp á tímanum 1:41:20 og sló þannig met Andreu Kolbeinsdóttur síð- an í fyrra en þá hljóp hún á tím- anum 1:42:46. Halldóra Huld sló því met Andreu um 1 mín- útu og 26 sekúndur. Hildur Að- alsteinsdóttir var önnur kvenna í mark á tímanum 1:53:52 og Elsa Hannesdóttir sú þriðja á tímanum 2:08:37. Benedikt Osterhammer Gunnarsson var fyrsti heimamað- ur í mark á tímanum 1:53:22. Eftir hlaupið voru verðlaun veitt fyrir bestu tímana í sjómannagarðin- um í Ólafsvík, allir fengu veglega gjafapoka og úrdráttarverðlaun veitt. Öllum hlaupurum var boð- ið í sund í sundlaug Ólafsvíkur. Umtalað var meðal hlaupara að umgjörð og skipulag hlaupsins hafi verið til fyrirmyndar og voru flestir sammála að mæta aftur til leiks að ári. Skipuleggjendur hlaupsins vilja koma þökkum á framfæri til styrktaraðila og allra sem lögðu hönd á plóg við fram- kvæmd hlaupsins. Fjöldi sjálf- boðaliða stóðu vaktina á laugar- daginn og hjálpuðu við ýmis ver- kefni sem fylgdu hlaupinu og er það þeim ómetanlegt að finna fyr- ir slíkum stuðningi. JJ Ánægðir keppendur í Snæfellsjökulshlaupi

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.