Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 06.07.2023, Side 2

Bæjarblaðið Jökull - 06.07.2023, Side 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Snæfel ls jökulsþjóðgarður fagn aði 22 ára afmæli miðviku- daginn 28. júní síðastliðinn. Í til- efni þess blésu þau til viðburð- ar í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hell- issandi milli klukkan 11-13. með- al annars mættu hressir krakkar af leikskólum Snæfellsbæjar og tóku þátt í skemmtilegri barna stund með landverði. Eftir barna stundina fengu börnin að skoða þjóðgarðsmiðstöðina og spjalla við starfsmenn. Þjóðgarðsvörð- ur grillaði svo pulsur fyrir afmæl- isgestina sem voru himinlifandi með fræðandi og áhugaverða af- mælisveislu þjóðgarðsins. JJ Séra Aðalsteinn Þorvaldsson hefur verið ráðinn prestur í Ak- ureyrar- og Laugalandspresta- kalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi. Séra Aðalsteinn var skipaður sóknarprestur Set- bergsprestakalli í Grundarfirði árið 2008 og hefur þjónað þar síðan auk þess að hafa þjón- að tímabundið í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli samhliða því. Aðalsteinn hefur lagt mikla áherslu á barnastarfið, þá sér- staklega skátastarfið, og verð- ur mikill missir af honum. Mun hann hefja störf við Akureyrar- kirkju í byrjun september en hef- ur sóknarnefnd Grundarfjarðar- kirkju gefið út að einhverskon- ar millibilsástand verði um tíma en staða sóknarprests í Setbergs- sókn verður auglýst. SJ Þjóðgarður í 22 ár Séra Aðalsteinn kveður Hér áður fyrr var því þannig hagað í sveitum landsins og víð- ar að fólk lagði sitt af mörkum, sem gerði það að verkum að lítil sveitafélög gátu byggt upp heilu félagsheimilin og fleira sem þótti nauðsynlegt samfélaginu. Á þessu hefur orðið breyting í hraða nútímans. Fólk gefur sér ekki eins mikinn tíma og kröf- urnar eru meiri. En hvert samfélög er ríkt sem enn á hugsjónafólk sem vill styðja við sitt nærumhverfi. Við hér í sunnanverðum Snæ- fellsbæ erum mjög þakklát fyr- ir nýtt hljóðkerfi sem búið er að koma fyrir í Félagsheimilinu að Lýsuhóli. Ungmennafélag Staðarsveitar og Ungmennafé- lagið Trausti kostuðu þetta að fullu og mega þau hljóta mik- ið lof fyrir. Svo skemmtilega vill til að föstudagskvöldið 6. júlí munu þau hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdótt- ir vera með tónleika og sagna- skemmtun í húsinu og vonandi verður það upphafið að fleiri áhugaverðum uppákomum. Þá kemur nýtt hljóðkerfi að góð- um notum. Þúsund þakkir til Ungmenna- félaganna beggja! Fyrir hönd þeirra sem njóta góðs af. SHG Þakkir fyrir hljóðkerfi - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.