Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 05.10.2023, Síða 1

Bæjarblaðið Jökull - 05.10.2023, Síða 1
Nú geta krakkar í Snæfellsbæ farið að æfa rafíþróttir en æfingar byrjuðu formlega í þessari viku. Gunnlaugur Páll Einarsson og Hreinn Ingi Halldórsson verða þjálfarar í vetur og fara æfingarnar fram í Félagsmiðstöðinni á Hell- issandi. Hópnum verður skipt í tvo aldusrhópa og þeim hópum skipt í tvennt svo flestir komist að, þannig komast 20 börn að úr 5.-7. bekk og 20 börn úr 8.-10. bekk. Æfingar yngri hóparanna verða mánudaga og þriðjudaga og eldri hóparnir verða miðviku- daga og fimmtudaga. Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði ungmennafélaginu styrk að upp- hæð 250.000 krónur við tilefnið en honum er ætlað að styðja enn frekar við þróun rafíþrótta í bæj- arfélaginu. Ungmennafélagið hef- ur lagt mikið á sig til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu sem boð- ið er upp á og mun þessi styrkur koma sér vel í þeirri áframhald- andi vinnu. Tinna, Gulli og Hreinn tóku við styrknum fyrir hönd ung- mennafélagsins Víkings/Reynis en á myndinni eru einnig Hilmar og Sigurður fyrir hönd Lionsklúbbs Ólafsvíkur. JJ 1083. tbl - 23. árg. 5. október 2023 Æfingar í rafíþróttum hafnar í Snæfellsbæ - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Líkt og kom fram í síðasta tölublaði Jökuls voru aðstand- endur myndarinnar Heimaleik- urinn staddir í Svíþjóð á dögun- um þar sem myndin var tilnefnd í flokki bestu norrænu heim- ildarmyndarinnar til Nordisk Panorama verðlaunanna í Mal- mö en Nordisk Panorama há- tíðin er stærsta heimildar- myndahátíð Norðurlandanna. Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hefur hlotið virkilega góðar móttökur frá því hún fór í sýningar á kvikmynda- hátíðum í vor. Um er að ræða bráðfyndna mynd sem fjallar um það hvernig Kári Viðarsson upp- fyllir draum föður síns, Viðars Gylfasonar, með því að safna í lið heimamanna til að spila lang- þráðan vígsluleik á fótboltavell- inum sem Viðar lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Á há- tíðinni í Malmö hlaut myndin áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama en verðlaunin eru önnur áhorfendaverðlaun- in sem Heimaleikurinn hlýtur. Fékk hún einnig áhorfendaverð- laun á heimildahátíðinni Skjald- borg i byrjun sumars. Almennar sýningar á Heimaleiknum hefj- ast í Smárabíó og Bíó Paradís þann 13. október næstkomandi og í Frystiklefanum á Rifi laugar- daginn 14. október. SJ Önnur áhorfendaverðlaun Heimaleiksins

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.