Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Qupperneq 1
Hrekkjavakan er haldin 31.
október ár hvert og þegar dagur
inn lendir í miðri viku, líkt og í
ár, notar heimsbyggðin oft helg
arnar sitthvoru megin við daginn
sjálfan til að halda upp á hann.
Grímubúningar, grasker, draugar
og leðurblökur eru áberandi
á þessum tíma og halda vinnu
staðir og heimili iðulega skemmti
lega viðburði með drungalegum
skreytingum. Í ár setti menn ingar
nefnd Snæfellsbæjar Pakk húsið í
Ólafsvík í drungalega yfir halningu
og bauð bæjarbúum að eiga hrylli
lega huggulega sam verustund
sunnudaginn 29. október. Á
staðnum var 10. bekkur Grunn
skóla Snæfellsbæjar með kaffisölu
og Ungmennaráð Snæ fellsbæjar
bauð upp á and lits málningu.
Pakkhúsið var skreytt að ut
an sem innan með drungalegum
en fjölskylduvænum skreyting
um sem bæði börn og fullorðn
ir höfðu gaman af. Föndursmiðja
var á staðnum fyrir áhugasama þar
sem hægt var að föndra múmíu
kertalukt eða hrekkjavöku skraut
borða og á annarri hæð hússins
var gestum boðið í draugaleit en
13 draugum hafði verið komið fyr
ir á víð og dreif um safnið og mik
ið kapp var lagt í að koma auga
á þá alla.
Mikill fjöldi barna og unglinga
í metnaðarfullum búningum
mættu á viðburðinn ásamt for
eldrum, systkinum, ömmum og
öfum. Mikið líf var í Pakkhúsinu
þennan dag og hver veit nema
komin sé á árleg Hrekkjavöku
hefð í Snæfellsbæ.
SJ
1087. tbl - 23. árg. 2. nóvember 2023
Hrekkjavaka í Pakkhúsinu
Hleðsla á grjótgarðinum
austan megin við félagsheim
ilið Klif er komin langt á leið
en þegar ljósmyndari átti leið
hjá á dögunum var unnið við
að steypa yfir ræsi á Hvalsá. Ver
ið er að lengja ræsið sem upp
runalega var þar. Aðalvinnu við
uppsetningu nýs ræsis er lokið
en nú á eftir að tengja það nýja
við það gamla. Steypan fær svo
þrjár vikur til að þorna og verð
ur þá gengið frá í kringum ræs
ið og hlaðið yfir það. Grjótgarð
urinn verður því heill og sam
felldur yfir alla lengjuna. Í sam
tali við Guðjón Björnsson hjá
Vegagerðinni segir hann þessa
framkvæmd verða til mikilla bóta
en Vegagerðin í Ólafsvík er með
verkið og Narfeyri ehf hefur séð
um uppslátt og steypu.
SJ
Nýtt ræsi á Hvalsá
Við bjóðum upp á
alhliða bílaviðgerðir,
dekkjaskipti og smurþjónustu.
Tímapantanir í síma 436-1111