Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Side 6

Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Side 6
Gríðarlegur fjöldi fólks hefur sótt Frystiklefann á Rifi síðustu misseri þar sem Heimaleikurinn hefur verið í sýningu. Sex sýn­ ingar í almennri sölu auk auka­ sýninga troðfylltust og oftar en ekki var bætt við sætum svo all­ ir sem vildu kæmust að. Hefð­ bundin dagskrá Frystiklefans tók sér þó ekki frí á meðan sýn­ ingum stóð og hélt Stebbi Jak, söngvari Dimmu, tónleika fyrir fullu húsi föstudagskvöldið 20. október. Voru tónleikarnir í anda tónleika sem Stebbi hefur haldið í bílskúrnum sínum síðustu þrjú ár sem heita “Í skúrnum hjá Stebba Jak” og samanstóð dagskráin af lögum af ferli Stebba í bland við létt grín og sögur. Þá var einnig hlé á sýningum á Heimaleiknum laugardaginn 28. október þegar heimildarmyndin Skuld var sýnd á stóra skjánum í Frystiklefanum. Skuld er heimildarmynd um ungt par sem hættir skuldastöðu sinni og sambandi þegar þau feta í fót­ spor forfeðra sinna og gera út trilluna Skuld á handfæraveiðum. Myndin er tekin að mestu upp á Rifi og átti Snæfellsbær nokkra fulltrúa í henni, bæði í myndinni sjálfri og í Trillukarlakórnum, sem syngur lokalag myndarinn­ ar, Þorskbæn. En þar sem mikil eftirspurn og mikil aðsókn hef­ ur verið í að sjá Heimaleikinn á heimavelli er sýningum ekki lok­ ið á heimildarmyndinni vinsælu og hefur verið bætt við tveim­ ur sýningum til viðbótar, önnur er laugardagskvöldið 4. nóvem­ ber og hin klukkan 15 á sunnu­ deginum og hentar því vel fyrir yngri kynslóðina en eftir þessar sýningar verður Heimaleikurinn ekki sýndur aftur í Frystiklefanum í bili. Þar með er skipulagðri dag­ skrá á Rifi þó ekki lokið því þann 11. nóvember mun Pétur Jóhann Sigfússon svo mæta á Snæfellsnes­ ið og trylla lýðinn með nýju efni í Frystiklefanum. SJ Öflug dagskrá í Frystiklefanum AKSTURSSTYRKIR Akstursstyrkir til íbúa í dreifbýli Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt árlega um sérstakan akstursstyrk til að koma til móts við kostnað vegna aksturs barna til Ólafsvíkur í íþrótta- og tómstundaiðkun. Árlegur akstursstyrkur er kr. 30.000.- Umsóknir skulu berast bæjarritara í tölvupósti. Í umsókn þarf að koma fram nafn foreldris/forráðamanns, nafn barns/barna, kennitala og reikningsnúmer þar sem leggja á styrkinn inn. Einnig þarf að fylgja vottorð/staðfesting frá þjálfara um að barnið sé skráð í íþróttir norðan heiðar. Úthlutunarreglur vegan akstursstyrks Snæfellsbæjar til UMF Staðarsveitar má nna á vef Snæfellsbæjar undir Stjórnsýsla – Reglur og samþykktir. Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 433-6900 eða netfangið lilja@snb.is

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.