Suppositoria gaudii - 22.02.1942, Blaðsíða 1

Suppositoria gaudii - 22.02.1942, Blaðsíða 1
SUPPOSITORIA GAUDII (MUNAÐÁR-STHKKPILLUR) 00. árg. Reykjavík, 22. febrúar 1942. 00. tbl. Til lesendanna Leiðari birtist enginn í ár, þar eð ritstjórninni hefur ekki tekist að finna neinn nothæfan í öðrum blöðum. Því miður getur blaðið ekki birt hið árlega kvæði, þar eð hirð- skáldið hefur laggt niður vinnu í mótmælaskyni gegn því að menntamálaráð hefur svikið það um styrk, þrátt fyrir margviðurkennda verðleika. Vígakolssaffa (Brot) í Lyfjaríki búa troll nokkur. Hafa þau ráðit þar ríkjum frá orófi alda (1760) og borisk á. Eru þar landgæði mikil svá at drjúpa smyrsl og brennivín af hverju strái. Hús- karla hafa þau marga ok eru þeir dvergaættar. Þat eru putar. Eru þeir iðjumenn svá sem dvergum er títt ok vaka oft sólarupprásanna á milli. Sofa þeir ok stundum yfir sig ok er þat mannligt. Vígi eitt hafa trollin látit puta byggja í miðju Lyfja- ríki ok er þat úr skíru gulli ok haglig gert. Þar eru ok hlutir úr gulli, furðuligar vélar er kyrna gull og slá úr mynnt. Allt er þar dvergasmíði. Líða nú árin og safnast auður í Gullbjörgum, en put- ar ganga saman undan erfiðinu. Gerask þeir nú gírugir í gullit og gera óp at trollunum. Sannask þat sem fyrr, at engi má vit margnum nema því betra sé til varnar, ok hörfa þau inn fyrir múra Gullbjarga og lúka aftur. Senda þá putar legáta til samninga, en er þeim tekit hæðilega og sumir meiddir. Fá putar ekki at gert. Hafask putar ekki at árum saman. En trollin héldu víg- inu Gullbjörgum ok bjuggusk um rammliga. Heyrðisk það- an á síðkvoldum glamrit í gullinu, er þau váru at leikum ok var þat hin dýrligsta n'ussikk. Skal nú gerr sagt frá illþýði þessu. Fyrir trollum var bergrisi einn mikill, svartr ok Ijótr. Var hann margar álnir á hæð ok fjórum tommum betr. Var hann illskreyttr mjök ok vart einhamr. Sá hét Kolr. Hafði hann farit austr með sjá ok herjat víða. Hafði hann með sér úr leiðangri þeim trollkonu mikla. Var hún fríð sýnum. Setti Kolr flagðit hit næsta sér ok varð hún mann- skæð. Þá var Kloflangr, þurs einn kominn frá Dumbshafi. Var hann árrisull. Með þeim Kol ok Kloflang tókust brátt fáleikar ok mun hafa um valdit afbrýðissemi. Greiddu þeir hver öðrum mörg högg ok stór, svá allt lék á reiði- skjálfi í víginu, en þeir mæltust eigi vit. Þá var loks risi einn gamalærr. Var hann öðlingr. Líða nú stundir fram. En þá dregur vígbliku á lopt. Herforingjaráð putanna er nú skipulagt á ný, ok taka at heyrask stríðsbumbur áðr en varir. Þykir nú hlýða at gera nökkurra grein fyrir helstu kempum þeirra puta. Marskálkur þeirra er Kemíus. Er hann reyndur stríðs- maðr. Bíta hann engi járn né gull. Er hann þrárr sem samlagslýsi. Er hann hinn vinsælasti meðal puta ok vart trölla meðfæri. Hálfr er hægri hönd Kemíusar. Er hann at norðan ok af helgum kominn. Er hann glaseygr vel, rauðfextr ok hinn fræknasti til víga. Er hann utan vit. Þykist Kemíus hann ekki mega missa. Þá er Laxinn Jóhönnuson. Er hann kvenhollr ok skæðr viðreignar. Kann hann skessubragð. Þá er Simson barnakarl. Kann hann eldamennsku. Hefir hann ætíð suðuna uppi í pottinum ok hyggst gera þeim trollum lífit heitt um þat er líkur. Svo er Amantis. Er hann tröllaættar en var borinn út. Er hann ekki frændrækinn. Snyrti-menni er hann. Nú er húsfreyjan Damma. Hefir hon afneitat gullinu. Hon er útlenzkrar ættar ok hit vígaligsta valkvendi. Þá er putinn Gíslason. Hann er rétt at segja frá Litla- Hrauni. Hann er mikill vísundr ok fer á hjólum. Alla svæfir hann af sér at sumbli. Hann er svarinn óvinur trolla. Þá er Kalinin. Hann er at austan. Var hann pungaskip- stjóri. Hann er úrillr á morgnana, en vel alinn ok gegnir bóndaskyldum. Er hann hinn traustasti liðsmaðr. Þá er Rósólóns. Hann er höfðingi mikill ok hefir títt boð inni. Hann er ok vápnfimr vel ok svæfir óvini sína með vögguvísum. Hann er búmaðr ok fjölkunnigr mjök. Loks er margt smámenna. Jónatan Eyjajarl er blíðr puti. Þar er ok Sigvörðr undan jökli, gerfiputi. Þar er Damnar ok er hann frægr fyrir konu sína. Þar er Sigvörðr Gullberason, efnisputi. Þar er Júnkariot, er hann spila- puti. Loks er völvan Áben. Seiðir hún til sín fugla lopts- ins. Þar er margt annara góðra puta. Er íiú drukkit stríðsölit ok etur hver öðrum. Eru putar bjartsýnir. Heldur þá marskálkur ræðu ok mælti sköru- liga á þessa leið: (handrit ræðunnar er glatat). Var at þessu gerr enn bezti rómr, bitu putar í skjaldar- rendur ok vildu ólmir berjask. Nú víkur sögunni til trollanna. Morgin einn er Klof- langr var snimma á fótum at vanda, sér hann hvar lið mikit drífr at hvaðanæva ok var þat atförin. Hleypr hann hart upp ok títt, klofar inn til Kols ok segir tíðendi. Blæs Kolr hit s-narliga til orrustu ok svínfylkir. Var þat hit I LANDSBÓKr.SAr. í

x

Suppositoria gaudii

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suppositoria gaudii
https://timarit.is/publication/1912

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.