Suppositoria gaudii - 22.02.1942, Blaðsíða 2

Suppositoria gaudii - 22.02.1942, Blaðsíða 2
s*. „/* Sagan af glataða syninum (Luk. 15* kap. 12.) Sonur sagði við föður sinn: Lát mig fá þann hluta fjár- ins, sem mér ber. Og hann skipti fénu. Nokkrum dögum síðar tók sonurinn alt fé sitt og ferð- aðist í fjarlægt land; þar sóaði hann fé sínu í óhófsömum lifnaði. > Nú er hann hafði eytt öllum eigum sínum, kom þar mik- ið hallæri í landið; tók hann þá að líða nauð. Fór hann þá og réð sig til eins borgara í því landi, sem sendi hann þá út á bú sitt til að gæta marsvína sinna (grindhvala). Varð hann þá feginn því að seðja sig af drafi því, er marsvínin átu; og einginn varð til að gefa honum nokkuð. Nú er hann ránkaði við sér, sagði hann: hversu marga examinata heldur land mitt, sem hafa gnægð drykkjar, en ég ferst úr þorsta. Ég vil taka mig upp og fara til lands míns og segja: Ég hefi syndgað móti himninum og fyrir þér. Og er ekki verður þess að heita sonur þinn. Far þú með mig eins og einn af examinötum þínum. Bjóst hann þá til ferðar til lands síns og sagði: Land mitt, ég hefi syndgað móti himninum og þér og er nú ekki framar verður að heita sonur þinn. Þá sagði landið við íbúa sína: Færið hingað hinn besta sloppinn og færið hann í, fáið honum tappatogara og drag- ið skóhlífar á fætur honum. Komið með gráu hryssuna (white horse) og slátrið svo vér getum drukkið og verið glaðir. Því þessi son minn, sem var dauður, er lifnaður'aftur og hann, sem týndur var, er fundinn. Tóku menn nú að gleðjast. FRAMH. AF 1. SÍÐU grimmasta lið. Til at treysta sigurinn ganga þeir Kolr ok Kloflangr undir eina torfu, sem var frá Saltvík, reka kuta hver í annan, ok kvat vit hátt. Varð þat fóstbræðralag at lögum. Síga nú saman fylkingar ok varð af gnýrr. Mátti þar sjá mörg högg ok stór ok margt frækiliga unnit. Gengu þar fram fyrir skjöldu þeir Kolr af liði trolla ok Kemíus ok fleiri af liði puta. Var barisk af heift. Þá var kaffihlé. Binda menn nú sár sín ok búask vit úrslitum. Er enn hafði verit barisk um stund rennur á Kloflang slen nakkvart ok linask í vörninni. Kveðr þá Kolr vit hátt ok biðr nú Kloflang at duga sér. Berr þat furðanliga lít- inn árangr. Magnask þá Kolr, en putar berjask enn betr. Velr þá Kolr einn mikinn gullklump ok færir í höfut Rósól- óns ok hafði yfir formála: „Mæli ek um ok legg á attú rísir eigi úr rotinu þetta árit“. Féll þá Rósólóns óvígr. Var nú dagr at kveldi kominn, kveiktu menn í friðarpípunni ok reyktu með spekt yfir náttina. Um morginin stimplar Kolr liðit ok skrifar suma hálf- tíma of seint. Hófsk nú viðureign á ný. Sjá putar þá í önd- verðri orrustu hvar Rósólóns er afturgenginn ok er nú í Gullbjörgum. Er hann þar vápnaðr signeti ok fullmakt með glóríu um höfut. Var hann kominn í dýrlingatölu. „Eigi skal gráta Björn bónda . . .“, segir þú marskálkur- inn ok fylkir liði á ný. Hófst svá orrustan hörð sem fyrr. Framh. í næsta blaði. Úr heimi vísindanna í Ingólfi hefur nýlega verið úrskurðað að líterinn skuli héðan í frá mælast 5 pelar. Dr. pharm. Skúli Gíslason blikkdósent mun bráðlega hefja fyrirlestraflokk á vegum Háskólans um efnið: Kon- ur sem ég kynntist. Erlingur Eðvald, sem nú hefur gefið upp alla von um framlengingu á sjálfum sér, rær nú að því öllum árum að fá innleiddan kemískan nómenklatúr í staðinn fyrir hin alltof stuttu nöfn; þannig að t. d. í stað Uliron komi: paradimethyltrioxyphenylsexbenzylfjórtánmalontrioxy- f jórirtoluolskatolyldiamininomaraþonalfaphénylakrosar- soltólfarabinósegisbrennivínhexamethylentetramín. Heilbrigðisstjórnin hefur látið í ljós undrun sína yfir því, hvað kvenmennirnir í lyfjabransanum braggist illa. Aths. vor. Það eru jafnvel takmörk fyrir því hvað má bjóða setuliðinu. Bréfkassi Eftirfarandi spurning hefur blaðinu borist: Hvað ér megalomani? Ritstjórnin mun skunda niður á „Heitt og Kalt“ og leggja spurninguna fyrir ívar, og vonumst vér til þess að geta birt svarið í næsta blaði. Frá spyrjanda sem ekki lætur nafns síns getið er þessi spurning: Hv. . hv. . hv. . kv. . kv. . mmm..? Þessari spurningu getur ritstjórnin ekki leyst úr og leit- ar hjálpar lesendanna. Þeim til hjálpar skal þess getið að kvenhönd var á bréfinu. Utanbransa kvenmaður spyr: Hversu mikið defekt þarf einn kvenmaður að vera til þess að komast að í apoteki sem def ektrísa ? Svar: Fyrir því virðast víst ekki vera nein takmörk. Obs. Þau stórtíðindi hafa gerst síðan síðasta blað kom út að Lyfjabúðin Iðunn hefur gengið út, en hinsvegar er Akraness Apotek ógefið ennþá. ÍJr Laugavegs Apoteki: Á maður að stimpla sig áður en eða eftir að maður er farinn úr yfirhöfninni (mínúta er nú alltaf mínúta) ? Hvort er betra að nota Syrupus Myrtilli eða Syrupus Emphetri nigri þegar skrifað stendur Syrupus Rubi Idei? Hvar eru samtökin sterkari en hjá okkur? Til þess að spara pappír í vinnutímaregúleríngsstimpil- krónómetrinu hefur fólkinu í Laugavegs Apoteki verið sagt að það þurfi ekki að stimpla, þegar það fari á kvöldin.

x

Suppositoria gaudii

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suppositoria gaudii
https://timarit.is/publication/1912

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.