Árnesingur - 01.06.1943, Page 1

Árnesingur - 01.06.1943, Page 1
Kynningarorð Stjórn Kaupfélags Árnesinga hefur á- kveðið að byrja útgáfu félagsblaðs, sem hér birtist í fyrsta sinni. Þykir rétt að gera að upphafi nokkra grein fyrir þessari á- kvörðun stjórnarinnar og fyrirætlunum hennar um útgáfuna framvegis. K. Á. mun aldrei hafa rekið neina svo- kallaða útbreiðslustarfsemi, heldur munu allir meðlimir þess hafa gengið í það af eigin hvötum, eftir eigin athugun á því, hvort þátttaka í félaginu væri þeim hag- kvæm eða ekki. Það er ekki heldur nú til- gangur félagsstjórnarinnar að víkja frá þessari reglu með útgáfu blaðsins. Það verður sent félagsmönnum endurgjalds- laust og ekki leitað eftir frekari útbreiðslu þess. Þótt K. Á. sé meðal stærstu kaupfélaga landsins, er það jafnframt meðal hinna yngstu, nú aðeins á 13. starfsári. Endur- tekin stórmistök í verzlunarmálum hér- aðsins höfðu átt sér stað ekki löngu áður en K. Á. var stofnað. Er því hvorttveggja, að menn hafa hér um slóðir sérstaka ástæðu til varfærni ög jafnvel tortryggni í verzlunarfélagsmálum, enda hafa þeir ekki langa samfellda reynslu um þau mál, miðað við hin 60 ára gömlu kaupfélög sumstaðar annarstaðar á landinu. Kem- ur þetta fram í því, m. a., að af föstum viðskiptamönnum eru hér hlutfallslega færri félagsmenn heldur en títt er víða annarstaðar. Á hinum tiltölulega stutta starfstíma hefur K. Á. þó tekizt furðanlega að koma fyrir sig fótum efnalega, svo að það má heita jafnvel statt að því leyti sem hin eldri félög. Er hinu fremur áfátt, að mönn- um sé hér vaxin félagshyggja og meðvit- und um félagsþátttöku sína. Er blaðinu sér- staklega ætlað að bæta úr þessu. Það á að vera vettvangur umræðu um velferðarmál félagsins, hverju nafni sem þau nefnast, og er þess vænzt, að félagsmenn sendi blað- inu greinar, fyrirspurnir og athugasemdir varðandi félagsmál þau, sem ætla má að gagnlegt sé að ræða opinberlega, og verður þetta efni síðan tekið til birtingar og með- ferðar í blaðinu eftir því, sem rúm þess og ástæður leyfa. Enn fremur flytur það frá- sögn af félagsrekstrinum, auglýsingar og tilkynningar til félagsmanna. Stjórnin treystir eingöngu á félagsmenn og starfslið sitt til þess að halda blaðinu úti með nægu og hæfilegu efni. Hún væntir þess, að meiri þátttaka félagsmanna í um- ræðum um félagsmál leiði til örari þroska félagsins, til fleiri nytsamra nýmæla og endurbóta á rekstri þess. Hún væntir þess ennfremur, að blaðið geti treyst tengsli félagsmanna og glætt áhuga þeirra fyrir félagsskapnum, eytt misskilningi og kveðið niður rangmæli um starfsemi þess. Fram til þessa hefur af hálfu félagsins ekki verið skeytt um kviksagnaflutning, sem sprottið hefur af völdum andstæðinga þess eða af misskilningi eða tortryggni félagsmanna sjálfra. Gegn öllum slíkum mótbyr hefur LAHDSt>£KAáA('f-J JY3 15 438:-’ y. S bAíí!D s

x

Árnesingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.