Árnesingur - 01.06.1943, Síða 2

Árnesingur - 01.06.1943, Síða 2
2 ÁRNESINGUR Fortíð og; framtíð í nóvember 1930 komu nokkrir Árnes- ingar saman á fund á Pósthúsloftinu við Ölfusá. PósthúsiS var þá í smíðum, fund- armenn voru rúmir 30. Á þessum fundi var Kf. Árnesinga stofnað, ákveðið var þá þeg- ar að kaupa Sigtún með nokkri verzlunar- aðstöðu og að opna búð 2. janúar 1931. — Ýmsum þótti þessir menn færast nokkuð mikið í fang og fara óvarlega. Mikið var um það rætt, að lítill félagsandi stæði á bak við ráðstafanir þeirra, enda vantreystu þá margir félagsþroska Árnesinga. — Ljúft er mér að minnast góðs gests, sem sat fundinn, Sigurðar Sigurðssonar, bún- aðarmálastjóra. •— Sigurður var mikill hvatamaður að félagsstofnuninni og á fundinum spáði hann því, man ég, að Árn- ingar mundu ekki eftirbátar annarra í fé- lagsskap, þegar á reyndi. •— Á þeim árum, sem ég síðan hef starfað við K. Á., hefur mér oft komið í hug, að Sigurður hafi þarna spámannlega mælt. — Árnesingar hafa vissulega staðið einhuga K. Á. til þess látið sér nægjá að vísa með þögninni einni til þess árangurs, sem það hefur náð og er auðfundinn og sýnilegur hverjum manni, sem að honum hyggur. Þetta aðgerðaleysi um sjálfsvörn félagsins hefur dugað, enda ekki verið við neinn ó- venjulegan andróður að stríða. Hins vegar hafa nú nýlega verið látnar í ljós opinber- lega fyrirætlanir óviðkomandi aðilja til mikilsháttar íhlutunar um málefni sam- vinnufélaganna í landinu. Má ætla að þessum fyrirætlunum verði fylgt eftir á næsta ófyrirleitinn hátt, enda hefir þess þegar orðið vart á félagssvæði K. Á., bæði í riti og í persónulegum áróðri við einstaka félagsmenn. Gegn svo illkynjuðum og skipulögðum áróðri móti félaginu, verður það að snúast til nokkurrar varnar. um félög sín, kaupfélagið og mjólkurbúið. — Félagatalan hefur aukizt jafnt og þétt, og eru nú flestir búandi menn sýslunnar i K. Á. — Það hefur þótt nokkur gaili og fé- lagslegt tómlæti, að lausafólk er ekki margt í félaginu, og vissulega gæti það styrkt fé- lagsskapinn, að það fjölmennti þar einnig. Hygg ég líka að því muni smásaman fjölga, en vel finnst mér það geta átt við hér eins og annars staðar, að — „sígandi lukka er bezt.“ -— Bráðum eru liðin þrettán ár frá stofnun K. Á. — Eins og tölur þær úr efnahags- reikningi félagsins, sem fylgja hér í blað- inu, bera með sér, hefur talsvert á unnizt í því að tryggja efnalega framtíð og sjálf- stæði þess. Ég vil einnig halda því fram, að á þessum árum hafi félagsmenn notið góðra viðskipta í félaginu, enda hafa þeir oft sýnt, að þeim þykir vænt um það, þeg- ar á hefur reynt. — Eins og félagsmenn sjá, hefur nú verið horfið aö því ráði að gefa út félagsrit. Fyrirhugað er að blaðið komi út nokkr- um sinnum á ári eftir ástæðum og þörf. Að útgáfu þess verður að öllu leyti unnið í hjáverkum, og er því ekki hægt að hafa fasta útkomudaga. Brot blaðsins verður framvegis hið sama, sem það birtist í nú, ef lesendunum fellur það, en stærðin að öðru leyti mismunandi eftir atvikum. Út- gáfunefnd blaðsins er fyrst um sinn skip- uð Bjarna Bjarnasyni, skólastjóra á Laug- arvatni, Grími Thorarensen, fulltrúa, Sel- foss, og undirrituðum. Nefndin sendir þetta fyrsta eintak blaðsins til félagsmannanna með von um, að þeir veiti því nú vinsam- legar móttökur, en taki síðan sjálfir því meiri þátt í útgáfu þess, sem tímar líða lengra fram. Páll Hallgrímsson.

x

Árnesingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.