Árnesingur - 01.06.1948, Blaðsíða 1
J
nncýctngó
Þessu eintaki af Árnesing er aðallega
ætlað að koma til félagsmanna reikningi
félagsins fyrir árið 1947. Auk þess er í
blaðinu fleira, sem erindi á til viðskipta-
manna félagsins, skal þar fyrst bent á
grein um brunatryggingar.
Þráfaldlega heyrist sagt frá stærri og
smærri brunum út um sveitir landsins og
ekki ósjaldan fylgir fregninni, að innbú,
eða hey og aðrir lausir munir séu óvá-
tryggðir. Mér þykir það vafalaust, að
margir okkar viðskiptamanna hafi ekki
komið því í framkvæmd að vátryggja
lausafé sitt. Ég vil sérstaklega benda þeim
á að lesa greinina um samvinnutrygging-
ar á öðrum stað í blaðinu og láta síðan
ekki líða einn dag, þar til þeir koma hér
á skrifstofuna og fá muni sína vátryggða.
Þá vil ég vekja athygli á sjálfum reikn-
ingi félagsins, sem prentaður er í blaðinu.
Félagsmenn hafa fengið í stofnsjóð 4% af
öllum búðarvarningi og erlendri matvöru,
sem þeir hafa keypt hjá félaginu, á fyrra
ári var þetta 10% — hér er ekki um
óveruleg hlunnindi að ræða. í þessu sam-
bandi leyfi ég mér að fullyrða það, að
verðlag hjá félaginu er ávalt hið rétta
söluverð varanna. Við tökum nú upp þá
nýbreyttni að auglýsa hér í blaðinu verð
á öllum helztu vörum, en vegna þess að
Árnesingur kemur sjaldan út, munum við
framvegis senda verðlista til félagsmanna
okkar öðruhvoru, og hvetjum við þá til að
bera verð okkar saman við verð annarra
verzlana, sem þeir ná til og hafa svo jafn-
framt í huga að hingað til hefir félagið
getað greitt verulegan arð við reiknings-
lok. Félagið treystir sér vel í þessum sam-
anburði.
Eitt vil ég svo sérstaklega taka fram og
biðja félagsmenn vora að hugleiða.
Nú er mjög erfitt í ári hvað verzlunar-
rekstur snertir, og þá sérstaklega hjá stór-
um fyrirtækjum. Vöruþurrðin er mikil og
þá einmitt helzt á þeim vörum, sem bezt
standa undir rekstrarkostnaði. Á hinn bóg-
inn eru allar hinar nýju hömlur og eftir-
lit, sem á verzlunina hafa verið settar
vinnufrekar og dýrar í rekstri, svo sem
skömmtunarfarganið allt, miðamóttaka,
sortering og skýrslugerðir, eltingaleikur við
innflutnings- og innkaupaleyfi og margt
fleira. Það er því alveg sérstök þörf fé-
lagsins að einmitt nú standi félagsmenn-
irnir hvað fastast um félagið. Það geta
allir félagsmenn lagt sinn skerf til þess að
félagið standist hina örðugu tima með því
að verzla þar alla sína verzlun, að svo
miklu leyti, sem vörur eru þar til. Ég skora
á hvern félagsmann að hafa þetta nú sér-
staklega hugfast og sýna í verkinu skiln-
ing sinn á samvinnumálunum, og um leið
v* \sland/a*)