Árnesingur - 01.06.1948, Blaðsíða 2

Árnesingur - 01.06.1948, Blaðsíða 2
2 ÁRNESINGUR Samvinnutryggingar Með stofnun Samvinnutrygginga, fyrir tveimur árum síðan, hafa samtök sam- vinnumanna, hér á landi, byrjað starfsemi, sem ástæða er til að vekja athygli á, ekki sízt vegna þess, að svo virðist sem talsvert skorti á, að öllum sé ljóst gildi og nauðsyn trygginga. Fullkomnar tryggingar skapa einstakl- ingnum fjárhagslegt öryggi, eitt af frum- skilyrðunum fyrir biómlegu athafnalífi og vaxandi menningu hverrar þjóðar. þegar þetta er haft í huga verður það ljóst hve mikilvægt það er, að tryggingarstofnanir séu starfræktar á sem heilbrigðastan hátt og svari sem bezt tilgangi sínum. Kostir samvinnufléagsskaparins koma ekki sízt í Ijós einmitt á þessu sviði. Þau tryggingafélög, sem hér annast al- menna tryggingarstarfsemi, eru flest eða öll hlutafélög og starfrækt með gróða fárra hluthafa fyrir augum. Samvinnu- tryggingar starfa á samvinnugrundvelli og miða starfsemi sína við hagsmuni við- skiptamanna sinna, sem eru meðlimir fé- lagsins. Ágóðinn, er félagið kann að bera umhyggju fyrir eigin hag og framtíðinni. Alls staðar er samvinnuverzlun góð og heil- brigð, en hvergi er hennar eins þörf og í dreifbýlinu. Aðstaða fólksins þar til eftir- lits með viðskiptum sínum er erfið, og því nauðsyn að geta treyst sinni verzlun og þótt vissulega, og sem betur fer, megi treysta ýmsum einstaklingaverzlunum, þá er þó sjálfs höndin hollust. E. Th. úr bítum kemur viðskiptamönnunum sjálf- um til góða með lækkuðum iðgjöldum. Með aðeins fáum orðum verður hér drepið á helztu þættina í tryggingarstarfi félagsins. Aðalskrifstofur Samvinnutrygginga eru í húsi Sambands ísl. samvinnufélaga í Reykjavík, en kaupfélögin innan sam- bandsins annast svo umboðsstörf fyrir fé- lagið út um landið. Tryggingarnar, er fé- lagið annast ennþá, skiptast í tvær höfuð greinar, brunatryggingar og bifreiðatrygg- ingar auk sjótrygginga. Félagið brunatryggir hverskonar lausa- fjármuni, svo sem innbú, vörubrigðir, vél- ar, skepnur, hey o. s. frv., og miðast ið- gjaldsupphæð hverrar tryggingar við elds- hættu á þeim stað, sem hið tryggða er geymt. Það er furðu algengt, að menn hirðí ekki um að hafa eigur sínar brunatryggð- ar, og mun þar tvennt til bera, ýmist hirðu- leysi eða misskilinn sparnaður. Aðeins fá- ar krónur tryggja verðmæti, er nemur þús- undum króna. Eldsvoðann getur alltaf borið að höndum og þá er engrar vægðar að vænta, enda hefir alltof mörgum orðið hált á því, að treysta á guð og lukkuna i því efni. Við bifreiðatryggingar er, vegna hins mikla og vaxandi fjölda bifreiða hér á landi, umfangsmikil tryggingarstarfsemi. Iðgjöld af þessum tryggingum eru há, sök- um tíðra slysa. Fyrir frumkvæði Sam- vinnutrygginga hafa iðgjöldin nú verið lækkuð um allt að 25% hjá þeim bifreið- um, sem ekki valda tjóni. Þetta er merki-

x

Árnesingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.