Árnesingur - 01.06.1948, Page 4

Árnesingur - 01.06.1948, Page 4
4 ÁRNESINGUR gefið Frökkunum önnur viðfangsefni til að glima við, og komst Þorlákshöfn aftur í eign landsmanna. Engin veruleg mannvirki voru gerð í Þorlákshöfn í þarfir útgerðar, fyrr en eftir 1930, að Kaupfélag Árnesinga hafði eign- ast staðinn. Hóf kaupfélagið útgerð jafn- hliða, sem það gerði allverulegar lending- arbætur, og myndarlegar húsabyggingar fyrir útveginn. Þorlákshöfn var illa sett gagnvart vega- kerfi héraðsins, og naut sín því illa þótt hún lægi skammt frá víðlendustu sveita- byggðum landsins. Þegar setuliðsvinnan flæddi yfir landið, og fjöldi manna, sem áður höfðu þurft að stunda vinnu sína á sjó og landi fjarri heimilum sínum, fengu aðstöðu til að búa heima hjá sér, og vera sóttir í bifreiðum á morgnana til vinnu, og skilað heim að kvöldi, — lagðist útgerð niður í Þorláks- höfn af mannleysi, og staðurinn hvarf úr vitund manna um nokkurra ára skeið. Vorið 1946 verða þáttaskipti í sögu Þor- lákshafnar. Árnes- og Rangárvallasýslur kaupa eignina með öllum mannvirkjum í þeim tilgangi að hefja þar hafnarbætur. Samgöngumálaráðuneytið samþykkir byggingu bryggju, sem stærstu fiskiskip geta lagst að. Þjóðvegurinn er lagður til Þorlákshafnar og bryggjusmíðin hafin. Þorlákshöfn er fundin aftur, og ef verk- leg tækni nútímans fær skapað þar nauð- synlegar hafnarbætur, munu sunnlending- ar að nýju færa þar mikinn afla á land. T. E. Bókakaup Bækur eru nú nálega eina varan, sem ekkí er skömmtuð. Þó nokkuð hafi dregið úr útgáfuflóðinu frá þvl, þegar mest var á striðsárunum, er enn mikið gefið út og mikið keypt af bókum. Mjög tíðkast nú að kaupa bækur til tæki- færisgjafa og meira en áður, vegna þess að erlendar skrautvörur, eða aðrar vörur, sem hentugar eru til slíkra gjafa sjást nú varla í verzlunum. Nú er vissulega ekki nema gott um það að segja, að nota bæk- ur til tækifærisgjafa, sé um góðar bækur að ræða, og oftast er það betri gjöf, en upp og niður glingur, sem oft er til lítilla nota og frekar til óprýði en fegurðarauka í híbýlum manna, en að góðri bók er gagn og ánægja. í sambandi við þessa hugleiðingu vil ég mælast til þess við félagsmenn vora, að kaupa allar sínar bækur í búðum fé- lagsins. Þar gildir það sama og með aðra verzlun í félaginu, að með því styrk- ið þið félagið og sjáið bezt ykkar eigin hag borgið. Af bókum fáið þið ágóðahlut útborgaðan og stofnsjóðsgjald greitt í stofnsjóði ykkar. Öll bófcakaup l K. Á.

x

Árnesingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.