Árnesingur - 01.06.1948, Page 9

Árnesingur - 01.06.1948, Page 9
ÁRNESINGUR 9 Frá félaglnu All erfiðiega hefir gengið undanfariö með útvegun á vörum, og er ekki hægt að segja, því miður, að vænlegar horfi enn, allt mun þó verða gert af hálfu fé- lagsins til að ekki skorti helztu nauðsynja- vörur 1 búðir þess. Búsáhöld og vefnaðarvara er það, sem einkum er hörgull á, og er ekki sjáanlegt að úr rætist í bili, þó standa nú yfir verzl- unarsamningar milli íslands og allmargra annarra landa og má ef til vill ætla, að eitthvað fáist af vörum til landsins seinni part þessa árs, ef ekki bregst síldin í sum- ar, sem nú eins og áður, verður okkar aðal- gjaldeyrislyftistöng, ef vel veiðist. Bakarí. Kaupfélagið hefir keypt bakarí Daniels Bergmann á Selfossi, og hafið starfrækslu þar, vinnupláss er með ágætum og bakaríið mjög vel búið vélum, ætlunin er að þarna verði bökuð brauð og kökur til sölu í búð- um félagsins, og er þess að vænta að fé- lagsmenn sæki viðskipti sín þangað fram- vegis, vöruvöndun mun verða í góðu lagi. Porstöðumaður bakarísins hefir verið ráð- inn Lúðvík Jónsson, bakarameistari á Sel- fossi, með honum munu vinna 2—3 bakarar og nokkrar stúlkur. Kjötbúð. Undanfarin ár hefir eins og félagsmönn- um vorum er kunnugt, öll kjötafgreiðsla farið fram í „lshúsinu“ við hinar verstu aðstæður, sem mjög hafa hamlað sölu fé- lagsins á þessum vörum. Nú hefir verið bætt úr þessu með opnun hinnar nýju kjöt- búðar, henni var fyrirkomið, þar sem áður var vefnaðarvörubúð í gamla verzlunar- húsinu, fyrir innan hafa verið settir upp allstórir kæli- og frystiklefar og vinnupláss bjart og rúmgott. í búð þessari verða einnig seldar mjólk- urafurðir frá M.B.F., mjólk, rjómi, smjör, ostar og skyr. Ullarverksmiðjan. í lopaverksmiðjunni í Hveragerði hefir verið hafin framleiðsla á lituðum lopa, verða þá til í búðum vorum flestir litir af lopa, fyrir utan svo sauðalitina eins og áður, vélar verksmiðjunnar hafa reynst á- gætlega, og framleiðsla gengið vel. Saumastofan. Mjög illa hefir gengið útvegun á fata- efnum, bæði útlendum og innlendum, og ekki sjáanlegt að lagist fyrr en ef Gefjun á Akureyri getur aukið eitthvað fram- leiðslu sína. Allt mun verða gert til úfíægunar efna, einnig geta menn fengið saumað úr efn- um, sem þeir sjálfir leggja til, þegar tími klæðskerans leyfir. Vörujöfnun. All mörg kaupfélög hafa tekið upp hjá sér svokallaða vörujöfnun, þ. e. gefa sjálft út nokkurskonar skömmtunarseðla, sem fé- lagsmenn einir geta fengið, og skammta út á þær vörur, sem verst er að útvega. Með þessari aðferð verða félagsmönnum

x

Árnesingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.