Skaftfellingur - 29.09.1949, Blaðsíða 2

Skaftfellingur - 29.09.1949, Blaðsíða 2
2 SKAFTFELLINGUR Fimmtudagur 29. sept. 1949. ' A* Adeins um tvennt csð veljcs SKAFTFELLINGUR Útgefendur: Nokkrir Skaftfellingar. Ritstjóri: Runólfur Björnsson. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hagsmunir bænda eða heildsala Hagsmunir bænda eða heildsala Á síðasta ári voru m. a. flutt- ar inn 500—600 heyvinnuvélar, sem reyndust þannig, að flestir bændur munu nú þegar búnir að fleygja þeim frá sér. Tæki þessi munu fyrst hafa verið flutt inn af heildsala einum, er síðan seldi SÍS þau, en kaupíélögin voru látin dreifa gersemum þess- um. Slík ráðsmennska er bænda- stétt landsins og þjóðinni allri dýr. Bændur fá hér ónýta vöru fyrir fé sitt og bregzt því sú hjálp, er þeir reiknuðu með, og dýrmætum gjaldeyri er sóað fyr- ir skranið, meðan neitað er um leyfi fyrir innflutningi þekktra heyvinnuvéla. Auk þess hafa hinir mörgu milliliðir sjálfsagt ekki lækkað verð vélanna frem- ur en vant er. En þetta er raunar ekki fyrsta fálmið í innflutningsmálum okk- ar. Svo er að sjá, sem sumir heildsalar þurfi naumast annað en sýna auglit sitt til þess að þeir fái leyfi fyrir stórinnflutn- ingi véla, þótt engin reynsla sé fyrir hendi um nothæfni þeirra hér. Hér verður að taka upp nýja háttu. Innflutning véla til al- mennrar notkunar á ekki að leyfa, fyrr en gæði þeirra og nothæfni hafa verið reynd af færum mönnum. Algengt er, að sumir innflytjendur viti ekki nöfn einföldustu varahluta í vél- ar sínar, og má þá geta nærri um aðra þekkingu þeirra á notagildi vélanna. Gegnir furðu, að þessum mál- um skuli ekki fyrir löngu komið í öruggt form, svo að hundruð bænda séu ekki ár hvert gerðir að hálfgerðum tilraunadýrum og fé þeirra sóað með þessum hætti. Sést af þessu, hve umhyggja ráðandi stjórnmálaflokka er grunnfær, þótt ákaft sé hrópað um nauðsyn aukinnar vélanotk- unar við búskapinn. Síðu-Hallur. í tvö og hálft ár hefur sam- stjórn Alþýðuflokks-, fram- sóknar og sjálfstæðismanna set- ið að vöídum. Stjórn þessi hef- ur notið stuðnings 42 þingmanna af 52, sem á Alþingi sitja. Þessi sterka þingstaða hefur tryggt henni framgang áhugamáia sinna, og hefur þjóðin glöggt fengið að kenna þess bæði í inn- an- og utanríkismálum. Er stjórnin tók við völdum, taldi hún framhald nýsköpunarinnar og stöðvun dýrtíðarinnar vera aðaláhugamál sín. Um efndir þessara og annarra loforða þessara stjórnarfiokka þarf ekki að ræða mikið. „Háít- virtir“ kjósendur hafa kynnzt þeim afrekum, og svo er nú komið, að stjórnarflokkarnir rífast um að kenna hver öðrum um velflest, sem þeir hafa í sam- einingu framkvæmt eða látið ógert. Allir þykjast þeir hafa betur viljað, en þó hljóp aldrei snurða á þráðinn í sambúðinni meðan sætt var. Hver kjósandi veit, að hefði ágreiningur verið um lausn stórmála, þá hafði hver flokkanna í hendi sér að láta úr- slit á þingi ráða samvinnuslitum. Alþýðuflokkurinn hefur forsæti stjórnarinnar <:g hefur því beint í hendi sér að rjúfa samstarfið fremur en láta ganga á gerðan sáttmála. Sjáifstæðisflokkurinn réð einnig örugglega yfir ixfdög- um stjórnarinnar, þar etS hann tryggði henni þingmeirihluta. Og blessaður Framsóknarflokk- urinn með allar sínar fjármála- tillögur hefur horft upp á þær daga uppi hvert þingið af öðru eða vera kolfelldar af „sam- starfsflokkunum", án þess að hann tilkynnti nokkru sinni, að slík afgreiðsla varðaði sam- vinnuslit. „En nú er þó samstarfið rofið samkvæmt kröfu Framsóknar“ mun einhver segja. Ojá, rétt að vísu, en þó ekki nema að nokkru Framsóknarflokkurinn telur sig hafa flutt tillögur um öruggara fjármálaástand, en hefur þegj- andi horft á eftir þeim í gröfina. Framsóknarflokkurinn telur sig hafa viljað betra skipulag á verzlunarmálunum, en hefur þegjandi séð þær tillögur murk- aðar af hinum „lýðræðisflokkun- um“. Framsóknarflokkurinn hef- ur talið sig vilja forðast öfgarn- ar úr austri og vestri, en hefur látið draga sig í dilk með land- ráðamönnum nútímans og af- hent bandaríska „lýðræðinu" hér æðstu yfirráð. Framsóknar- flokkurinn hefur svo að lokum „rofið“ stjórnarsamstarfið og krafizt haustkosninga hálfu ári fyrr en ella skyldi, en situr þó sem fastast í þingræðissamstarfi með „selstöðubröskurunum" og aðstoðaríhaldinu. Þegar þetta allt er athugað, verður manni á, að gruna stjórnarflokkana alla um græsku, er þeir þykjast nú ósáttir um leiðir til úrbóta. Sýnd- ardeila þeirra, sem nú leiðir til kosninga er til þess eins ætluð að villa um fyrir kjósendunum og ijúka þegar þeim kosningum, sem naumast yrði ella komist hjá á næsta ári. Sum stjórnar- blöðin hafa lílca þegar gloprað út úr sér fyrirætlun þessara íhaldsmenn hafa látið í veðri vaka„ að þeir vilji segja upp Keflavíkursamningnum, þegar þar að kemur, söjmm „breyttra aðstæðna“ og láta Atlanzhafs- bandalagið taka við rekstri hans, sbr. stjórnmálaályktun ungra „Sjálfstæðis“manna frá í sumar. Menn kunna að spyrja: Er nú gæsalappasjálfstæðinu orðin ljós skömm sín í utanríkismálum? Ætlar það nú á elleftu stundu, að taka sjálfstæðar ákvarðanir íþeim málum, en hætta að hlíta fyrirskipunum að vestan? Nei, ekki er því að heilsa. Leyfislaust hefur „Sjálfstæðis"- flokknum ekki komið til hugar og mun ekkí koma til hugar að ympra á uppsögn Keflavíkur- samningsins. Leyfi til þess fengu ráðherrarnir þrír, er vestur flugu í vetur. Þá spurðu þeir um það, hvernig á það yrði litið vestra, ef íslendingar segðu upp Keflavíkursamningnum. Svar Achesons var, að ekkert væri því til fyrirstöðu, en þá yrðu þeir að tryggja Atlanzhafsbandalag- inu sömu aðstöðu á vellinum sem Bandaríkjamenn hafa nú! Þetta er það sem býr að baki hreystiyrðunum um uppsögn Keflavíkursamningsins! Lepp- sömu flokka um áframhald stjórnarsamvinnunnar að kosn- ingum loknum. Þegar þessa er gætt, þá er auðskilið, að í þessum kosning- um hafa kjósendur ekki um fernt að velja, svo sem halda mætti, þar sem fjórir flokkar bjóða fram. Hvert atkvæði, sem þessir stjófnarflokkar hljóta nú, þýðir samþykki um framhald þeirra stjórnarhátta um fjár- hags- og frelsismál, sem ríkis- stjórn „lýðræðisflokkanna" hef- ur fylgt til þessa. Kjósendur, sem vilja afnám fj ármálaspillingarinnar, verzlun- aröngþveitisins og frelsi lands- ins, kjósa því allir Sósíalista- flokkinn í þessum kosningum. Stóraukið fylgi hans mundi vekja þann ugg í herbúðum nú- verandi stjórnarflokka, að heið- arlegri stjórnarstefna yrði upp telcin. Hér er því um tvennt að velja: stjói’narfylkinguna eða sósíalista — og er það val ekki erfitt. Síðu-Hallur. mennskan er söm við sig. Annars væri fróðlegt að fá skýringu á þessum „breyttu að- stæðum“, sem íhaldið telur að mæli með uppsögninni. Sam- kvæmt túlkun landsölumanna, hafa Bandaríkin engan yfirráða- rétt á Keflavíkurflugvelli, heldur aðeins lendingarrétt fyrir flugvélar vegna hernámsins í Þýzkalandi (Móti því leggja Bandaríkin fram allt fé til vall- arins!) Bandaríkin hafa enn hernámslið í Þýzkalandi, og því sömu þörf og áður fyrir lend- ingarréttinn. Á þá Atlanzhafs- bandalagið að taka við hernáms- svæði Bandaríkjanna í Þýzka- landi? Að öðrum kosti eru á- stæður óbreyttar, sé skilningur landsölumanna á þessum málum hafður í huga. Þetta er aðeins eitt dæmi upp á óheilindin og falsið, sem land- söluliðið verður að grípa til, vegna þess að það má fyrir eng- an mun játa að Keflavíkurflug- völlur er ekki annað en banda- rísk herstöð og verður það á- fram, þótt Atlanzhafsbandalag- ið tæki við honum. Það er krafa íslenzku þjóðarinnar að honum sé hreinlega sagt upp, og enginn slíkur samningur gerður í lxans stað við nokkurn annan aðila. Uppsögn Keflavík- ursamningsins

x

Skaftfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skaftfellingur
https://timarit.is/publication/1922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.