Skaftfellingur - 29.09.1949, Blaðsíða 4

Skaftfellingur - 29.09.1949, Blaðsíða 4
4 SKAFTFELLINGUR Fimmtudagur 29. sept. 1949. Heimilisvélar Mjög er nú rætt um flóttann úr sveitunum og ýmsra orsaka leitað. Flestir munu þar hallast að þeirri skoðun, að flóttann megi að verulegu leyti rekja til meiri þæginda í kaupstöðum en sveit- um. Bent er á betri húsakost, fjöl breyttari menningar- og mennt- unarskilyrði, meira skemmtana- líf, meiri vélakost við heimilis- störf o. s. frv. Vafalaust á allt þetta mikinn þátt í straumi fólksins til kaup- staðanna, en fæstir vita að ó- reyndu, að mörg þessarar þæg- inda fara utan garðs og ofan hjá meirihluta kaupstaðabúa enn þann dag í dag. En sleppum því í þetta sinn að öfunda bragga- eða kjallarabúann í Reykjavík af húsnæðinu, heimilisvélunum eða öðru því, sem ofþungt er pyngju hans, hvernig sem hann stritar árið út og inn. Hitt skulum við aðeins íhuga, hvernig „sveita- vinirnir" í Framsóknar- og Sjá.U’- stæðisflokknum reyna að stöðva flóttann með því að létt.a kjör sveitafólksins. Annars staðar í blaðinu er minnst á ófremdaróstand það, sem ríkir í vélakaupum til iand- búnaðarvinnu, en vissulega má þó segja, að þar sé hugulsemin sýnu meiri en fram kemur gagn- vart húsmæðrunum úl sveit. Við- urkennt er, að flest sveitaheimili hafa nú ekki annan vinnukvaft en bóndans, húsfreyjunnar og barnanna, meðan bau eru enn á unga aldri. Landbúnaðarvélar létta mörgum bændurn störf þeirra úti við, þótt enn vanti að vísu víða 4 að bændur hafi íeng ið þær vélar, sem nauðsynlegar verða að teljast. Víða er þó þann fengið, að .útivinna bóndans er sízt erfiðari en vinna ýmissa heim ilisfeðra, sem flutzt hafa til sjáv- arsígðunnar. Bændur eru því fæstir fúsir á að flytja úr gróður- lendinu á grasleysið, en sá flótti reynist þó ýmsum þeirra óumflýj anlegur. Hvað veldur? Því er fljótsvarað. Um leið og vélar og tilbúinn áburður gera bóndanum fært að vinna einn þau störf, sem áður þurfti margfalt fleiri hendur til. hefur kostur húsmóðurinnar þrengzt í sama hlutfalli sem vinnukonunum hef- ur fækkað, erfiði hennar marg- faldazt, en fátt eitt komið í stað- inn. Á mörgum bæjum, ekki sízt hér í Skaftafellssýslu, er að vísu komnar upp rafstöðvar, sem spara húsfreyjunni hlaup með tað og ösku, lýsing er orðin betri og rafmagnsofnar ylja bæinn upp í stað fjóshitans áður. En matar- gerðin er að mestu söm sem fyrr- þvottarnir hlutfallslega engu minni, nemá síður skyldi, og all- ar hreinlætiskröfur hafa sem bet ur fer stóraukizt. Þegar alls þessa er gætt, undrar engan, að margar húsmæður til sveita bugast af erfiðinu og kjósa að lokum þæg- indi kaupstaðanna, þar sem brauð in fást fullbökuð í næstu búð, þvottinum hægt að koma til hreinsunar og sitt hvað fleira getur e. t. v. stytt að nokkru hinn óhæfilega langa og erfiða vinnu- dag. Eg gat þess að nokkru. að víða væri. enn skortur sjáU'sagðra heimilisvéla á kaupstaðaheirnil- um. Hitt er þó enn vissara, að þau eru teljandi sveitaheimiFn á Is- landi, sem hafa eignazt þessar ,,vinnukonur“ nútímans og ber þar aðallega tvennt til: í fyrsta lagi er venjulega auð- veldara fyrir kaupstaðabúann að nálgast þessi og önnur tæki sakir nálægðar verzlananna. í öðru lagi er sú staöreynd al- gild, að kaupstaðarbúar eru venjulegast fyrri til að öðru jöfnu að tileinka sér' ýmsar nýjungar. í þéttbýlinu kynnast menn fyrr ágæti og afköstum vélanna, hæg ara er um viðgerðir o. s. frv. — Þegar alls þessa er gætt — og' flestir munu játa, að hér sé skýrt frá staðreyndum — væri eðlilegt að vnæta þess, að „vin- ir“ dreifbýlisins hefðu gert sem þeir gátu þessi valdaár sín til að afla sveitakonunum nauðsyn- legra heimilisvéla svo sem þvotta véla, hrærivéla, kæliskápa o. s. frv. En hver hefur reyndin orðið? Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur öllum almenn- ingi til sjávar og sveita reynzt nær ógerlegt að eignast neinar slíkar vélar fyrir þá mynt, sem enn er talin gjaldmiðill á íslandi. Hins vegar hafa sömu yfirvöld' fyrirskipað innflytjendum, að selja slíkt tæki hverjum þeim, er goldið gæti í sterlingspundum eða dolluruni. Skyldi ríkisstjórn þrí- stirnisins halda, að sveitafólki og fátækri kaupstaðaalþýðu gangi greiðar að útvega þá peninga en íslenzkar krónur. Nú er vitað mál, að öflun er- lends gjaldeyris er nær óhugsandi fyrir sveitafólk. Hins vegar hafa ýmsir kaupstaðabúar, sem ekki töldu sig geta verið án þessara lieimilistækja, neyðzt ti! að kaupa erlenda mynt á svörtum markaði til að geta leyst úr vandræðum sínum. En það er svo að sjá, sem háttvirtum stjórnendum haíi jafn vel þótt þetta of auðveld leið íyr- ir alþýðuna: Um síðustu áramót létu þeir Alþingi samþykkja gjaldeyrisskattana svonefndu, þar sem lögákveðið var, að gjald- eyrir fyrir_ýmsum érlendum vör um sky;ldi seldur allt að tvöfóldu verði eða meira. Þeir réttlættu sig með því, að hér væri aðeins um óþarfavarning að ræða og því kæmu þessi skattar ekki niður á almenningi. Meðal „óþarfans“ eru allar raf magnsvélar nema eldavélar, og skulu nú tekin þrjú dæmi um af leiðingar þessa „lúxusskatts". a) Þvottavélar munu að allra dómi, er reynt hafa, þau tæki, er hvergi ætti að vanta á íslenzkt heimili, nema ef vera skyldi að þær væru óþarfar þar sem pening ar eru nægir til að senda þvott- inn daglega í þvottahús og efna- laugar. Enskar þvottavélar munu hafa kostað um 32—36 sterlings- pund í innkaupum eða ca. 840— 950 kr. Síðan leggjast flutnings- gjöld, álagning heildsala og smá- sala, tollar o. fl. á. Algengt verð þvottavéla var því ca. 1200—1800 kr. En samkvæmt hugulsemi stjórn arflokkanna er 50% gjaldeyris- skattur á þvottavélum, og inn- kaupsverð þeirra hefur bví hækk að úr kr. 840—950 í kr. 1260- 1425 og er þá enn sem fyrr eftir að leggja á bær innflutningsgjöld o. s. frv. Vél, sem áður kostaði kr. 1200 er nú seld á minnst kr. 1620. b) Brauðgerð, skyrgerð og ýmis annar matartilbúningur er stór- um auðveldari, ef húsmóðirin hef ur hrærivél við hendina. Slíkur ,,óþarfi“ kostaði að réttu lagi 11 -—16 sterlingspund eða 290—420 krónur auk álagningar og ann- arra gjalda. Hér þóttijiinura vitru mönnum sanngjarnt að hafa skattinn 100%, svo að innkaups- verðið er kr. 580—840 kr. ef þú ert svo heppin að finna einhverja smugu til að nálgast þetta náuð- synlega heimilisáhald. c) Kæliskápar þykja góðar mat argeymslur, a. m. k. er óhætt að fullyrða, að þeir séu taldir nauð- Sfefnur og flokkar Framhald af 1. síðu. rjúfa á samstarfið þegar nær dreg ur kosningum, til þess að svíkj- ast undan ábyrgð á eigin verkum og slá ryki í augu kjósenda. Borgaraflokkarnir hafa nú stjórnað landinu sameiginlega í rúml. tvö og hálft ár. Þeir lof- uðu að stöðva dýrtíðina og- lækka hana, en það þýddi í þeirra munni að velta byrðum hennar yfir á almenning. Það gerðu þeir með því að leggja nokkuð á ann- an hundrað millj. kr. í sköttum og tollum á þjóðiná og skerða kaupgjald um 10% með lögum. Þeir lofuðu að vernda og tryggja sjálfstæði Isiands. Það gerðu þeir með því að binda það á klafa Marshallsamningsins, innlima það í hernaðarkerfi Bandaríkj- anna og gera það að útvarðstöð í fyrirhuguðu stríði gegn Sovét- ríkjunum. Það er því eklu að urídra, að þessi stjórn er orðin einhver sú illræmdasta, sern setið hefur að völdum hér, enda þykir stjórnarflokkunum ekki sætt lengur nema koma kosning- unum af sem fyrst. Loddaraleik- urinn er að þessu sinni auðsxrri en nokkurntíma áður. Stjórnin situr áfram sem ábyrg meirihluta stjórn og ætlar að sitja eftir kosn- ingar, ef flokkum hennar tekst nokkurnveginn að halda fylgi sínu. Þá skal haldið áfram sömu braut og áður: reynt að þrengja kosti almennings til sjávar og sveita, hvort sem það verður gert með gengislækkun eða öðr- um álíka bjargráðum, til þess að auðmenn og braskarar geti á- fram ginið yfir þjóðarauðnum og óátalið þrætt útjaðra hegningar- laganna á refilstigum gróðahyggj unnar. Aðeins stórfelldur sigur Sósíalistaflokksins í kosningun- um getur hnekkt þessari stjórn- arstefnu. Það væri því mjög mis- ráðið af stjórnarandstæðingum, hvar sem þeir hafa staðið, að kasta atkvæði sfnu á stjórnarflokk ana nú, með þeim forsendum að synlegir á heimilum allra ráð- herranna, flestra þingmannanna, allra „betri“ borgara Reykjavík- ur, forstjóra allra „ráðanna" o. s. frv. En vesalings sveitafólkið og aðrir fátækir bjálfar sem líka vilja geta geymt mat sinn ó- skemmdan til næsta máls, þeir verða nú að greiða sterlingspund- i'ö tvöföldu verði, ef þeir vilja eignast þennan óþarfa. Áður þurfti 840—1500 kr. til greiðslu á þeim í erlendum gjaldeyri, sem kæliskápar kostuðu. Nú kostar sami gjaldeyrir 1580—3000 kr., og má hér enn sjá velvilja og um Framhald á 3. síðu. einn se eitthvað skárri en annar. Niðurstaðan verður aðeins sú að gefa afturhaldsöflunum byr und- ir vængi. Hvert atkvæði sem Sós- íalistaflokkurinn fær, stuðlar að breyttri stjórnarstefnu. „Þjónar Sfalíns" Þegar deilt er á núverandi stjórnarflokka fyrir slælega og hættulega stjórn þeirra á land- inu, er svarið venjulegast að efni til eitt, þótt orðalagið geti verið með ýmsum hætti: „Þú ert kommúnisti og lýtur austrænu valdi. Öll ykkar orð og gerðir miðast við þjónustu við Stalin.“ Sumir „lýðræðisvinirnir" bæta svo við ósk sinni um útlegð allra sósíalista og telja það eitt geta frelsað okkar hjartkæru fóstur- jörð. Vorkunn er þeim, sem enn halda að slík hróp nægi til að kæfa óánægju fólksins yfir verzl- unarmálum, skömmtunarmálum, skattamálum, húsnæðismálum og sjálfstæðismálum eins og framkvæmd þeirra hefur orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar. En til frekari skýringar á „þjónustunni við Stalin“ mætti kannske nefna nokkur atriði: Af „þjónkun við Stalin“ hafa sósíalistar sjálfsagt barizt fyrir stórfelldri aukningu framleiðslu- tækja, sem til þessa hafa forðað landinu frá gjaldþroti, þrátt fyr- ir óstjórn hinna réttlátu. Af „þjónkun við Stalin" hafa sósíalistar beitt sér fyrir auk- inni kaupgetu alþýðunnar í landinu, sem síðan hefur getað keypt framleiðsluvörur bænd- anna því verði, er tryggði þeim afkomuöryggi. „Af þjónkun við Stalin" berj- ast sósíalistar gegn tollum á neyzluvörur og nauðsynjar al- mennings, svo sem heimilisvél- ar, benzín o. fl., en krefjast þess jafnframt að ríkisteknanna sé aflað með stórauknum sköttum á heildsala og fj árbraskara, sem nú eru að mergsjúga þjóðina og færa hana í erlenda skuldafjötra. „Af „þjónkun við Stalin" kröfðust sósíalistar þess eindreg- ið, að þjóðin fengi sjálf að á- kveða í leynilegri, lýðræðislegri atkvæðagreiðslu, hvort land hennar yrði fjötrað í hernaðar- bandalag eða stæði við sitt stolta heit um ævarandi hlutleysi. Mikil er sú þjónusta við hinn austræna bónda, en guði sé lof meðan enn finnast þúsundir slikra þjóna á íslandi. Síðu-Hallur.

x

Skaftfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skaftfellingur
https://timarit.is/publication/1922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.