Skaftfellingur - 29.09.1949, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. sept. 1949.
SKAFTFELLINGUR
3
Farið á fjörur
Sekir sýknaðir
Hæstiréttur hefur nú fyrir
nokkru sýknað Alþýðuflokks-
broddana, sem seldu sjálfum
sér húseignir verkalýðsfélaganna
í Reykjavík, þegar þeir sáu fram
á að „frægðartíð“ þeirra þar var
á enda. Samkvæmt þessum
hæstaréttardómi var eignunum
löglega stolið, eins og réttilega
var að orði komizt í merku
blaði, er undirréttardómur féll
í málinu. í stéttaþjóðfélagi er
réttarfar og dómstólar sjaldnast
óhlutdrægir í málum, sem eru í
eðli sínu pólitísk eða snerta
stéttabaráttu og þarf því enginn
að láta slíkan dóm, sem þennan
villa dómgreind sína. Enn stend-
ur sá dómur heilbrigðs almenn-
ingsálits óhaggaður, að athæfi
kratabroddanna hafi ekki verið
annað en auðvirðilegt eigin-
hagsmunabröit og misbeiting á
valdi, sem þeir voru illa að komn-
ir. Slíkum mönnum er til alJs
trúandi, en fyrir engu.
Kosningabaráttan
er hafin. Það sem hefur ein-
kennt hana af hálfu stjórnar-
liðsins er alger skortur á mál-
efnum, er hresst gætu uppá þess
póhtísku æru. Stjórnarflokkarn-
ir virðast jafnvel vera í vand-
ræðum með skammaefni hver
á annan í þetta sinn, sem reyndar
er eðlilegt. Tíminn talar lítið um
gengislækkunina, sem hét þó að
vera tilefni þingrofsins. Blaðið
segir blátt áfram, að eftir kosn-
ingarnar verði „enginn ágrein-
ingur um það milli þeirra flokka,
sem staðið hafa að núverandi
ríkisstjórn, að grípa verði til rót-
tækra ráðstafana til hjálpar
framleiðslunni eins og niður-
færslu gengislækkunar eða ann-
arra þvílíkra". Þetta mun vera
rétt. Alþýðublaðið reynir að
láta líta svo út sem það sé að
berjast gegn gengislækkun. Það
gerði Alþýðuflokkurinn líka
1937. Eftir tvö ár samþykkti
hann 18% gengislækkun. Tíminn
segir: „Eftir kosningarnar------
er líka víst að það verður jafn
auðvelt og að leggja saman tvo
og tvo að fá Stefán Jóhann til að
fallast á niðurfærslu eða geng-
islækkun." Það er líka mjög trú-
legt. Morgunblaðið segir að all-
ur ófarnaðurinn sé því að kenna
að stefnu „Sjálfstæðis“flokksins
í dýrtíðarmálunum sé ekki fylgt.
Hvaða stefnu? Enginn hefur
nokkru sinni séð örla á stefnu í
dýrtíðarmálunum hjá flokki
Mbl., enda verður dýrtíðarmálið
ekki leyst, nema á kostnað pen-
ingalegra húsbænda þess. Mbl.
vill þvert á móti gera þá einráð-
ari í verzlun og atvinnurekstri en
nú er og hamast gegn nefndum
og ráðum, sem „Sjálfstæðis-
flokkurinn“ hefur átt drjúgan
þátt í að koma á laggir og skip-
að að nokkru sínum mönnum.
Ekki skal það undan dregið, að
starfsemi ráða þessara hefur oft
orðið til ills eins, enda ekki
þjónað hagsmunum almennings.
Milli stjórnarflokkanna er
engin barátta. Kosningabaráttan
er milli stjórnarflokkanna ann-
ars vegar og Sósíalistaflokksins
hins vegar og á úrslitunum velt-
ur, hvort sömu stjói'narstefnu
verður haldið framvegis eða
ekki.
Slefsögm íhaldsins
Alkunnugt er, að íhaldssálir í
Reykjavík breiddu út þá slef-
sögu i vor, að sósíalistar hefðu
kveikt í netjagerðinni sem
brann, til þess að „flýta íyrir
hruni“. Svo sannaðist að piltur
sá, er í kveikti, var úr íhalds-
herbúðunum, sonur „heldri“
borgara í bænum og gerðist þó
enginn sekur um þá fávizku, að
gera „Sjálfstæðis“flokkinn á-
byrgan fyrir verkinu. Þessi
hrelling hefur síðan ýerið eins
og bögglað roð fyrir brjósti
Morgunblaðsins. Hefur það
einskis látið ófreistað til þess að
koma slefberaorðinu af sínu liði
yfir á sósíalista. Vitað er, að
meðal manna hafa gengið miður
þokkalegar myndir frá Kefia-
víkurflugvelli, meðal annars
kom eitt sinn maður með slík-
ar myndir inn á skrifstofu æsku-
lýðsfylkingarinnar í Reykjavík.
Þetta varð að stórmáli hjá „rétt-
vísinni" í landinu (hvað halda
menn að gerzt hefði, ef brennu-
vargur hefði fundizt í liði sósíal-
ista?)
íhaldið hélt að þetta væri til-
valið rógsefni fyrir sig og hóf
nú Morgunblaðið rógsherferð
mikla. Þannig segir Mbl. 30. ág.,
að „klámmyndaskoðun" sé „eitt
helzta viðfangsefnið“ í félags-
skap ungra sósíalista!! Með
sama rétti mætti segja, að klám-
myndaskoðun sé aðalviðfangs-
efnið á skrifstofum Mbl., eða í
dómsmálaráðuneytinu, því ætla
má að greinarhöfundur Mbl.
(sem mun vera dómsmálaráð-
herrann sjálfur) hafi séð mynd-
irnar, sem hann segir að séu
|„viðbjóðslegar saurlífismyndir“,
svo kunnuglega talar hann um
þær. Séu þau orð rétt lýsing á
myndum, sem áreiðanlega munu
vera frá Keflavíkurflugvelli,
eru þær sönnun þess, að þar fari
fram viðbjóðslegur saurlifnaður,
óátalið af þeim íslenzkum stjórn-
arvöldum, sem a. m. k. í orði
kveðnu hafa yfirstjórn á vellin-
um. Þeir sem þar eiga hlut að
máli eru því sekir um að hilma
yfir ósómann og ættu því sam-
kvæmt hinni hárfínu siðgæðis-
kennd Mbl. að vera „viðbjóðs-
legir“.
Aftmhaldstillögu,' i
stjórnarskrármálinu
Nokkrir pólitískir skipbrots-
menn hafa nýlega haldið Þing-
vallafund, að íornum hætti, til
að ræða um stjórnarskrármálið
og hafa þeir notið til þess full-
tingis nokkurra góðra bænda af
Suðurlandi. Fengu þeir einir
fundarréttindi, er tjáðu sig £yr-
irfram samþykka ákveðnum til-
lögum í málinu, enda ríkti „mik-
ill einhugur“ á fundinum, að
sögn blaðanna. Stjórnarskrártil-
lögur fundarins voru að mestu
sniðnar eftir hinu þrönga lýð-
ræðisformi Bandaríkjanna, enda
sumir helztu áhrifamenn fund-
arins bandóðir landsölumenn.
Aðalefni tillagnanna er: Afnám
þingræðis, forsetaeinræði, ein-
menningskj ördæmi og að nokkru
óbeinar kosningar (kjörmanna-
kosningar). Á þetta fyrirkomu-
lag að hnekkja lýðræðinu og
tryggja afturhaldinu völdin í
framtíðinni. Einnig á að skipta
landinu í fylki (sbr. Bandarík-
in!), sem eiga að hafa fjármál,
fræðslumál .samgöngumál, heil-
brigðismál, hafnarmál og skipu-
lags- og byggingamál sér. Að-
altekjustofnar fylkjanna eiga að
vera fasteignaskattur úr þeim,
hverju fyrir sig og hluti af
tolla- og skattatekjum ríkisins.
Þetta er manni sagt að tryggja
eigi að hagur einstakra lands-
hluta sé ekki fyrir borð borinn.
Heldur er það hæpið, þegar á
það er litið hvað aðstaða fylkj-
anna til fjáröflunar hlyti að
verða geysimisjöfn. Að vísu hef-
ur ekkert komið fram, er sýnir
hvernig tillögumenn hugsa sér
tilhögun fylkjanna, en vitanlegt
er að Reykjavík hlyti að verða
fylki sér. Hugsum okkur að
Suðurland, frá Skeiðarársandi
Hellisheiði eða lengra, yrði eitt
fylki. Suðurlandsfylkið hefði
enga innflutningshöfn, þangað til
það gæti byggt hana fyrir eigið
fé, yrði það að fá allan innflutn-
ing um Reykjavíkurhöfn. Þannig
gæti Reykjavíkurfylkið skattlagt
Suðurlandsfylkið án þess nokk-
uð kæmi í staðinn. Reykjavík
hefur þegar hvorttveggja í senn,
mest þægindi og mesta tekju-
stofna. Suðurlandsfylkið
mundi hafa hverfandi lítil þæg-
indi og hverfandi litla tekju-
stofna á borð við Reykjavík. Þ.
e. a. s. hlutfallslega margföld
verkefni að vinna miðað við
Reykjavík og margfalt minna fé
til framkvæmdanna. Fasteigna-
skatturinn úr fylkinu ásamt
hluta þess úr toll- og skatta-
tekjunum mundi varla hrökkva
lengra en til þeirra mála, er
ríkið kostar nú, svo sem til við-
halds vega, skólamála, heil-
brigðismála, ásamt kostnaði víð
stjórn fylkisins. Nei, þessi fylkja-
skipting er ekki annað en
heimska, okkar litla og strjál-
byggða land er, ekki til skipt-
anna. Við þurfum samstillt átak
allra til þess að gera það byggi-
legra, þar sem annars byggilegt
er á nútímans mælikvarða. En
að því þarf að vinna skipulegar
og markvissara en viðgengist
hefur til þessa.
HEIMILISVÉLAR
Framhald af 4. síðu.
hyggju stjórnarflokkanna fyrir
almenningi í landinu.
Sumir kunna að halda, að þessir
gjaldeyriskattar nái þó jafnt til
allra þegna þjóðfélagsins, hinir
ríku verði vissulega að borga þá
eigi síður en fátæklingarnir.
Þetta er einnig misskilningur.
Auðmenn landsins hafa á undan-
förnum árum veitt sér þessi þæg
indi sem önnur löngu áður en al-
þýðufólki tókst að spara saman
til slíkra kaupa. En þegar vitað
var, að almenningur hafði af af-
spurn kynnzt þessum þægindum
og skildi nauðsyn þeirra, þá sáu
hinir ríku sér leik á borði einu
sinni enn, að láta nú almúgann
bera þyngstu byrðarnar áfram í
þjóðfélaginu. Þeir nýríku, sem
enn þurfa að kaupa slík tæki,
munu víst varla sjó í botn pyngju
sinnar, þótt þeir verði að sætta
sig við að greiða „lúxusskattinn."
Skaftfellskar konur. Eg skora
á ykkur að íhuga vel, hverjir sí-
fellt tefja fyrir bættum lífskjör-
um ykkar. Spyrjið frambjóðend-
urna um afstöðu þeirra til þess-
ara og þvílíkra mála í fortíð og
framtíð. Svörin verða að lokum á
eina lund: Frambjóðendur ríkis-
stjórnarflokkanna bera siðferði-
lega ábyrgð þessara álaga og
munu raunar naumast fá þeim
aflétt, þótt þeir vildu. Auðmenn
Reykjavíkur hafa öll ráð þessara
flokka í hendi sér, þótt þeim þyki
oft hentara að láta myndarbænd-
ur eins og Jón Gíslason eða vel
kynnta embættismenn sem Jón
Kjartansson framkvæma óþurtar
verkin og annast síðan atkvæða-
veiðarnar, ef ekki barf „gull-
kálf“ til að vinna kjósendur til
„réttrar" trúar".
— Þessj dæmi ættu að nægja.
Síðu-llallur.