Óháð vikublað - 09.02.1942, Blaðsíða 3

Óháð vikublað - 09.02.1942, Blaðsíða 3
0 H A Ð VIKUBLAÐ Strið eða friður Framh. af bls. 1. birtist þeim í gervi hungurvof- unnar, heldur en standa fast á augljósum rétti. Með þessum hætti getur vinnuveitendum auðnast að hrjóta viðnámsþrek verkamanna og neita réttmæt- um kröfum þeirra. f þessum átökum giidir hið sama og jafnan, þá er tveir rleiia: Báðir aðilar eiga sinii rétt. Atvinnureksturinn er und- irstaða þjóðfélagsins. Hann myndar hornsteina þess. Séu hornsteinarnir ótraustir, getur byggingin hrunið að grunni áð- ur en varir. Pess vegna hlýtuv síi krafa að eiga fullkominu hljómgrunn meðal þjóðarheild- arinnar, að atvinnuveg'irnir séu traustir og réttur þeirra full- komlega tryggður. Hins vegar mun enginn heilvita maður skella skolleyrum við þeirri gamalkunnu staðreynd, að verð- ur er verkamaðurinn launanna. Jafnframt því, sem hverjum starfhæfum manni ber skylda ;ii að leggja fram alla starfs- orku sína í þágu heildarinnar, þá ber honum einnig fullkom- inn og óskoraður réttur til launa í samræmi við starf sití. Rétturinn í öndvegi. Þannig er réttur beggja aðila aug'ljós og óumdeilanlegur. Hernaðarástand í atvinnumál- um þjóðarinnar, þar sem átök- in eru í meginatriðum mörkuð sömu höfuðdráttum og í raun- verulegu stríði, er því fullkom- lega óeðlilegt. Orlausnarefnið í atvinnumálunum liggur því ljóst fyrir. Það er að leiða rétt- inn í öndvegi í stað ulfuðar, of- beldis og kúgunar, sem nö markar meginsvip í samskipt- um þessara aðila. Undirstöðu- atriðin eru augljós og orka ekki tvímælis. Ríkisvaldinu ber að samhæfa hinar ýmsu greinar atvinnurekstrarins, beita sér fyrir endurskipulagningu þeirra og greiða fyrir- nýjum atvinnu- greinum með það fyrir augum, að rum sé fyrir hverja starf- andi hönd og allir möguleikar til atvinnu og framleiðslu nytj- aðir út í æsar. Þegnunum ber skylda til að vinna. Verkföll og vcrkbönn yrðu ekki leyfð. Af hálfu þjððfélagsins sjálfs yrði skorið úr um það, hvað verka- mennirnir skyldu bera úr být- um. Grundvöllurinn yrði sann- virði vinnunnar og laun sam kvæmt eðli starfsins, sem unniö er. Deilur milli vinnuþiggjénda og vinnuveitenda væru úr sögu. Iívor aðili nyti fyllsta réttar. Allir hefðu atvinnu og laun í fuHkomlega réttu hlutfalli við starf sitt. Gengi atvinnuveg- anna væri tryggt og þar með góð afkoma allrar þjóðarinnar. Hernaðarástand í atvinnumál- um með hinum frumstæðu bar- áttu aðferðum, verkföllum og verkbönnum, heyrði til sögu þeirra tíma, þegar mennirnir höfðu ekki enn fundið samfé- lagsform við sitt hæfi og' of- beldið skipaði sæti réttlætisins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Að kvöldi 8. f. m. gaf ríkis- stjórnin út lög um gerðardóm í vinnudeilum. Tilgangurinn með lagasetningunni var sá, að stöðva frekari hækkun á kaup- gjaldi og vöruverði í landinu, þ. e. a. s.: Lögbinda þann grund- völl kaupgjalds og verðlags, sem í landinu var í árslok 1941. Ríkisstjórnin hafði þráfald- lega verið sökuð um aðgerða- leysi í hinum svonefndu dýr- tíðarmálum og bent á hættuna af hinni stöðugt vaxandi verð- hólgu í landinu. Þetta var gcrt jöfnum höndum af fylgismönn- um stjórnarinnar og andstæð- ingum og virtist því gefa til kynna nokkurn veginn einhuga þjóðarvilja um það, að reynt væri að hamla gegn verðbólg- unni. Enda verður ekki um það deilt, að með hinni hraðvaxandi dýrtíð, samfara óhjákvæmi- legri rýrnun á verðgildi pening- anna, var fjárhagslegu öryggi í þjóðfélaginu lokið. Launþegar fengu æ fleiri krónur handa milli fyrir vinnu sína. En í kjöl- far hverrar einustu launahækk- unar konr ný verðhækkun, sem gleypti alla launahækkunina og stundum meira til. Flið raun- verulega verðgildi perrmganna lækkaði því með hverri nýrri launahækkun. Á sama hátt rýrnaði allt sparifé lands- manna. Trygglngar, sem menn höfðu keypt sér til að mæta slysum, eldsvoða eða elli minnk- uðu að verðgildi að sama skapi. Jafnframt léttust sjóðir allra þeirra forsjálu í þjóðfélaginu, sem höfðu gert sér að skyldu að spara nokkurt fé til elliár- anna. Verðfellingu gjaldeyris- ins fylgir blint kapphlaup um verðmætin í þjóðfélaginu. Af því leiðir, að þjóðarauðurinn, þ. e. a. s. hin raunverulegu verð- mæti, sem verðfelling pening- tenna vinnur lítt eða ekki á, safnast á fárra manna hendur. Leikslokin verða því þau, aö andspænis hinum snauða fjölda, senr hefur metið gæði lífsins eftir fjölda fánýtra seðlakróna, stendur fámenn forréttindastétt auðmanna þeirra, sem hafa söls- að undir sig verðmætin í þjóð- félaginu, meðan allur þorri manna var blindaður af ljóma hinna fallvöltu seðla. Eftir slíkt hrun eru hinir mörgu bjargálna menn, kjarni hvers þjóðfélags, staddir á vonarvöl og hinir snauðu eru snauðari en nokkru sinni fyrr. Enn er þess að geta, að vax- andi dýrtíð í hverju þjóðfélagi þýðir vaxandi framleiðslukostn- að. Útflutningsvörurnar standa því æ verr að vígi í samkeppni k erlendum markaði og sú hætta vofir yfir, að útflutnings- atvinnuvegir bíða óbætanlegan hnekki, en þá er vís voði fyrir dyrum. Það er því fullkomlega nauð- syn á því að reynt sé að stöðva verðbólguna innan lands. Hitt er aftur annað mál, að ríkis- stjórnin lætur ærið seint til sín taka með ráðstafanir sínar. ÍVerðbólguna átti að stöðva í síðasta lagi fyrir ári síðan, um áramótin 1940—41. Á síðast liðnu ári hefur skapazt mis- ræmi milli hækkunar á vöru- verði og hækkunar á kaup- gjaldi. Á því ári-hefur og öng- þveitið í þessum efnum komizt á hærra stig en orðið var um næstsíðustu áramót. Undir lok þessa árs gerðust þau fáheyrðu tíðindi í skriðuhlaupi verðbólg- unnar, að verðhækkun á mjólk var rökstudd með hækkun á vísitölunni, en síi hækkun hafði aftur á rnóti verið skýrð með því, að fyrri hækkun á mjólk- urverði væri orsök hennar. Þarna er afleiðing gerð að or- sök og skýrir þetta einfalda dæmi betur en mörg orð, í hver l óefni þjóðin hafði hrakizt í þessum efnum. Ennfremur verður þess ekki dulizt, að ríkisstjórninni hefur farizt ærið óhönduglega um setningu bráðabirgðalaganna og skipun gerðardómsins. Laga- setningin er boðuð fyrir fram með allmiklu steigurlæti. Síðan líður á aðra viku. Verkfölí standa yfir. Allir vita, að rík- isvaldið hefur ákveðið að grípa inn í deiluna. Allan þennan tíma skapast og magnast and- úð á þeim ráðstöíunum, seiu menn vænta frá ríkisvaldinu. Þá loks korna lög um gerðar- dóm og í þeim það ákvæði, aö grunnkaup skuli yfirleitt ekki hækka. Slík lög áttu vitanlega umfram allt að vera sett áður en til vinnustöðvunar kom og án þess að þau væru boðuð fyr- ii frarn sem eins konar hern- aðaraðgerðir. Það er eðlilegt, að ríkisvaldið leitist við að firra þegnana vandræðum af háska- legri verðbólgu í landinu. Hér var hins vegar of seint gengið til verks og lítilli Jagni beitt í framkvæmdunum. Hefðu við- líka ráðstafanir og þær, sem nú voru gerðar og búið hafa rík- isvaldinu ærinn vanda, verið gerðar fyrir einu ári síðan, hefði allur almenningur í land- inu kunnað hinni lítið ástsælu »þjóðstjórn« þakkir fyrir. — Enn er þess að geta, að sam- setning gerðardómsins er alger- lega út í hött og lítils af hon- um aðl vænta af þeim ástæðum. 1 honurn áttu að sjálfsögðu að sitja fulltrúar vinnuveitenda og vinnuþiggjenda og oddamaður af hálfu ríkisvaldsins. Þáttur Stefáns Jóhanns. Innan ríkisstjórnarinnar urðu svo hörð átök um framan- greindar ráðstafanir, að þau kostuðu hina margnefndu >>þjóð- stjórn» lífið. Stefán Jóh. Stef-* ánsson, sem einna helzt mun hafa skoðað sig senr fulltrúa verkamanna í stjórninni, sagði af sér í mótmælaskyni við á- kvarðanir meðráðherra sinna. Eftir það var starfsskipting í ráðuneytinu endurskipulögð og samstjórn Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins fer nú með völd í landinu, skipuð þeim fjórum fulltrúum, sem þessir flokkar áttu áður í ríkis- stjórninni. Brottför Stefáns Jóhanns úr ráðuneytinu verður ekki skýrð nema sem tilraun til persónu- legrar auglýsingastarfsemi fyr- ii hann. Ef hann hefur átt að skoðast sem fulltrúi verka- manna í stjórninni, voru aldrei ríkari ástæður til að hann ætti þar sæti en einmitt þá, er full- sýnt var, að ríkisvaldið mundi meira láta til sín taka um kaup- gjaldsmál en áður hafði verið. Hagsmunir verkamanna kröfð- ust þess, að fulltrúi þeirra sæti kyrr í stjórninni og neytti þar allra sinna áhrifa. Það skipti engan veginn litlu máli frá þeirra sjónarmiði, hvernig væntanlegur gerðardómur yrði

x

Óháð vikublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óháð vikublað
https://timarit.is/publication/1923

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.