Óháð vikublað - 09.02.1942, Blaðsíða 5

Óháð vikublað - 09.02.1942, Blaðsíða 5
OHAÐ VIKUBLAÐ mánodaginn 9. febrúar 1942 Qeta íslendiogar skrifað svona? Fyrir nokkru síöan auglýsti saka- dómar.i eftir vitnum 1 máli lögregl- nnnar hér í bænum og tveggja Norð- manna. Menn þessir munu hafa átt þátt að einhverskonar útökum á gamlaárskvöld eða nýársnótt miili lögreglunnar aimarsvegar og mann- safnaðar, sem hún var að dreifa, h,ins veg'ar. -. Nú er svo að sjá sem Norö- menn þessir dragi í efa heimild ís- j lenzkrar lögreglu til að halda uppi j lögum og' reglum á aJmannafæri. Seg- i ii' svo í auglýsingu sakadómara, aö oröið hafi »nokkrar sviftingar við | þá«. Og auglýsing sakadómara virðist I fullkomlega gefa til kynna, aó ein- hverskonar má.la&tapp eigi sér staö úí af þessum atburði. i>aö er al- kunna, að íslenzk yfírvöld, hærri og lægri, eiga í ærnum vanda gagnvai t fraanandi öflum, seni Utt spyrja um lög og rétt á fslandi, ef þau telja hagsmuni sína. a.nnars vegar. Allir góðir íslendingar óska þess, að þjóö- in megi bera gæfu til að s.ta.nda al- gerlega sameinuð gegn þessum öflum, hvað sem líður ágreiningi i innan- landsmálum. Þó eru. til íslenzk blöð, sem öðru hvorú, virðast meta málstað útlendinganna meira en málstað sinn- ai eigin þjóðar. Pann.ig geröi Alþýöu- hlaðið málstað fyrrnefndra Norð- manna. að sínum málstað og virtist líta á þá sem einskonar píslarvotta. Jafnframt fólst í ummælum blaösins illa dulin hvatning til væntanlegra vitna í málinu, sem orða mætti á þessa, leið: »Blessaðir »pundið« þio nú á lögreglu.na! Hún á fyrir þvíi Hér eiga útlendingar hlut aö niáli o( þetta er því tilvalið tækifæri til að klekkja á lögreglunni svo aö um munar!« — Slík skrif sem þessi mættu vissulega fremur kenna vid landráð en hin, þar sem verið er að halda, uppi vörn íyrir islenzkan mál- Stað gegn ágengni útlendinganna. fslendingar geta ekki skrifað svona. Til þess þarf ásvikna kvislinga. í uæsta hlaði rerður 111. a. rætt um (iau ste/nnhvörf í st.iórnuiálum luuds- ins, sem úrslit bæ.iai’stjórna- oa t'reppsnefnðfli'kosiiliiKanna lelða í l.iós. H t Eiaiskipafélag íilands Aðalfundup. Aðalfundur Hlutaíelagsins Eimskipafélags Islands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Heykjavík. latigardaginn G. júní 1942 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ; 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög- uninni á yfirstandi ári. og ástæoum fyrir henni. °» leggur fram tii úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. des. 1941 og efnahagsreikn- ing með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá end- urskoðendum. 2. I'ekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjóvn félagsins í stao þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endnrskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna ;ið verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umbóosmönnum hluthafa á skrifstofu fé- lagsins í Reyk.javík. dagana 3. og 4. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Revkjavík. Reykjavík, 26. jatnuar 1942. STJORNIN. Auglýsing nm vegabréf Samkvæmt heimild í bráöabirgðalögum frá 9. des. 1941 um notkun vegabréfa innanlands heiur dóms- málaráðuneytið fyrirskipað, að allir menn, konur og karlar, 12 ára og eldri, hér í umdæminu skuli bera vegabréf. Vegabréf þessi verða gefin út hér við embættið, og hefst afhending þeirra nú á næst- unni. Vegabréfin verða með mynd af vegabréfshafa. og er öllum skylt að afhenda tvær skýrar myndir af sér, en að öðru leyti verða vegabréfin liitin í té ókeypis. Athygli almennings hér í bænum er því vakin á því, að hafa til taks 2 myndir í þessu skyni. Auglýst verður nánar hvenær afhending vegábréf- anna hefst. Lögreglustjórinn í Reykjavík. 23. jan. 1942. AGNAR KOFOED-HANSEN. Tilkynning; til bifreiðastjóra Að gefnu tilefni eru bifreiðastjórar alvarlega á- minntir um að hafa fullkomin, lögboðin frarn- og aftur-ljósker á bifreiðum sínum, er séu tendruö á ljósatíma. Ljósin mega ekki vera svo sterk, né þann- ig stillt, að þau villi vegfarendum sýn. Ennfrem- ur skulu skrásetningarmerki bifreiða vera tvö og ávallt vel læsileg. Má ekki taka þau af eða hylja á nokkurn hátt, meðan bifreiðin er notuð. Lögregl- an mun ganga ríkt eftir aö þessu veroi hlýtt, og verða þeir, sem brjóta gegn þessu, látnir sæta ábyrgö. Reykjavík, 8 .jan. 1942. Lögreglustjórinn í Reykjavík. AGNAR KOFOED-IIANSEN.

x

Óháð vikublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óháð vikublað
https://timarit.is/publication/1923

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.