Landvörn - 01.05.1948, Side 1
0*70
Mlmð éhúðra Iiorgara.
I. árg.
Reykjavík, 1. maí 1948.
1. tbl.
-ónaó Aonóóon:
Meima og erlendis
Landvörn.
Landvörn byrjar nú göngu í þriðja sinn. Eftir síðustu
aldamót hófu Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi
og Einar Benediktsson útgáfu blaðs með þessu heiti og
hafði skáldið valið nafnið. Landvörn undirbjó skilnað Is-
lands og Danmerkur. Blaðið myndaði hreyfingu en ekki
flokk. Landvamarmenn voru hinn lífræni kjarni í flokka-
bandalögum, sem knúðu að lokum fram sáttmálann 1918.
Næst gaf ég út nokkur eintök af Landvörn, vorið 1946,
með heimild fyrri eiganda. Þá var lagður grundvöllur að
nýju verki, að tryggja frelsi þjóðarinnar gegn innrás
landræningja. Nú er hafizt handa í þriðja sinn um það
ákveðna verkefni að eiga þátt í að bjarga atvinnufrelsi og
eignarrétti á Islandi frá ótímabærum og hættulegum þjóð-
nýtingartilraunum. Síðan 1942 hafa kommúnistar ráðið
mestu um atvinnuþróun hér á landi, með þeim árangri, að
nú er hér tiltölulega meiri ríkisrekstur og dýrtíð heldur
en í öðrum sambærilegum löndum, að Rússlandi undan-
teknu.
Dómur þjóðarinnar.
Landskunnur stjórnmálamaður, sem hefir árum saman
verið í mjög náinni samvinnu við kommúnista, veitt þeim
lið og þegið frá þeim hjálp til áhrifa og mannvirðinga,
lýsir þessum fyrrverandi samstarfsmönnum sínum í for-
ystugrein í einu af helztu blöðum landsins 18. apríl síðast-
liðinn með svo feldum orðum:
„íslenzk alþýða veit nú: Að það eru kommúnistadeildirnar
um öll lönd Vestur-Evrópu, sem sendar eru út af örkinni, til
þess einmitt að eyðileggja frelsi og sjálfstæði þjóða sinna.
Að hver sú þjóð, sem ratar í þá gegndarlausu ógæfu og
glötun, að kommúnistar nái völdum í landi hennar, hættir
að vera til, sem sjálfstæð þjóð. Hún er afmáð af jörðinni,
að heita má.
Eða hvað segja menn t. d. um baltnesku þjóðirnar? Hvar
er sjálfstæði þeirra? Og hvað verður um smáþjóðir yfirleitt,
er verða fyrir annari eins meðferð og þær. Hin austræna
„herraþjóð“ hefur tekið öll ráð af smáþjóðum þessum. En
þeir menn, sem líklegir voru til að andæfa harðstjóm og
hryðjuverkum, eru fluttir úr landi með valdi, til fjarlægra
eyja austur við Kyrrahafsströnd, þeir, sem þá komast þang-
að lifandi.
Eru það ekki fíflskaparmál, að tala um sjálfstæðar þjóðir,
þar sem hin alþjóðlega kommúnistastjórn, fyrirmynd nas-
ismans og arftaki hans, hefur náð völdum?
Svo gerir þessi auðvirðivegi leigukjaftur hins alþjóða
kommúnisma Brynjólfur Bjarnason sig að því fífli, að tala
sem hann sé alvaldur fyrirmaður íslenzkrar alþýðu!“
hluti borgaranna taldi nána samvinnu við bolsivika vera
happaráð.
Meðan þessu fór fram, gerðu kommúnistar sér tíðrætt
um, að þjóðin ætti 600 milljónir króna í pundum og doll-
urum, sem mætti auðveldlega taka frá réttum eigendum.
Buðu bolsivikar þetta fjármagn þeim, sem talað var við,
í hvert sinn. Varð þessi rausn að vonum til að auka vin-
sældir þeirra. Mjög margir menn sáu glögglega gegnum
blekkingarvefinn hvert stefndi. Þeir urðu síðan beint og
óbeint til að styðja útgáfu Ófeigs, þar sem í litlu rúmi var
reynt að láta þjóðina fylgjast með hvað var að gerast í
landinu. Það var tími plægingar á landsmálasviðinu. Nú
er tími til að sá og að gefa þeim, sem hafa verið innibyrgð-
ir í þrengslum sérhyggjunnar, tækifæri til að segja opin-
berlega, hvað þeim býr í brjósti. Óháð blað á vegum al-
mennings verður þá farvegur fyrir innibyrgða orku.
Horft yfir rústir.
Þegar stríðsgróðavíman rann af þjóðinni, var lítið eftir
af glæsimyndum þeim, sem bolsivikar höfðu brugðið á loft
fyrir augum borgaranna. Frelsið virðist komið í langt
ferðalag. Nefndir skamta framleiðendum í sveit og við
sjó kaup og kjör, borga jafnvel fyrir þá félagsgjöld, til að
tákna algert ósjálfstæði þeirra. Húseigendur eru ófrjálsir
að því að skjóta skjólshúsi yfir þeirra eigin börn. Búið að
loka, eftir því sem frekast verður við komið, verzlunarvið-
skiptum við það eina land, sem hefur á boðstólum flestar
þær vörur, sem landsmenn vilja kaupa, — eina landið,
þar sem verzlunin er frjáls. Helzta atvinna þeirra, sem fást
við framkvæmdir eða verzlun, er að bíða í löngum röðum
eftir að fá að tala við þær nefndir sem hleypa gestum inn
til sín einu sinni eða tvisvar í viku. Atvinnuvegirnir til
lands og sjávar bera sig ekki, nema með því að fá að gjöf
frá ríkissjóði 70 milljónir kr. eins og til er ætlað 1948.
Þar að auki verður ríkið að borga 20 milljónir í skaðabætur
til þeirra, sem veiddu Hvalfjarðarsíldina í vetur. Ríkið
varð um áramótin að lána úr bláfátækum bönkum 23 millj-
ónir upp í tap á fiski árið sem leið. Síldarverksmiðjur ríkis-
ins voru skuldlausar og áttu í sjóði, þegar kommúnistar
tóku við stjórn þeirra. Nú skulda þær 60 milljónir kr. Til
að stýra landinu hafa verið settir 6 ráðherrar. Bak við þá
eru þrír flokkar, með mörgum undirdeildum. Auk ríkis-
stjórnarinnar stýra 112 nefndir landinu. Ein þeirra er yfir
landstjórninni. Alþingi situr 6—9 mánuði. Það getur ekki
tekið á stórmálum, en augnabliksmál er hægt að leysa,
ef stjórnin vinnur í 6—8 vikur að því að fá flokkana og
undirdeildir þeeirra til að sætta sig við framkvæmdina.
Fjárlagaútgjöld landsins eru í ár áætluð 247 milljónir.
Reykjavíkurbær, telur sig þurfa nálega 60 milljónir í starf-
rækslu sína í ár. Til sérstakra framkvæmda eins og topp-
stöðvar Reykjavíkur eða í strandferðaskip ríkisins, þarf
að taka lán, meðan þau fást. Fall krónunnar er óhjákvæmi-
leg með slíkum þjóðarbúskap, og þar næst hallærislán frá
útlöndum.
Að plægja og að sá.
Frá vordögum 1942 og til ársbyrjunar 1947 var flokkur
kommúnista áhrifamesta landsmálahreyfing á Islandi. Á
þessu tímabili tókst flokknum að gerbreyta þjóðfélaginu,
í samræmi við stefnu Rússa, án þess að landsmenn gættu
verulega að því, hvað hér var í húfi. Leiðtogar borgara-
flokkana háðu á þessum árum ákaft samkeppnisstríð um
vináttu og brautargengi þeirra bolsivika, sem nú er dag-
lega í blöðum sömu manna brugðið um föðurlandssvik og
fleiri ódyggðir. Borgarablöðin áttu mikinn þátt í hversu fór
í þessu efni. Þau túlkuðu stefnu forráðamanna sinna og
léttu verk allra þeirra, er gerðu gælur við hina austrænu
byltingarhreyfingu. Svo mjög var þá um stund dregið þrek
og þróttur úr þjóðinni, að þegar Brynjólfur og Áki settust
í ráðherrastólanna var í öllu þinginu ekki greitt nema eitt
atkvæði með vantrausti móti valdatöku þeirra. Með sefjun,
sem blöðin voru völd að, kom þar um síðir að verulegur
Bolsivismi eða þjóðfylking.
Efling bolsivisma á Islandi stafar af þrem ástæðum:
Gróðrasýki, hörðu flokksskipulagi og vöntun á skapskyggni
frá hálfu borgaranna. Bolsivikar bjóða öllum sem telja sig
vanta einhver jarðnesk gæði að ná þeim frá réttum eig-
endum með ránum og lögbrotum. Sverrir konungur fann
upp þessa aðferð. Hann afréð að vinna krónu Noregs með
hóp af hungruðum og klæðlitlum stigamönnum. Sverrir hét
hverjum þeirra að erfa auð og mannaforráð allra, sem þeir
dræpu. í langri styrjöld voru gömlu stofnarnir feldir, en
kappar Sverris mynduðu valdastétt í landinu.
Fáum áratugum eftir að Sverrir hreinsaði burtu stoðir
þjóðfélagsins, féll Noregur magnlaus við fætur erlendra
kúgara. En aðferð Sverris á vel við alla menn, sem vantar
orku og manndóm til að ryðja sér braut með eigin atorku.
Áróðurskerfi bolsivika er þrauthugsað og margendur-
bætt af gáfuðum og hungruðum útlögum. Agi flokksins er
Framhald á 2. sí'ðu.
Toppstöðin
Undanfarin ár hefur verið í
byggingu mikið fyrirtæki á veg-
um Reykjavíkurbæjar. Það er
hin svokallaða Toppstöð við Ell-
iðaárnar.
Stöðin er byggð til þess að
létta undir með rafmagiisveit-
unni og hitaveitu Reykjavíkur.
Uppliaflega var til þess ætlazt,
að grípa mætti til þessarar
stöðvar, þegar notkun rafrnagns
og vatns væri sérstaklega mikil,
vegna kaldrar veðráttu eða óeðii-
lega mikillar notkunar. En nú
munu aðstæður liafa breytzt svo,
að stöðvarinnar er full þörf
mikinn hluta ársins.
Þegar ráðgert var að byggja
stöðina, var stofnkostnaðurinn
reiknaður út af sérfræðingum
þeim, sem bærinn hefur á að
skipa í þessum málum. Og þeim
mun hafa talizt hann vera 6—8
miljónir króna. — Nú, þegar
stöðin er tekin í notkun, mun
þessi kostnaður vera talinn 19—
20 miljónir króna, og skulum
við þá gera ráð fyrir, að stoín-
kostnaðurinn sé þar allur talinn.
Mörgum mun þykja hér vera
inyndarlegur skakki á útreikn-
ingi og veruleika. En þó myndi
ég telja annan galla meiri á þess-
ari stöð en þann, hvað mikið
hún fór fram úr áætlun sérfræð-
inganna.
Höfuðgallinn á mannvirkinu,
og óverjandi ágalli, er sá, aS
stöðin á aö brenna erlendu elds-
negti. í voru fossaauðuga landi
er óverjandi, að byggja aflstöð
fyrir bæi eða byggðarlög, sem
ætlað er að brenna erlendu elds-
neyti.
Hvað sparaði rafmagnsveitan
og hitaveitan okkur mikinn er-
lcndan gjaldeyri á stríðsárun-
um? Og erum við vissir um, að
við hefðum getað flutt að okkur
allt það eldsneyti, ef þessarra
mannvirkja hefði ekki notið við.
Man enginn nú, hve miklir erf-
iðleikar voru á öflun eldsneytis
í ófriðnum 1914—1918? Munum
við ekki, hvar skórinn kreppti
að Norðmönnum og Dönum í
síðasta ófriði, þegar kuldinn var
þeim þungbærari en liungrið?
Hvers virði er okkur þessi
stöðvar-hít, sem kvað brenna
ókjörum af olíu og kolum dag-
lega, ef við getum ekki aflað
okkur svo að segja ótakmarkaðs
eldsneytis? Þá væri hún eins og
svo margur ofninn, fyrr og síð-
ar, sem var kaldur, af því að
eldsneytið vantaði.
Það má segja, að ekki þýði að
sakast um orðinn hlut, þótt hann
geti orðið okkur til varnaðar. —
En borgarar Reykjavíkur verða
að sameinast um eina kröfu, og
hún er sú, að þessi dýra topp-
stöð má ekki verða til þess að
draga á langinn, meira en orðið
er, frekari virkjun Sogsins. Við
verðum að vera svo mikið sjálf-
bjarga sem mögulegt er. Fátt er
okkur nauðsynlegra en hlý húsa-
kynni. Við erurn búin að búa
nógu margar aldir við kulda og
raka. Fossarnir eru okkar elds-
neyti. Þá eigum við að virkja.
Toppstöðin er dýrt barnagam-
an, sem ekki má endurtaka.
Borgari.
\
Á