Landvörn - 01.05.1948, Qupperneq 2
2
LANDVÖRN
Heima og erlendis
Framhald af 1. siöu.
harðari en í nokkrum þingstjórnarsamtökum. Hreyfingin
er alþjóðleg og undir alþjóðarstjórn. Frá Rússlandi rennur
stöðugur fjárstraumur til undirdeildanna út um allan heim.
Mér tókst eitt sinn að sanna, með þingskjölum, að íslenzki
kommúnistaflokkurinn hafði á þennan hátt fengið 160 þús.
kr. frá austrænum uppsprettum til áróðursstarfsemi. Glap-
skygni fjölmargra íslenzkra lýðræðismanna er áður lýst.
Bolsivikar eru þannig mjög öflugir andstæðingar, ekki sízt
þar sem þeir hafa búið um sig jafn vel og hér á landi. Til
mótvægis þarf í slíku landi að sameina alla þá menn, sem
vilja lifa frjálsu menningarlífi, hafa fjölskyldulíf, eigin
heimili, séreign og frjálsan atvinnurekstur. Slík samtök
eru réttnefnd þjóðfylking. Það samstarf sem hófst um nú-
verandi ríkisstjórn fyrir rúmlega einu ári er lítils háttar
byrjun í rétta átt. Kommúnistar eru að nafni til í andófi,
en eiga margháttuð ítök í borgaralegu flokkunum innan
þings og utan. Samstjórnin hefur ekki markað borgurun-
um framtíðarhugsjón aðra en þá að fara með ríkisvald,
án beinnar þátttöku bolsivika. Samtök atvinnurekenda hér
á landi hafa frá úpphafi verið gerð af litlum skilningi, enda
ekki afrekað annað í 30 ár en að tapa hverjum leik. Hér
á landi verður ekki unt að stöðva þróun bolsivismans nema
með almennum samtökum, sem ná til allra er vilja viður-
kenna eignarrétt og atvinnufrelsi, hvort sem þeir eiga
stóra eign eða litla. Slík samtök um vestrænt þjóðlíf verða
að móta framtíðarskipulag hins íslenzka þjóðfélags. Sú hug-
sjón þarf að hrífa hugi dugandi manna og vera í þeirra aug-
um glæsilegri heldur en hinar blóðistokknu framtíðarmynd-
ir bolsivika. Þetta er að mestu ógert verk. Þar mun þurfa
með aðdrætti viða að. Fyrir þúsund árum tókst íslenzku
þjóðinni að skapa mannfélag sem hentaði þeirri kynslóð
og eftirkomendum í margar aldir. Ef nútímamönnum er
ekki varnað frelsis og máls, munu þeir ekki síður en for-
feðurnir geta reist vestræna þjóðfélagsbyggingu, sem full-
nægir kröfum þeirra manna, sem eru góðir drengir og
batnandi.
Verkefni Landvarnar.
Stríðsgróðinn er eyddur. Þjóðina skortir gjaldeyri til að
kaupa lífsnauðsynjar erlendis og fjármagn til að bæta úr
brýnni þörf atvinnurekstrar í landinu. Krónufall og erlent
hallærislán í framsýn. Allur þessi ófarnaður stafar af því
að samblandað var tveim gagnólíkum stjórnarkerfum:
þingstjórn og bolsivisma. Þjóðnýting eins og hér er komin
á, er óframkvæmanleg nema í lögregluríki með leynilög-
reglu og beinu og óbeinu þrælahaldi. Þingstjórnarskipulag-
ið íslenzka er að brotna niður undan þunga ríkisbyrð-
anna. Næsta atriði í sókn bolsivika er að stilla svo til, að
á stuttum tíma verði eytt því sem eftir er af þjóðareign-
inni, með of mannmörgu stjórnarbákni og taprekstri at-
vinnuveganna. Útgerð ríkis og bæja verður einn aðalþátt-
urinn í fjárhagshruninu. Með því að gera atvinnurekend-
ur háða gjöfum ríkissjóðs 1 uppbætur og í útflutningsverzl-
unina er byrjað að beygja og brjóta þær stoðir, sem vest-
ræn þjóðfélög hvíla á. 1 landinu þarf að skapast nýtt við-
horf. Menn þurfa að fá löngun til að standa á eigin fót-
um, vilja lifa og starfa á Islandi, eiga þar bújarðir, hús,
báta, skip, verzlanir, verkstæði, iðjuver og starfrækja þess-
ar eignir og tæki til almenningsheilla. Um leið og þjóðin
fleygir frá sér álagaham hins glataða stríðsgróða byrjar
hún að sinna þeim stórmálum, sem snerta alla framtíð
landsmanna, fæddra og ófæddra. Menn byrja þá að spyrja
um nýstárlega hluti: Ætlar þjóðin að lifa á vestræna vísu
eða í lokuðum þrældómsheimi, bak við jámtjald? Á að við-
urkenna rétt landsmanna til persónulegrar eignar og at-
vinnureksturs ? Eða á ríkið, bæjar og sveitafélög að vera
atvinnuforsjón allra? Á ísland að vera eina landið í ver-
öldinni, þar sem fáeinir erlendir eða innlendir óaldarmenn
geta hertekið landið, og limlest eða myrt stjórnarvöldin,
án þess að nokkur vörn sé fyrir hendi ? Eru það viðunandi
löggjafarskilyrði að alþingi sitji 6—9 mánuði ár hvert og
geti þó ekki ráðið fram úr nema augnabliksmálum ? Er
heppilegt að láta meginhluta af tekjum almennings ganga
til að launa fólki fyrir ofstjórn? Er heilsusamlegt fyrir
íslendinga að drekka árlega áfengi fyrir 47 milljónir kr.?
Vill þjóðin una fræðslukerfi bolsivika, þar sem allt er gert
til að sýna þeim, sem vinna framleiðslustörfin lítilsvirð-
ingu en lokka fleiri til langrar skólagöngu heldur en þá
sem óska eftir bóknámi? Liggja nokkur dýpri rök til þess
að aldrei er viðurkent opinberlega í blöðum, að aðeins einn
erlendur þjóðhöfðingi og ein erlend þjóð, hefir hjálpað
íslendingum svo að um munar til að ná fullu pólitísku frelsi
og viðurkenningu annarra þjóða? Þarf að leyna því að frá
þessari þjóð fengu íslendingar allan sinn stríðsgróða, Eim-
skip alt það fé sem það byggir nú fyrir mörg skip og þjóðin
í heild flestar stórvirkustu verkvélarnar, sem notaðar eru
við dagleg störf hér á landi? Hér er tæpt á fáeinum af þeim
fjölmörgu vandamálum, sem þjóðin þarf að brjóta til
mergjar og leysa úr. Ekkert blað eða flokksdeild á Islandi
ræðir nú um þessháttar mál af því að lausn þeirra er
ógeðfeld einhverri hagsmunaklíku og þá hagsmuni má ekki
skerða, þó að framtíð lands og þjóðar liggji við. Landvörn
ætlar að ræða þessi mál og önnur fleiri eftir því sem tak-
markað rúm leyfir. Útgefendur blaðsins vilja leggja stund
á að fá í stuttum bréfum eða greinum sem allra flestar
bendingar um aðsteðjandi vanda og sennilegar úrbætur.
Úr þeirri hugmyndasamkeppni, getur komið nokkuð af því
efni, sem þarf að nota við að endurbyggja nýtt, varanlegt
lýðríki upp úr þeirri þjóðfélagsbyggingu sem liggur nú
við hruni, eftir fimm ára kvölum blandna sambúð þriggja
borgaraflokka við liðsafla Rússa á Islandi.
„Slagbrandur í flóttans dyrum“
Ef þjóðin vill athuga tvennt í senn: Hinn harða dóm
sem tilfærður er fremst í þessari grein eftir aðalritstjóra
stærsta blaðsins í landinu um íslenzka bolsivika, sem verið
hafa nákomnir samstarfsmenn hans í mörg ár, og þá sorg-
legu staðreynd, að íslenzka þjóðin, sem átti fyrir nokkrum
mánuðum mörg hundruð miljónir króna í gullgildum gjald-
eyri, þarf nú að taka erlent hallærislán, þá hlýtur hver skyn-
bær maður í landinu, að sjá að hér muni hafa komið
fyrir meiriháttar slys. Og slysið er í því fólgið, að mikið
af leiðtogum og liðsmönnum íslenzkra stjórnmála hafa
trúað fimmtu herdeild landsins fyrir verndargæslu þjóð-
mála, haldið að bolsivikarnir væru vestrænir og þjóðhollir
menn. Nú þýðir ekki að sakast eingöngu um orðinn hlut.
Gróði stríðsáranna er að vísu fokinn út í veður og vind
og hefir skilið eftir venjur, sem henta fátækri þjóð miður
vel. En landsmenn eiga eftir það sem dýrmætara er: Vaskan
kynstofn, land með mörgum náttúrugæðum, einu tungu álf-
unnar sem hefir skapað samfelldar, sígildar bókmenntir
í þúsund ár, þjóðfrelsi og þá aðstöðu í heiminum sem getur
tryggt Islendingum að vera þátttakendur í vestrænni menn-
ingu, meðan sá eldur brennur, og að lokum á þjóðin enn
þær eignir, sem hún hefur sjálf unnið fyrir. En meðan til
er í landinu herdeild, undir erlendri stjórn, sem stefnir
markvisst að því að glata öllum þeim verðmætum, sem
þjóðin hefir eignast með þúsund ára baráttu, er spilað
í landinu áhættu spil um allt sem íslendingum er hjart-
fólgnast. það er bókstaflega teflt um líf eða glötun.
Þjóðin er stödd á glötunarbarmi og hefur verið það
um stund. En viðreisnin er hafin en hún er ekki markviss.
Menn og flokkar hafa annan daginn verið brjóstvinir bolsi-
vika eða þráð að mega vera það, en afneitað hinn daginn
öllu samneyti við byltingarliðið. Meðan svo háttar er engin
festa í viðreisnarstarfinu og ekki tekið á þeim málum sem
líf liggur við að leysa með framsýni og karlmannskjarki.
Fólkið finnur glögglega að skórinn kreppir að. Það vill
að vísu tigna sín gömlu goð með hæfilegum trúnaði en það
vill líka gjarnan veita forkólfum sínum stuðning þegar
þeir hopa þar sem staðfesta var nauðsynleg. Óháð blað
með óhvikula stefnu getur í þessu efni bætt úr mikilli
vöntun. Það styður hverja borgaralega stjórn að góðum
málum og því meir sem örugglegar er starfað til þjóðþrifa
í landstjóm og alþingi. Landvörn vill eftir mætti vinna
að þessum gæslustörfum. Hún vill vera það, sem Einar
Benediktsson kallaði á sinni tíð „slagbrandur í flóttans
dyrum.“ Jónas Jónsson frá Hriflu.
Verzlunarófrelsi
Glöggt dæmi um neyðarverzlun íslendinga, eitt af
mörg þúsund er, á þessa leið: Nýlega varð að kaupa
frá Italíu þvottaefnið persil. Hver pakki kostar kr.
6,10. Pakki frá Ameríku af sama efni mundi hafa
kostað kr. 2,25. Hvort tveggjá með tolli. íslenzkt
þvottaefni, án tolls 1,47. En þá vantaði hráefni. Við
síðusta útreikning vfsitölu nam hækkunin 3 stigum,
og sú hækkun stafaði að langmestu leyti frá ítalska
persilinum. Þó hefði þessi persil hækkað visitöluna
enn þá meira, ef ekki liefði verið lítið eitt til af ís-
lenzku þvottaefni, sem lækkaði meðaltalið. Þar til
vísitalan var í bili fastsett við 300, varð ríkissjóður
að greiða í hækkuðum launum ca. eina milljón kr.
fyrir hvert stig vísitölunnar. Undir venjulegum kring-
umstæðum hefði ríkissjóður orðið að auka útgjöld
sín um nærri 3 milljónir í sektarskyni fyrir að þjóðin
hafði, sökum vanstjórnar á verzlunarmálunum, gert
slæm innkaup á mjög lítilli vörutegund. Vill þjóðin
halda fast við þessa þvingunarverzlun?
Oflátungsháttur
Undanfarið liefur allmikið ver-
ið um það rætt, að hér þurfi að
reisa æskulýðshöll. Ýmiskonar
félagsskap unglinga hefur verið
hóað saman, og þeir hafa gert
samþykktir um þetta mál. Ráð-
gert er, að ríkissjóður og bæjar-
sjóður Reykjavíkur leggi fram
90% af stofnkostnaði þessarar
hallar. Bæjarsjóður Reykjavíkur
á að leggja til lóð undir höllina.
En hafa menn almennt gert
sér ljóst, að hér er verið að ráð-
ast í fyrirtæki, sem kosta mun
miljónir króna? Ekki hef ég séð
gerða neina ljósa grein fyrir því
hver á að bera ábyrgð á rekstri
hallarinnar, þegar hún væri
kornin upp. Og ekki er mér né
mörgum öðrum kunnugt um, að
svo mikil þörf sé eða hafi verið
hér fyrir skemmtistaði handa
unglingum, að nauðsynlegt sé að
ráðast nú í þessa hallarbygg-
ingu.
Það er lélt verk, að æsa ungl-
inga upp til þess að gera kröfur
til annarra, ekki sízt þegar um
skemmtanir er að ræða. Nauð-
synlegra væri að beina huga
unga fólksins að þörf þjóðarinn-
ar fyrir arðbæra vinnu.
Heimilið hefur til þessa verið
styrkasta stoð íslenzkrar menn-
ingar. Þessi æskulýðshallarhug-
mynd er tilraun til þess að
draga unglingana frá heimilun-
um, svo að auðveldara sé að
móta skoðanir þeirra og steypa
þá í mót fjöldans.
Nú á að reisa margar hallir:
Æskulýðshöll, bindindishöll, —
skautahöll, norræna liöll á Þing-
völlum, útvarpshöll og margar
fleiri hallir. En við -eigum ekki
nema eitt viðunandi gistihús og
getum ekki þess vegna tekið á
móti gestum, hvorki innlenduin
né erlendum, og er okkur það
þó bæði nauðsynlegt og skylt.
Að líkindum hefur gistihússmál-
ið til þessa strandað á hallar-
hugmyndinni. Við vildum reisa
gistihöll, minna mátti ekki gagn
gera. Og þó ætti öllum að vera
auðskilið, að okkur hæfa betur
fleiri gistihús og smærri en hall-
arhugmyndin. Þau yrðu okkur
viðráðanlegri og hægara að láta
þau bera sig en bákn, sem snið-
ið er eftir aðstæðum miljóna-
þjóða.
Flestar skrifstofur ríkis og
bæjar eru í leiguhúsnæði og út-
gjöld til rekstrar þjóðarbúsins
og bæjarsjóðs eru orðin svo há,
að fæstum þykir á þau bætandi.
Væri þó sýnu skynsamlegra að
reisa liús til þess að hýsa eitt-
hvað af nauðsynlegustu skrif-
stofunum, en að ráðast í stór-
felldar hallarbyggingar yfir
unglinga, sem næga hafa
skemmtistaðina fyrir.
Það er ekki ólíklegt að mörg-
um detti í hug, að forráðamenn
bæjar og ríkis séu annaðhvort
ennþá í æskulýðsfélagi eða farn-
ir að ganga í barndómi.
íslendingar urðu efnuð þjóð á
ófriðarárunum. — Þeir höfðu
aldrei verið efnaðir áður, lengst-
um búið við sult og seyru. Það
þarf sterk bein til þess að þola
góða daga. Þjóðin hefur sýkzt á
þeim árum, sem hún hafði nokk-
ur auraráð, og nú er meiri þörf
á að benda hinni ungu kynslóð
á störfin, sem bíða hennar, en
að trylla hana og ýta undir hóf-
lausar kröfur.
Ef bindindishöllin rís af
grunni, munu þar verða salir til
skemmtana fyrir allmargt fólk.
Þar ætti að verða gætt velsæmis,
svo að þangað gætu sótt slcemmt-
anir þeir, sem vildu vera óáreitt-
ir fyrir ölvuðum mönnum. Væri
þá um leið ráðin nokkur bót á
þeim ímyndaða skorti skemmti-
Fframhald á S. slðu.