Landvörn - 01.05.1948, Qupperneq 3
LANDVÖRN
3
Blað óháðra borgara.
Ritstjórar: Helgi Lárusson og Jónas Jónsson.
Ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson.
Afgreiðsla: Laugavegi 18 A (Bókabúðin). Sími 5093.
ísafoldarpremtsmiðja h.f.
Palestínudeilan
Hinn 16. apríl s. 1. hófst aukaþing Sameinuðu þjóðanna
við „Velfarnaðarvatn“ (Lake Success) í Bandaríkjunum.
Þing þetta fær til meðferðar vandasamasta málið, sem
enn hefur komið fyrir þessa stofnun, en það er lausn Pale-
stínudeilunnar.
Forvígismenn Gyðinga — Zionistar, eins og þeir kalla
sig — gera nú kröfu til þess, að verulegur hluti hins forna
Gyðingalands verði tekinn af Aröbum, sem þar hafa búið
óslitið í nærfellt 1800 ár, og fenginn Gyðingum þeim í
hendur, sem setjast vilja að í Palestínu. Bandaríkin og
Rússar beittu sér fyrir því á síðasta þingi Sameinuðu þjóð-
anna, að landinu yrði skipt. En Arabar sjá fram á það,
að þó einhverjum litlum hluta yrði skipt úr nú, mundi hann
fljótt yfirfyllast af Gyðingum og þá mundi til ófriðar koma
út-af nýjum landakröfum á hendur Aröbum.
Bandaríkin hafa nú snúizt í málinu a. m. k. að nokkru
leyti. Þau heimta nú ekki tafarlausa skiptingu og óhindrað-
an innflutning fólks til Palestínu heldur áframhaldandi
umboðsstjórn til bráðabirgða, hvað svo svo tæki við. Rúss-
ar, aftur á móti halda fast við skiptingu og vilja fram-
kvæma hana með herliði sem þá yrði að hafa aðsetur í
Palestínu um langan tíma — 10—12 ár — meðan Arabar
væru að sætta sig við óréttinn ,sem þeim finnst sér gerður.
Allt bendir til þess að Palestínudeilan sé óleysanlegt vanda-
mál og leiði til heimsstyrjaldar jafnvel fyrr en varir.
/. G.
Tfii Sescaisla asg kaupenda LasniS'í/arsíias'
Fyrir nokkrum mánuðum, var þess getið í Ófeigi, að komið gæti til
mála, að Landvörn yrði gefin út að nýju, ef til þess fengist nægilegur
stuðningur. Þetta bar þann árangur, að menn úr öllum þremur borg-
araflokkunum hafa með ýmsu móti gert kleift að gefa Landvörn út
sem hálfsmánaðarbiað. Sumir hafa lagt fram stofnfé, aðrir boðið að
gerast umboðsmenn, og að vinna að útbreiðslu og innheimtu. Einn
maður gerðist áskrifandi að 50 eintökum.
Þegar nýtt, óháð blað, með nýja stefnu, hefur göngu sína, geta út-
gefendurnir ekki nema að litlu leyti, vitað fyrirfram, hvar fræin falla
f frjóan jarðveg. Þess vegna verður fyrsta blað Landvarnar sent á
fjölmörg heimili og til margra manna, sem ekki hafa pantað það. En
það er ekki tilætlunin, að gera Landvörn að gjafafyrirtæki. 1 hverju
blaði er pöntumarseðill. Blaðið kemur óumbeðið til einstaks manns,
eða á heimili. Þar sem viðtakandi, eða einhver heimilismaður vill ger-
ast kaupandi, klippir hann seðilinn úr, fyllir út með nafni, heimilis-
fangi og póststöð og sendir pöntunina í bréfi til afgreiðslu Land-
varnar, Laugavegi 18, Reykjavík.
Blað eins og Landvörn, hlýtur að vera fremur dýrt. Nálega öll blöð
flokkanna lifa að mikiu leyti, á auglýsingum og hlunnindum frá hags-
munasamböndum. Óháð blað hefur ekki þessa aðstöðu. 1 fyrstu getur
slíkt blað lifað á byrjunar-framlögunt og óborgaðri áhugamannavinnu.
Til lengdar er það ekki nóg. Blöð, sem vinna eingöngu að alþjóðar-
hagsæld, geta ekki starfað til lengdar, nema fyrir skilvísi kaupenda,,
sem kunna að meta starfsemi slíkra blaða. ,
Útgefendur Landvarnar stefna þess vegna að því, að fá í fyrsta lagi
mjög aukið stofnfé, hvarvetna um land, til að standast tekjuhalla,
meðan mest er unnið á móti blaðinu, af þeim sem telja, að óháð blöð
séu skaðleg fyrir þjóðirnar. Fyrirsátir óvinveittra aðila, munu að vísu
ekki geta valdið blaðinu fjörtjóni, en það getur ekki stækkað til muna,
frá því sem nú er, nema með nýjum framlögum. Telja útgefendur, að
þeir geti óskað eftir slíkum framlögum, þar sem þeir leggja til út-
gáfunnar nokkurt stofnfé og munu aldrei taka kaup fyrir vinnu sina
við blaðið. Hafa fieiri menn heitið nokkurri sjálfboðavinnu. Fyrirtæki,
sem svo er búið að, eru torsótt fyrir andstæðinga.
Landvörn hefur trvggt sér aðstoð manna, sem kunna góð skil á
höfuð atvinnuvegum landsins, meginstraumum erlendra stjórnmála,
málefnum Reykjavíkur, náttúrufræði landsins og bókmenntum. Að því
er snertir erlendar og innlendar fréttir, verður ekki gerð tilraun til
að keppa við útvarpið, um viðburðalýsingar augnabliksins, heldur verð-
ur í stuttu máli reynt að gera grein fyrir dýpri skýringum atburðanna.
Fastur liður í blaðinu verður um vegi og vegleysur um allt land.
Þar geta menn borið fram kvartanir sínar og tillögur til endurbóta.
Bréf, hvaðanæva að, um áhugamál fólksins, verða í kafla með sér-
stakri fyrirsögn. Þar eiga að geta myndast drög að mörgum þýðingar-
miklum málum, sem síðar verða rædd í lengri greinum og koma að
því loknu til framkvæmda. Meðan Landvörn er ekki nema hálfsmán-
aðarblað, mega þeir, sem senda bréf og greinar, ekki undrast, þó að
efnið komi í styttra máli í blaðinu. Mest er þörfin, að fá sem flestar
hugmyndir, í sem stytztu og gleggstu máli. Með þessum hætti á Land-
vörn að verða eign lesendanna og rödd, sem ber óskir þeirra og fram-
tíðarvonir, svo vítt sem íslenzkt mál er talað.
Útgefendur.
Verzlun og iðnaöur
Yerzlun.
Þegar litið er yfir sögu lands-
ins, hugsa menn fyrst til land-
námsmannanna. Þeir yfirgáfu
æskustöðvarnar, heimili sín, óðul
sín, já fósturland sitt. Þeir ýttu
frá landi, oft með illa búinn knör,
út á hafið mikla.
Hver var sá máttur, sem olli
þessu umróti í lífi þeirra? Það
var ástin á frelsi, að vera frjáls-
ir, var þeim allt. Hinn dásamlegi
hetjuskapur þeirra, er fögur fyr-
irmynd. Þeir leggja allt í sölurn-
ar, til að geta lifað frjálsu lífi.
Þeir hötuðu kúgun, yfirgang og
afskiptasemi annarra um sína
hagi. Þeir sýndu það og sönnuðu,
að þeir vildu vera frjálsir menn
í frjálsu landi.
Þegar staðreyndir þessar eru
íhugaðar og verzlunarsaga Islands
jafnframt höfð í huga, þá kemur
glögglega í ljós, að frelsið er stöð-
ugt hinn mikli máttar-, afl- og líf-
gjafi þjóðarinnar um aldir fram.
Þegar verzlun íslands var frjáls,
þá var hún hagkvæm og þá átti
þjóðin við velsæld að búa. Þegar
einokun og verzlunarófrelsi ríkti
hér, þá voru flestar bjargir bann-
aðar og fólkið hrundi unnvörpum
úr hor og harðrétti. Verzlunarsaga
okkar sannar greinilega, að frjáls
verzlun verður ævinlega hag-
kvæmasta skipulagið fyrir land og
þjóð, sem völ er á. Það er óhrekj-
anleg staðreynd, að hagkvæm
verzlun er eitt af aðal grundvall-
ar skilyrðum fyrir velgengni þjóð-
arinnar á hverjum tíma. Verzlun-
in nær til allra. Hagur allra ein-
staklinga, fyrirtækja, atvinnuvega
og þjóðarinnar í heild, er mjög
háður henni. Það er því áríðandi,
að verzlunin sé ekki vanmetin og
vanrækt.
Svo óheppilega hefur viljað til,
að nokkrir reynslulausir miðlungs-
menn, sem aldrei höfðu tekið
hendi til gagns við framleiðslu-
störfin eða verzlunarstörfin, hafa
náð meiri valda- og áhrifaað-
stöðu í verzlunar- og fjármálum
landsins, en samsvaraði getu
þeirra. Er ekki annað sýnilegt,
en að sumir þessir menn hafi
verið haldnir af sannkölluðu
skattabrjálæði. Fyrir tilverknað
þessara manna hefur nú um nokk-
ur ár, verið lagður tollur ofan á
toll og skattur á skatta. Átakan-
legt dæmi er að leggja toll í rík-
issjóð ofan á farmgjöld stríðsár-
anna, sem voru þó nógu há og
mun það einsdæmi í heiminum.
Það er átakanlegt að bera saman
það frelsi til athafna, sem for-
feður okkar unnu svo mjög og
þann hafta- og nefnda þrældóm,
sem nú er lagður á þjóðina. Höft
dönsku einokunarkaupmannanna
þóttu hörð, en aldrei þurftu bænd-
ur í Öræfum á þeirri tíð, að sækja
um leyfi yfirvaldanna til að
byggja fjárhúskofa eins og nú er
orðið. Ef þjóðin á að lifa í land-
inu, verður að gerast breyting í
þessum efnum. Einstaklingar
þurfa að fá aftur það frelsi, sem
hefur verið rænt frá þeim. Nefnd-
irnar, ofstjórnin, tollur á toll og
skattur á skatt verða að hverfa.
Þing og stjórn verða að sætta sig
við, að einstakir menn fái að
vinna með dugnaði og verða sjálf-
bjarga fýrir sig og sína án þess
að lifa á ríkissjóði. Atvinnurekst-
ur ríkis og bæja er orðinn óþol-
andi plága og til niðurdreps fyrir
framleiðsluna og efnahag lands-
manna. Hér þarf vitaskuld að
hafa opinber gjöld, en þau eiga
að vera eins og hjá vitibornum
mönnum, en ekki eins og hjá fá-
vitum. Ef þjóðin á að eiga nokkra
framtíð, verða einstaklingarnir
að hafa starfsfrið. Hömlur og af-
skiptasemi ríkisvaldsins verða að
hætta.
Hér þarf „stritandi vélar,
starfsmenn glaða og prúða“,
frjálsar konur og frjálsa menn,
við frjálsan atvinnurekstur, sem
hafa ánægju af því, að skila fullu
verki, þeim sjálfum til hagsbóta,
en landinu okkar og þjóðinni til
heilla. Hér þarf djarfhuga konur
og dáðríka menn, sem elska frels-
ið eins og landnámsmennirnir
okkar, menn sem láta ekki staðar
numið fyrr en nagdýr einræðis-
ins — kommúnisminn ■—- er með
öllu gerður útlægur af íslandi.
Hér þarf lýðræði, með frjálsri
verzlun og frjálsum atvinnu-
rekstri einstaklinganna, hvort sem
þeir starfa að eigin rekstri eða í
félagsformi, með fullkomnum
skilningi á því, hve áríðandi er
fyrir þessa fámennu þjóð, að
starfa með samhug og einlægni
með hinum vestrænu lýðræðis- og
menningarþjóðum, sem unna eins
og forfeður okkar frelsinu fram-
ar öllu öðru.
H. L.
Halldór K. Laxness:
Atóinstöðiii
Helgafell, 1948.
„Þa'ð er mikil skepna
graðhesturinn". H. K. L.
Skáldgáfa H. K. Laxness minn-
ir á efnilegan fola, sem hefur
víxlazt og orðið pratalegur í tamn-
ingu, svo að hann getur aldrei
runnið skeið á enda án þess að
tylla niður fimmtu löppinni eða
hlaupið út undan sér.
Oft er erfitt að verjast þeirri
hugsun, að H. K. L. gæti gert bet-
ur en hann gerir í heild. Setn-
ingar, málsgreinar og heilir bók-
arkaflar geta verið gerðir af list,
en í næstu andránni hnoðar hann
bara skít (svo að líkt sé eftir
orðavali skáldsins). Ef til vill er
þetta ósjálfrátt, ef til vill ræður
vísvitandi fyrirlitning á lesendun-
um, fyrst og fremst hinum sefj-
aða hóp Þjóðviljamanna, er lofa
höfundinn öllu heldur sem þarf-
legan áróðursmann en skáld. 1
öðru lagi er allstór hópur mis-
viturra borgara, sem jafnan dáist
að nýju fötunum keisarans og þor-
ir aldrei að segja: Hann er ekki í
neinu. Það eru hinir sömu, sem
látast — eins og Gvendur grillir
— sjá hina sömu list í klessumál-
verkum og taka þau fram yfir
heiðarleg listaverk. — Lolcs lætur
höfundur ögn af góðu heyi fljóta
með handa hinum vandætnu.
Meðferð höf. á íslenzkri tungu
er sannkölluð klessulist. í þúsund
ár hefur íslenzk alþýða varizt því,
að tungan félli í mállýzkur. H.
K. L. reynir að skapa úr henni
eina afkáralega latmælavellu,
kryddaða annarlegum og fornleg-
um orðum, sem fremur munu elt
uppi í orðabók Sigfúsar en num-
in úr lifandi máli. Greinamerki
eru blátt áfram hlægileg — en
skiljanleg. H. K. L. fer tæplega
hálfnuma í íslenzku úr mennta-
skóla, situr um skeið sem „poeta“
undir íburðarmiklu höfundarnafni
í Kaupmannahöfn, fer þaðan suð-
ur í lönd í kaþólska menntastofn-
un og menntast vel á marga lund,
— en varla í íslenzku. Svo hyggst
hann gera ódyggðina að dyggð
með því að „fara sínar götur“ og
setja fáfræðina í kerfi, slengja
saman orðum á afkáralegan hátt
og sletta semíkommum á hina
furðulegustu staði. Þetta komplex
höfundarins er skiljanlegt en leið-
inlegt. Það eyðileggur vitanlega
ekki það, sem vel er gert, og bætir
ekki um hið lélega. — En oft kem-
ur mér Hamsun í hug, þegar ég
les Kiljan.
í síðustu vonbrigðabók Kiljans
eru víxlsporin mörg, skeiðsprettir
stuttir. Efnið mætti kalla pólitísk-
ar skopmyndir úr Reykjavíkurlíf-
inu, nokkrar haglega gerðar, flest-
ar ósæmilega „billegar“. Einn
bláþráður gengur gegnum þetta
myndasafn, kvenpersóna norðan
úr Skagafirði, sem „vinnur eld-
húsverkin“ á heimili eins góð-
borgara í Reykjavík og ætlar að
læra á orgel. — Hei.tir hún Ugla,
dóttir Útigangshrossafals í Eystri-
dal. Ugla er svo óspillt og gáfuð,
að hún er fædd með kommúnism-
ann í brjósti sér! Hins er hvergi
getið, að „kommúnismi“ sveita-
stúlkunnar og annarra smælingja
á lítið skylt við heimsvaldastefnu
og harðræði hinna rauðu drottna
í Rússíá.
Imynd hins reykvíska borgara
beitir Búi Árland, doktor að nafn-
bót, hversdagsgæfur maður og
prúður. Konan er heimsk og móð-
ursjúk, börnin villidýr. Búi ræður
við ekkert á heimili sínu, — og
hví skyldi hann þá ráða við nokk-
uð í þjóðfélaginu, þótt hann sé
þingmaður og vinur forsætisráð-
herrans. Hann er hið græna tré
borgarastéttarinnar, en fúinn í
rótina. Hann hleypur formála-
laust yfir í hóp andstæðinganna
við atkvæðagreiðslur í bæjar-
stjórn, — ekki af áhuga eða sann-
færingu, heldur til þess að gera
vinnukonu sinni til geðs. Hafi H.
K. L. ætlað að bregða upp spé-
mynd af loftungum og „gistivin-
um“ kommúnista, er Búi Árland
ekki illa fundinn samnefndari.
Bókin er tileinkuð nýlátnum
manni í Reykjavík, að því er virð-
ist fyrir vináttu sakir. Mörgum
lesanda mun verða það á að tengja
nafn hans við eina af persónum
sögunnar: sérvitring í aulagerfi.
Það vill svo til, að Þorbergur
Þórðarson hefur lýst kynnum sín-
um af sama manni, undir réttu
nafni, og gert það af nærgætni
og virðingu.
Áhrif bókarinnar eru lin, þrátt
fyrir snjalla athugunargáfu, sem
bregður fyrir á nokkrum stöðum.
Það er „laxness" í allri bygging-
unni. (Er ekki amerísk ólukka í
því nafni?). Lesandinn hefur á
tilfinningunni, að höf. sé ekki
frjáls gerða sinna, heldur bund-
inn af tilgangi, er helgi meðalið
— öll meðöl —, svo sem er grund-
vallarboðorð hinna vísu lærifeðra
Flokksins. í Rússlandi væri svona
bók dæmd neikvæð, höfundurinn
ætti um það að velja að verða
sviptur rétti til að skrifa bækur
eða biðjast hátíðlega afsökunnar
á „villu“ sinni og úthúða sjálf-
um sér fyrir aulaskap. Slíkt er
andlegt frelsi þar í landi. — En
hér á landi er hún réttmætt vopn
til þess að rugla dómgreind borg-
aranna, boða eymd þjóðfélagsins
og hinar „hreinu hugsanir" komm-
únista.
Til þess að kasta ekki persónu-
legri rýrð á H. K. L., er rétt að
taka það fram, að hann er í öllu
dagfari dæmislíkari Búa sínum
Árland en nokkurri annarri per-
sónu í bókinni. Hann á sinn millj-
ónung, býr í sinni steinhöll á ein-
um árbakka og er hversdagslega
góður viðurmælis og gæflyndur.
Þess ber að óska, að H. K. L.
auðnist einhvern tíma að safna
brotasilfri sínu í góðan, heilsteypt-
an smíðisgrip. Hann ætti að læra
af Útigangshrossafal og setja
glugga yfir altarið í flokksmust-
eri sínu.
J. Ey.
©fSátssaigsS-sáStiiir
Framhald af 2. síðu.
staða, sem líklegt er að reki
þessa æskulýðshallar-hugmynd
áfram. Nægilegt ætti að vera í
bili að reisa eina skemmtihöll,
og óvíst að bæjarsjóður Reykja-
víkur og ríkissjóður séu fyrst
um sinn færir um að leggja fé
til eða standa undir fleiri höll-
um af því tagi.
Borgari.