Landvörn - 11.01.1950, Síða 1

Landvörn - 11.01.1950, Síða 1
Blað óháðra borgara III. árg. 11. janúar 1950. 2. tbl. $óna* ^ói ontáon Heima og erlendis SVIAR eiga 1500 herflngTir, ágætlega vígfærar. Það er fjórði stærsti flugfloti í heimi. Bandaríkin, Rússland og England eiga stærri flota. Frakkland ætlar að láta sér nægja 3500 hervélar. Auk þess vopna Svíar hvem hraustan mann. Bændur hafa riffilinn með sér á akurinn, ef óvinaflugvél kæmi óboðin og óvænt. Þar sem Svíar eru smáþjóð og friðsöm í bezta lagi, má nærri geta að mikil hætta þykir á innrás úr því að svo miklu er fórnað. Ef Rússar væru jafn friðelskir eins og Engilsaxar, mundi sænska þjóðin ekki hafa neinn herafla nema til lögreglustarfa og hann yrði lítill. Herfróðum mönn- um á Norðurlöndum stendur stuggur af andvaraleysi íslendinga í landvarnarmálum. Óttast að ef kommúnistar og konungskjörna und- irskriftarliðið hefur þar úrslitaorð, muni það verða sá tréhestur, sem Rússar geymast í á leið sinni til að vinna Atlantshafið og allan heim- inn. ★ SKÁBRETTI Ólafs Thors gafst vel. Stjórnin hefur frið til að hugsa vandamálin fram yfir bæjarstjómarkosningar. Hún sýnir skattþegnunum annars vegar 100 milljóna reikning útvegsmanna og með hinni hendinni hið gamla ráð utanþingsstjórnarinnar, að lækka kaup og verðlag með samræmdu átaki, unz þjóðin er samkeppnisfær, eða að fella krónuna, sem er háskaverk. Jafnframt verður undirbúin ný þjóðstjóm. Ólafur býður, svo að segja daglega, sinn stól, en samt hækkar ekki brúnin á þeim manni, sem er þjáður af blýþungum sorgum. Ef kemur til krónufellingar, mundi farsælast að stærsti flokkurinn hengdi bjölluna á köttinn og tæki síðan Framsókn og Alþýðuflokkinn upp í bátinn. Með tilliti til kjósenda, þykir ekki hyggilegt að mynda samstjórn í janúar. Þá verða aflraunamenn flokkanna að sýna vígamáttinn. Samt er þessi feimni gagnslaus. Kjósendur vita nokkurn veginn allt sem máli skiptir um hugrenn- ingar og áform hinna æfðu stjórnmálamanna og gera gaman að því hversu reynt er að leika feluleikinn. ★ ÁRAMÓTARÆÐA Jóns Árnasonar bankastjóra vakti óvenju mikla eftirtekt um allt land. Þjóðin fékk þar að vita margt, sem áður var hulið. Meðan kommúnistar voru teknir með á ráð um stjórn Reykjavíkur og landsins alls, notuðu þeir hvert tækifæri til að gera samsæri gegn Landsbankanum í því skyni, að svipta íslenzka þjóðfélagið þessu örugga fjármálavirki. Það voru kommúnistar, sem báru fram kröfuna um að taka fé bankans undan löglegum ráðstöf- unarrétti forráðamanna bankans og láta Alþingi gerast bankastjórn. Ræða Jóns Ámasonar sýnir hversu sú ráðsmennska fór. Höfuðráða- gerð kommúnista var að taka seðlaútgáfu og þjóðbankastarfið af Landsbankanum og fela þann vanda nýjum banka, sem kommúnistar vildu fela Helga Guðmundssyni til yfirstjómar. Er hann talinn mikill velgerðamaður bolsivika og skyldi á það treyst. Ekki tókst að eyðileggja þjóðbankann í það sinn. Unnu margir góðir menn að því björgunarmáli, ekki sízt Pétur heitinn Magnússon fjármálaráð- herra. Er skemmst af því að segja, að Landsbankinn hefur þrátt fyrir allan mótgang óvina sinna verið það hellubjarg, sem haldið hefur við ríki, kaupstöðum, sveitarfélögum og öllum atvinnurekstri til lands og sjávar. Af ræðu Jóns Ámasonar má sjá hversu að bank- anum hefur verið búið og er þó ekki allt talið, sem þar hefur verið misgert. ★ TILKOMA bolsivismans, með fimmtu herdeild í hverju landi, hefur orðið til þess að opna augu hugsandi manna í þingstjómar- löndum fyrir þeirri nauðsyn, að skapa sér og sínum nýja lífstrú. Fólkið í frjálsu löndunum þarf að eignast nýjan eldstólpa, sem fer á undan leiðangri kynslóðanna á myrkum vegum. íslendingar hafa om stund haft að hugsjón meiri kjarabætur, meiri uppbætur, hærri laun, styttri vinnutíma og lengra orlof. Þessi hugsjón hefur leitt til þess ástands, sem Jón Árnason lýsir í áramótaræðunni. Fyrir meira en öld lýsti listaskáldið góða sinni hugsjón í fögru kvæði. Sennilega er framtíðardraumur Jónasar Hallgrímssonar líklegur til að endast íslendingum lengi, sem spádómsorð. Hann segir: „HvaS er langlífi? Ufsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf“. Hvað hæfir betur góðri vel menntaðri þjóð, sem býr frjáls í sínu eigin landi? Langlífi einstaklinga og kynstofnsins er meginuppfyll- ing heilbrigðra mannlegra óska. Starfið er tvíþætt, hin daglega óhjá- kvæmilega vinna, sem ber allt menningarlíf á herðum sér og sú vinna, sem er meir andlegs eðlis, en þó ætíð samfléttuð líkamlegum störfum. Sú andlega áreynsla, sem skáldið talar um, er ekki hið þrönga sálarlausa prófnám, sem er fordyri að kjarabótalífi. Með alefling andans á Jónas Hallgrímsson við víðfaðma ræktun hins and- lega lífs, hliðstætt göfgandi störfum menningarlífsins, hinni þörfu athöfn. En þessi tegund starfa andlegra og líkamlegra leiðir til frjórrar lífsnautnar. Hamingja þroskaðra manna, karla og kvenna, sem vinna af alhuga, er að fá að sigurlaunum hina frjóu lífsnautn. Allt önnur lífsnautn og á lægra stigi eru samkomur, þar sem lög- reglan vakir yfir að drukknir þátttakendur svipti hvorki sig eða aðra lífi eða limum. Hugsjón skáldsins virðist í daglegu máli vera: Hinn þroskaði, hamingjusami maður starfar á fjölbreyttan hátt að líkamlegum og andlegum störfum og vex af áreynslunni, finnur lífs- hamingju í skapandi starfi og lengir með þessum hætti sitt eigið æviskeið og sinnar þjóðar. ★ ÞÝÐINGARMESTA mál íslendinga er ekki verðhrun peninga, skuldir og markaðsleysi, þó að það skipti miklu. Mesta málið er frelsisbarátta bama og unglinga til að losna undan áþján skóla- kerfis bolsivika, frá árunum 1945—46. Þar er stefnt að því marki, að búa alla þjóðina undir að vera embættis- og launamenn. Margt er á móti þessari hugsjón. Ekkert þjóðfélag getur gert alla að em- bættís- og þjónustumönnum við ýmis störf. Meginhluti hverrar heil- brigðrar þjóðar verður að vinna framleiðslustörf. Mikill meirihluti ' manna í öllum löndum hefur óbeit á endalausum skólagöngum og yfir- heyrslum kennara. Tiltölulega lítill hluti bama og unglinga unir ; vel miklu yfirheyrslunámi. Flestar heilbrigðar manneskjur vilja I starfa með anda og orku, framleiða, mynda heimili, ala upp nýja borgara og njóta gæða þegnfélagsins. Þegar unglingar, sem eru lítt fúsir til lexíulesturs eru þvingaðir í þær skorður af vandamönn- um eða þjóðfélaginu, skapar það í sál þeirra kergju og óbeit á bók- námi. Nú er íslenzk æska þannig sett, að henni er haldið að mjög leiðinlegu yfirheyrslunámi, allt frá barnaskólum að embættisprófi háskólans. Þetta skapar þreytu og leiðu. Megnið af öllu skólafólki á Islandi hefur hvorki tíma eða löngun til að lesa að marki nokkuð af þúsund ára gullaldarbókmenntum. Fáfræði íslenzku æskunnar í íslenzkum bókmenntum er meir en ókunnugir geta trúað. Úr þessu er ekki hægt að bæta nema með algerlega breyttu uppeldi, og um- fram allt með meira frelsi, líkamlegri vinnu og sjálfnámi. Auk annarra ágalla skortir þjóðina tilfinnanlega hæfa kennara. Skólahús- byggingar og skólahald er ofurefli fyrir gjaldþol þegnanna. Hinn ó- frjói bóklegi ítroðningur skapar í hug æskunnar leiða, bæði á bók- um og framleiðslustörfum. Þetta er miður æskilegur árangur af hinu ægilega ítroðningsnámi, sem bolsivikar sviku inn á þjóðina. — J. J. Jón Árnason: FJÁRHAGUR ÍSLENDINGA Útvarpserindi um áramót. Ríkisútvarpið hefur mælzt til þess, að ég flytti stutt erindi um bankastarfsemina í landinu. Ég vil leitast við að verða við þess- ari ósk, þó tíminn, sem mér er ætlaður sé allt of stuttur, til þess að hægt sé að gera slíku máli við- unandi skil. 1 árslok 1944 voru útlán bank- anna 279 millj. króna, en eru nú 915 millj. Sparifjárinnstæður í bönkunum 1944 voru 364 millj. króna ,en eru nú 451 millj. Það ber að jafnaði vott um heilbrigt fjármálalíf, þegar lítill munur er á útlánum og spari- sjóðsinnstæðum í sömu peninga- stofnunum. Séu útlánin miklu hærri en sparifjáreignin, er hætta á ferðum. — Árið 1944 var spari- fjáreignin um 30% meiri en út- lánin, en nú eru útlánin rúmlega helmingi meiri en sparifjáreignin. Ber þetta óneitanlega vott um sjúkt fjármálalíf, og skýrir að nokkru hina síauknu seðlaútgáfu. Eru seðlar í umferð nú 188 millj. króna og hefur seðlaumferðin aldrei verið svo mikil áður. Viðskipti sparisjóðsdeildar Landsbankans, svo og Útvegs- bankans og Búnaðarbankans, við seðladeild Landsbankans ber líka glöggt vitni um öfugþróun útlána- starfseminnar. 1 árslok 1944 átti sparisjóðsdeildin 160 millj. króna inni hjá seðlabankanum, Útvegs- bankinn 24 millj. og Búnaðar- bankinn 29 millj. Nú er skuld sparisjóðsdeildar Landsbankans við seðladeildina 116 millj. króna, Útvegsbankinn skuldar henni 12 millj. króna, en Búnaðarbankinn á ennþá 3% millj. króna innstæðu. 1 stað 213 millj. króna innstæðu þessara þriggja peningastofnana hjá seðladeild Landsbankans í árslok 1944, er þannig komin 124 millj. króna skuld, þ. e. a. s. að- staðan gagnvart seðladeildinni hefur á 5 árum versnað um hvorki meira né minna en 284 millj. króna. Hin gífurlega og óeðlilega aukning á útlánum bankanna stafar aðallega af þremur ástæð- um: 1. Tekjuhalli ríkissjóðs. Und- anfarin ár hefur hann verið sem hér segir: 1947 .......... 71 millj. kr. 1948 ........... 69 millj. kr. 1949 a. m. k. 35 millj. kr. Langmestur hluti af tekjuhalla ríkissjóðs hefur komið fram í út- lánaaukningu í Landsbankanum, eða lækkuðum innstæðum og hækk- uðum skuldum annarra lánsstofn- ana við Landsbankann. 2. Hallarekstur sjávarútvegs ins, einkum síldveiðiskipa og síld- arverksmiðja, síðastliðin 4 ár. 3. Óeðlilega mikil fjárfesting undanfarin ár, bæði hjá ríki, bæjarfélögum og einstaklingum. Fjárfestingin var 1947 35% og 1948 28% af þjóðartekjunum. Til samanburðar má geta þess, að fjárfestingin þessi ár hefur verið í hundraðshluta af þjóðartekjun- um: í Englandi 9%, í Danmörku 11%, í Noregi 22—24% og í Sví- þjóð 10—13%. Bankamir hafa eftir föngum leitazt við að vinna gegn hinni gegndarlausu fjárfestingu, en þing og stjóm hafa, vægast sagt, farið mjög ógætilega í því efni. Auk þess hafa einstaklingar fest ógrynni fjár í húsbyggingum og framleiðslutækjum. Skýrir þetta að nokkru leyti hina óeðlilega litlu aukningu sparifjársins, þeg- ar miðað er við tekjur manna undanfarin ár. Sé þess ekki gætt, að fjárfest- ing og sparifjársöfnun haldist nokkuð í hendur, hlýtur afleið- ingin að verða óeðlileg skulda- söfnun og öngþveiti í viðskipta- lífinu. Fjárfestingin hefur verið mest við sjávarsíðuna, einkum í stærri bæjunum. Eftir opinberum skýrsl- um hefur verið byggt í Reykja- vík á árunum 1945—1948 fyrir 330 millj. króna. Þessar tölur eru áætlaðar, en fullyrða má, að miklu meira fé hafi verið varið til bygginga, en áætlanir greina. Framleiðslutæki s j ávarútvegs- ins hafa verið keypt til landsins °g byggð innanlands með meira Framh. & bls. 2.

x

Landvörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.