Feykir - 15.02.2023, Qupperneq 2
Hin árlega Prjónagleði verður
haldin á Blönduósi 9. – 11. júní
2023 og er að venju blásið til
hönnunar- og prjónasamkeppni
af því tilefni. Að þessu sinni
gengur samkeppnin út að að
endurvinna íslenska lopapeysu
og nota hana sem
grunnefniðvið í nýja nothæfa
flík.
Íslensku lopapeysurnar
standa alltaf fyrir sínu, en þegar
þær slitna eða eru ekki lengur
nothæfar af einhverjum
Það eru sviptingar á vinnumarkaðnum um þessar mundir
þar sem takast á fylkingar Eflingar og Samtaka
atvinnulífsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa
kjaramál þessara félaga verið í
algjörum rembihnút eftir að Efling
hafnaði samningsdrögum við SA
og ekkert gengið hjá
ríkissáttasemjara að höggva á
þann hnút.
Miðlunartillaga hans fór illa í
Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og
hennar lið hjá Eflingu, sem neitaði
að leyfa félagsfólki að greiða
atkvæði um hana og dómstólar
búnir að flækja málin enn frekar. Sátti fékk því framgengt að
félagsmenn fengju að greiða atkvæði en fær ekki félagsskrána
svo sú leið er ekki fær. Hefur hann nú sagt sig frá málinu og
er einsdæmi á Íslandi.
Verkföll sýnast því óumflýjanleg hjá Eflingarbílstjórum í
eldsneytisflutningum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á alla
umferð tækja sem knúin eru jarðefnaeldsneyti syðra sem og
hjá völdum hótelum þar sem starfsfólk þar hefur boðað
vinnustöðvun. Ofan á þessar aðgerðir hafa stýrivextir
Seðlabankans verið á bullandi uppleið svo útlitið er ekki
björgulegt fyrir landsmenn.
Þó aðgerðir Eflingar bitni harðast á fólki sunnanlands væri
réttast fyrir alla að taka ástandið alvarlega og grípa í ekki svo
gamlar Covid-aðgerðir, að halda að sér höndum og ferðast
heima í stofu.
Góðar stundir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Allt í hnút
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi:
Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis:
Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is |
Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð:
690 kr. hvert tölublað m/ vsk.
Lausasöluverð: 835 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing:
Nýprent ehf. Sími 455 7171.
AFLATÖLUR | Dagana 5. febrúar til 11. febrúar á Norðurlandi vestra
Átta landanir í síðustu viku
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Sjöfn SH 4 IGPL 5.660
Samtals á Hvammstanga 6.916
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 157.722
Málmey SK 1 Botnvarpa 119.922
Samtals á Sauðárkróki 277.644
SKAGASTRÖND
Páll Jónsson GK 7 Landbeitt lína 117.816
Sighvartur GK 57 Landbeitt lína 87.998
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.658
Samtals á Skagaströnd 209.472
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 1.256
Á Skagaströnd komu þrír bátar í höfn með afla sinn
í síðustu viku og lönduðu allir einu sinni.
Heildaraflinn var 209.472 kg og var aflahæstur
línubáturinn Páll Jónsson GK 7 með tæp 118 tonn.
Á Króknum lönduðu Drangey og Málmey rúmum
278 tonnum saman og var Málmey með 119.922 kg og
Drangey 157.722 kg. Á vef fisk.is segir að veðrið hafi
verið frekar risjótt þegar Málmey og Drangey voru á
miðunum en þær voru á veiðum við Rifsbanka og
Grímseyjarsvæðið. Veiðin gekk vel og uppistaðan var
þorskur og ýsa. hjá báðum.
Enginn landaði á Hofsósi en tveir lönduðu á
Hvammstanga, Harpa HU 4 og Sjöfn SH 4. Sjöfn landaði
tvisvar alls 5.660 kg en Harpa HU 4 landaði 1.256 kg í
einni löndun.. Heildarafli á Norðurlandi vestra í síðustu
viku var því 494.032 kg í átta löndunum. /SG
Samið hefur verið við Félag eldri borgara í
Húnaþingi vestra um að taka að sér framkvæmd
hátíðarhalda vegna sumardagsins fyrsta í
samfélaginu. Sama manneskjan, Ingibjörg (Lilla)
Pálsdóttir, hefur frá upphafi hátíðarhalda á
þessum uppáhaldsdegi landsmanna verið í
fararbroddi dagskrárinnar á Hvammstanga í
samstarfi við ýmis félagasamtök – eða í ein 65 ár
og geri aðrir betur!
Eldri borgarar munu nú sauma nýja búninga
til notkunar á sumardeginum fyrsta sem koma
eiga í stað þeirra sem voru orðnir lúnir eftir 65
ára notkun. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að
árið 1957, þegar sumardeginum fyrsta var fyrst
fagnað á Hvammstanga, hafi hátíðin verið „..
haldin til fjáröflunar Fegrunarfélagsins fyrir
gróðursetningu í sjúkrahúsgarðinum á
Hvammstanga. Í dag er sá garður orðinn stór og
þéttur skógur. Þó hátíðin hafi ekki verið með
nákvæmlega sama sniði öll þessi ár hefur Vetur
konungur þó alltaf afhent Sumardísinni
veldissprotann og hafa þau verið klædd í
búningana sem forvígiskonur hátíðarinnar
saumuðu. Ingibjörg Pálsdóttir (Lilla) hefur frá
upphafi haldið utan um hátíðarhöldin með
aðstoð frá ýmsum félagasamtökum en síðustu ár
hefur fjölskylda hennar ásamt henni staðið fyrir
hátíðinni.“
Í fyrra var tilkynnt að það yrði í síðasta sinn sem
Lilla stæði fyrir hátíðarhöldunum. „Búningarnir
sem notast hefur verið við hafa nú verið gefnir á
Verslunarminjasafnið á Hvammstanga og verða
þar til sýnis til marks um það ómetanlega starf
sem Lilla hefur unnið,“ segir í fréttinni. „Eru Lillu
færðar bestu þakkir fyrir sitt mikla framlag til
menningarstarfs í sveitarfélaginu með
hátíðarhöldunum um áratuga skeið sem og þeim
fjölmörgu sem hafa komið að þeim með einum
eða öðrum hætti í gegnum árin.“ /ÓAB
Húnaþing vestra
Félag eldri borgara tekur við af Lillu
Prjónagleði 2023
Nýnot fyrir gamlar íslenskar
lopapeysur
Frá undirritun samkomulags við Félag eldri borgara um
framkvæmd hátíðarhaldanna í ár. Jónína Sigurðardóttir
varaformaður félagsins, Unnur Valborg sveitarstjóri og
Guðmundur Haukur Sigurðsson formaður Félags eldri borgara
í Húnaþingi vestra. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA
Þjóðskrá hefur birt samantekt sína um íbúafjölda eftir sveitar-
félögum í febrúar 2023 og kemur þar fram að meðan fækkar á
Norðurlandi vestra, fjölgar íbúum eða stendur í stað í öðrum
landshlutum.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 601 íbúa á tímabilinu frá
1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar
fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar
fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um
159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa, eftir því
sem fram kemur á skra.is.
Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum nema á
Norðurlandi vestra, þar fækkar um 0,3% eða 23 íbúa og teljast þeir
nú vera 7.423 talsins. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á
Suðurnesjum eða um 0,8% sem er fjölgun um 257 íbúa. Samtals
fjölgar íbúum á landinu öllu um 1380 frá 1. desember 2022 til. 1.
febrúar 2023 sem er um 0,4%.
Fækkun varð í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi
vestra, um tíu í Húnaþingi vestra (1249) og 23 í Skagafirði (4395).
Aftur á móti fjölgaði um fjóra á Skagaströnd (487) og sex í
Húnabyggð (1303) en í Skagabyggð stóð íbúafjöldinn í stað (89). /PF
Norðurland vestra
Íbúum fækkar
orsökum geta þær orðið
spennandi efniviður í nýja
hönnun og öðruvísi flík. Nú
reynir á hugmyndaauðgi og
verkkunnáttu þátttakenda til
þess að skapa nýtt úr notuðu.
Reglur keppninnar og
upplýsingar um skil má nálgast
á heimasíðu Textílmiðstöðvar
Íslands. Dómnefnd velur þrjú
efstu sætin og verða úrslit kynnt
á Prjónagleðinni 2023, þar sem
verðlaun verða afhent. Verkin
sem taka þátt í keppninni verða
til sýnis á meðan á hátíðinni
stendur.
Nánari upplýsingar veitir
Svanhildur Pálsdóttir svana@
textilmidstod.is og þær má
einnig finna á www.
textilmidstod.is undir flipanum
Prjónagleði. /Fréttatilkynning
2 07/2023