Feykir


Feykir - 15.02.2023, Page 5

Feykir - 15.02.2023, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Fjögur voru valin úr Tindastól. Fjögur úr Tindastól valin í æfingahópa Yngri landslið KKÍ „Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika vináttulandsleiki gegn Finnum í byrjun ágúst. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2023 með Norðurlöndunum og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig og í fyrsta sinn í langan tíma á NM fyrr í sumar,“ segir í tilkynningu KKÍ. Fjögur hafa verið valin í úr Tindastóli í æfingahópa KKÍ en það eru Emma Katrín Helgadóttir í U15 stúlkna, Axel Arnarsson U16 drengja og í sinn hvorn U18 flokkinn Ingigerður Sól Hjartardóttir og Orri Már Svavarsson. /PF Um sl. helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta. Hér fyrir neðan má sjá þá einstak- linga sem náðu sæti á palli (1.-3. sæti) frá þeim félögum sem sendu fulltrúa frá Norðurlandi vestra. 60 metra hlaup pilta – 11 ára Guðni Bent Helgason – UMSS – 2. sæti (8,96 Pb) 400 metra hlaup pilta – 11 ára Guðni Bent Helgason – UMSS – 2. sæti (68,86 Pb) Hástökk pilta - 11 ára Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (1,47 Pb) Mótsmet! Langstökk pilta – 11 ára Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (4,33 Pb) Kúluvarp pilta – 11 ára Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (8,66) Fjölþraut pilta – 11 ára Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (203) 60 metra hlaup pilta – 12 ára Aron Gabríel Samúelsson – UMSS – 3. sæti (9,07 Pb) 400 metra hlaup pilta – 12 ára Ísak Hrafn Jóhannsson – UMSS – 2. sæti (66,48 Pb) Aron Gabríel Samúelsson – UMSS – 3. sæti (67,83 Pb) 4*200 metra boðhlaup pilta – 12 ára Sveit UMSS – 2. sæti (2:07,39 Pb) Fjölþraut pilta – 12 ára Ísak Hrafn Jóhannsson – UMSS – 2. sæti (128) 60 metra hlaup pilta – 13 ára Friðrik Logi Haukstein Knútsson – UMSS – 3. sæti (8,98 Pb) 600 metra hlaup pilta – 13 ára Aron Örn Ólafsson – USAH – 2. sæti (1:55,06 Pb) 60 metra grind (76,2) pilta – 13 ára Friðrik Logi Haukstein Knútsson – UMSS – 2. sæti (12,80 Pb) Hástökk pilta - 13 ára Hafþór Ingi Brynjólfsson – UMSS – 3. sæti (1,31 Pb) Langstökk pilta – 13 ára Valdimar Logi Guðmannsson – USAH – 2. sæti (4,52) Kúluvarp pilta – 13 ára Valdimar Logi Guðmannsson – USAH – 1. sæti (8,77) 60 metra hlaup stúlkna – 11 ára Herdís Erla Elvarsdóttir – KORMÁKUR – 2. sæti (9,61) 400 metra hlaup stúlkna – 11 ára Herdís Erla Elvarsdóttir – KORMÁKUR – 3. sæti (80,42) Kúluvarp stúlkna – 12 ára Lárey Mara V. Sigurðardóttir – USAH – 3. sæti (8,12 Pb) 60 metra hlaup stúlkna – 14 ára Harpa Katrín Sigurðardóttir – USAH – 3. sæti (8,58) Þrístökk stúlkna – 14 ára Harpa Katrín Sigurðardóttir – USAH – 3. sæti (9,82 Pb) /SG Frjálsíþróttir MÍ 11-14 í frjálsum Guðni Bent Helgason í hástökki þar sem hann gerði sér lítið fyrir og setti mótsmet þegar hann stökk 1.47m. MYND WWW.FRI.IS Tindastóll hefur komist að samkomulagi við Breiðablik um að fá Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur að láni út tímabilið fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Hana þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Tindastóls enda fædd og uppalin á Króknum. „Það eru gríðarlega stórar fréttir fyrir okkur að við erum búin að fá Laufey Hörpu Halldórsdóttur aftur heim i Tindastól frá Breiðablik. Laufey á svo sannarlega eftir að styrkja okkar lið til muna og það er mikið fagnaðarefni að fá heimastelpu aftur á Sauðárkrók,“ segir Donni þjálfari. Laufey er með betri vinstri bakvörðum deildar- innar, sterk og dugleg með baneitraðan vinstri fót. Það verður gaman að sjá hana aftur Tindastóll endurheimtir leikmenn Fótbolti kvenna í Tindastólsbúningnum. En það var ekki einungis Laufey Harpa sem bættist í gær í hóp Stólastúlkna fyrir Bestu deildar sumarið því Vatnsdælingurinn Lara Margrét Jónsdóttir og Akureyringurinn Rakel Sjöfn Stefánsdóttir hafa einnig skipt yfir í Tindastól. Báðar komu þær við sögu með liði Tindastóls í Lengjudeildinni síðasta sumar. Lara, sem er fædd árið 2001, kemur aftur í Tindastól eftir stutt stopp hjá ÍR síðari hluta tímabilsins í fyrra. Hún hefur leikið 23 leiki fyrir Tindastól í deild og bikar. Rakel Sjöfn er fædd árið 2000. Hún kemur til Tindastóls frá Þór/KA en hún var á láni hjá Stólastúlkum síðari hluta tímabilsins í fyrra auk hálfs tímabils 2020. Hún hefur leikið 16 leiki fyrir Tindastól og skorað í þeim tvö mörk. Það er því ljóst að lið Tindastóls er að taka á sig ágæta mynd en ljóst er að það þarf sterkan og breiðan hóp ætli Stólastúlkur að halda sæti sínu í efstu deild. /PF Á aðdáendasíðu Kormáks á Fésbókinni er kynntur til sögunnar nýr leikmaður Kormáks Hvatar í 3. deildinni í karlafótbolta en stjórn hefur gengið frá samningum við vinstri bakvörðinn Mateo Climent frá Spáni. „Mateo þessi þykir öflugur í háloftunum, ásamt því að vera öryggið uppmálað með bolta í fótum og áhættufælinn mjög í varnarleik sínum. Bjóðum Mateo velkominn í hóp norðanmanna og hlökkum til að sjá hann sprikla á velli þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Fyrsti leikur liðsins í deildinni verður háður laugardaginn 6. maí gegn Hafnfirðingum í ÍH og fer leikurinn fram í Skessunni, sem er knattspyrnuvöllur þeirra Hafnfirðinga í fullri stærð innanhúss. /PF Spánskur Mateo Climent til Kormáks Hvatar Fótbolti karla 07/2023 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.